Alþýðublaðið - 13.09.1959, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 13.09.1959, Blaðsíða 4
( ÍÞráWlr ) Útgefandi. Alþýðuflokkurinn. — Framkvæmdastj ori: Ingólfur Kristjánsson. — Ritstjórar: Benedikt Gröndal, Gísli J. Ástþórsson og Helgi Sæmundsson (áb.). — Fulltrúi ritstjórnar: Sigvaldi Hjálmarsson. — Fréttastjóri: Björg- Vin Guðmundsson. — Símar: 14 900 — 14 901 — 14 902 — 14 903. Auglýs- fngasími 14 906. — A'ðsetur: Alþýðuhúsið. — Prentsmiðja Aiþýðublaðsins, Hverfisgata 8—10. Þeir verða að svara ALÞÝÐUBLAÐIÐ hefur hvað eftir annað skrifað um óréttlæti skattakerfisins, enda eru dæmi um slíkt hverju mannsbarni kunn, svo mörg eru þau í landinu. Hefur blaðið krafizt algerrar endurskoðunar á skattakerfinu og bent á þær til- lögur um rannsókn á afnámi tekusbattsins, sem A1 þýðuflokkurinn flutti á alþingi í vor. Nú hafa önnur hlöð gengið feti lengra í þessum efnum og hafa birt einstök dæmi um ýmsa forráðamenn Sjálfstæðisflokksins hér í bæ, sem taldir eru greiða miklu lægri útsvar en tekjuskattur þeirra gefur ástæðu til að ætla að þeim beri að greiða. Hafa þeir Ólafur Thors, Bjarni Benediktsson og Gunnar Thoroddsen ver ið tilnefndir. Þessar ákærur eru mjög alvarlegt mál. Ef þær eru byggðar á staðreyndum, þá er um að ræða reginhneyksli. Þess vegna verður Sjálfstæð isflokkurinn að svara þessum ákærum og þessir menn að þvo hendur sínar, ef þeir eru saklausir. Það er ekki hægt að þegja slíkt mál í hel. Lands- fólkið stynur undir skatta- og útsvarsbyrðunum og getur ekki þolað misferli eins og hér er gefið í skyn. Indland og Pakistan ÞAÐ eru mjög góð tíðindi, að vinátta virðist vera að takast með Indlandi og Fakistan. Þessi tvö ríki, sem voru aðskilin er allir Indverjar fengu frelsi sitt, hafa átt mjög erfiða sambúð, ekki að- eins vegna stórfelldra mannVíga og erfiðleika, er skilið var á milli þeirra af trúarástæðum, heldur einnig vegna deilunnar um Pakistan. Nú virðist þetta vera að breytast,*enda full ástæða til, þar sem Kínverjar virðast hyggja á árásir og yfirgang á norðurlandamærum Ind- lands, og virðist þar geta komið til átaka hve- nær sem er. Þegar slík hætta sem hinn kínverski kommúnismi, er á næstu grösum, mun ekki veita af því að góð samvinna sé með Indlandi og Pak- istan. Raunar er mikil þröf á að styrkja öll lönd Suð I ur- og Suðaustur-Asíu. Það þarf risaátök til að bæta lífskjörin og tryggja lýðræðislegt stjórnar- far. Þetta verkefni er nú eitt hið stærsta, sem blas- ir við vestrænum ríkjum. Nokkrar sbúir launr í húsi því er B.S.F. Framtak er að hefja upp- steypu á. Uppl. í síma 19703 á skrifstofu félags ins Flókag. 3 frá kl. 13--—17 á sunnudag og frá kl. 20.30 — 22 mánudags- og þriðjudagskvöld. KNATTSPYRNUlÞRÓTTIN er vafalaust sú íþrótt, sem á mestum vinsældum að fagna um víða veröld. Fáar íþrótta- greinar, jafnvel engar, sem iðkaðar eru í heimi vorum í dag, sópar að sér öðrum eins sæg áhorfenda, ungra semi gamalla, eins og knattspyrnan. Engin gréin íþrótta er meir né almennar rædd manna á milli eða í blöðum og útvarpi, en þessi íþrótt. Engir íþróttamenn njóta annarar eins hylli með þjóðum sínum og þeir, sem! fram úr skara á knattspyrnu-; vellinum. Hvað þessari íþrótt viðvíkur •hér á landi, héfur raunin orðið sú sama og annars staðar, al- menningur hefur hér sótt meir og betur knattspyrnukappleiki; en nokkur önnur íþróttamót. Er nú svo komið að knatt- spyrnuíþróttin má teljast þjóð- aríþrótt vor. í flestum kaup- stöðum og kauptúnum lands- ins og víða til sveita, eru knátt- spyrnufélög starfandi. Fáir munu því þeir piltar vera, sem á annað borð leggja stund á í- þróttir, að þeir ekki hafi iðkað og tekið þátt í knattspyrnuí- þrottinni. Aldrei hefur heldur íslenzka knattspyrnu borið hærra en á þessu ári. I sumar hafa íslenzkir knattspyrnu- ( menn náð meiri og betri ár- angri en nokkru sinni fyrr. Um árabil hafa íslenzkir knatt- Örn Steinsen, KR, — jafnbezti útherjinn okkar í sumar. spyrnumenn átt í höggi við er- lenda íþróttabræður sína, bæði er tekur til landsleikja og ann- arrar keppni á þessu sviði, og oftast orðíð að láta í minni pok ann í viðureigninni við sér snjallari mótherja. Af ósigri verða menn sjaldan öðru en reynslunni ríkari. íslenzkir knattspyrnumenn hafa öðlast dýrkeypta reynslu á umliðnum árum. Reynslu, sem hefur smátt og smátt kennt þeim að þekkja sinn vitjunartíma, og það, að í þessari íþrótt, sem og öðrum, næst því aðeins árang- ur, að fullkomin alúð og rækt- arsemi, ásamt þolinmæði og þrautseigju, sé lögð í allan und- irbúning íþróttarinnar og þeg- ar frá unga aldri. Með landsleikjum sínum í sumar, við Dani og Norðmenn, bæði hér í Reykjavík, í Kaup- mannahöfn og Osló, sönnuðu ís- lenzkir knattspyrnumenn, svo ekki var um villst, að úti á ís- landi er knattspyrnuíþróttin að komast á það stig, að óhætt er orðið fyrir hinar frændþjóð- irnar á Norðurlön ium, að reikna með íslandi á þessu sviði íþróttakeppninnar. En svo hefur vart verið gert hingað til. íslenzka landsliðið kom Dönum á óvart í sumar hér í Laugardalnum, þótt það biði ó- sigur þá. En það kom enn meira á óvart, er það sigraði Norðmenn nokkru s;ðar, en þó kom það Dönum allra mest á óvart, er það gerði jafntefli í hörðum landsleik við þá í Kaup mannahöfn í ágúst s. 1., svo sem kunnugt er, og sló niður í einu vetfangi yfirlætisfullt tal þeirra um frumstæða knattspyrnu hér á landi, og það svo, að Danir þóttust hafa hipnin höndum i tekið að geta á síðustu stundu 'náð jafntefli. Islenzkir knaítspyrnumenn hafa á þessu sumri rekið ræki- iega af sér slyðruorðið, og unn- Framhald á 9. síðu. Hannes ýV Ljósadýrðin á Austur- velli. ÍZ Þakkir til þeirra sem eiga. it Minnst á gott hótel. Bréf um verðlag og umgengni. ÉG VIL hér með færa Haf- !iða Jónssyni, garðyrkjuróðu- naut oa: cðrum beim, sem ráðið hafa, ks i’ar þakkir mínar fyrir ljósin a Autsurvelli. Það er eins og að koma í annan heim að ganga um völlinn á kvöldin mið að við það sem áður var. Ég fór þan-gað eitt kvöldið með öldruðum hjónuml, sem ekki höfðu séð Austurvöll í þessum búningi fyrr og ég hef varla séð bau glaðari. Þetta er mjög gott. Ef til vill vantai* ljós í blóma- beðin við stall Jóns Sigufðsson- ar. ! SAGT er. að Rafveita Reykja víkur ahfi þarna unnið að. Ef svo er. ber að þakka Steingrími Jónssyni um leið og Hafliða er þakkað Ég las í blaði ;að í ráði væri síðar meir. að lýsa Tjarn- argarðinn Fallegur yrði hann, en ég óttast að þar yrðu liósin eyðilögð En eins og menn vita hef épr aldrei viljað láta draga úr framkvæmdum af ótta við skemmdarfýsn. ég hef bvert á imóti hvatt til áframhaldandi h o r n i n u framkvæmda brátt fyrir skemmdarverk. Hins vegar held ég, að um sinn megi Aust- urvöllur bera af að þessu leyti. Ljósin þar mega kenna mónn- um að meta fegurðina áður en lengra er haldið. HAFNFIRÐINGUR skrifar: „Alltaf er verið að finna að því, sem miður fer ,og það er sjálf- sagt, en ég álít að einnig megi segja frá Því sem vel er gert. Það vil ég gera nú í sumar gisti ég.nokkra daga í hótelinu í Borgarnesi. Þar var svo gott að vera, að óvenjulegt er. Allt var hreint og fágað, regla á öllum hlutum, þjónustan fyrsta flokks og maturinn eins og bezt verður á kosið. Þetta hótel var, að minnsta kosti í sumar, til mikillar fyrirmyndar“. ANNAR ferðalangur skrifar: „Einhver ferðalangur kvartar í dálkum þínum um okur, sem ferðamen séu beittir út á lands- byggðinni. Ég hef í sumar ferð- ast mikið um Vestur- og Norð- urland og komið á fjölda veit- ingabæja Yfirleitt hafa veit- ingar verið með ágætum og að iafnaði piun betri en msður á að venjast í veitingastöðum hér í bænum. VERÐIÐ hefir verið mjög svipað og hér, víðast hvar, — hvergi dýrara. en sums staðar mun ódýrara. Mjólkin hefir yf- irleitt verið um 4 kr. líterinn í lausalsölu, en það mun vera svipað og bændum er ætlað fyr- ir sölumjólk sínia. Ekki dugir að miða við verð það, sem gild- ir í mjólkurbúðum í Reykjavík þegar búið er að greiða það stór kostlega niður. Nú ber að geta þess, að veitingarekstur úti um land er miklu dýrari en í höf- uðstaðnum, það liggur í augurn uppi. Þar er veltan lítii og að- flutningar kostnaðarsamir. FERÐALANGUR minnist ekkert á framkomu hinna ýmsu ,.túrista“ er fara um landið. — Ég kynntist máli þessu nokkuð. Niðurstaðan er. að mikill hluti þessa fólks sé hreinn og klár skríll. Ég sá með eigin augum fólk leggja niður nýlega girð- ingu til þess að aka úti fagran hvamm nálægt þjóðveginum. Umgengnin á sumum fegurstu stöðunum er með þeim endem- um að maður skilur ekki hvaða svínsnáttúra býr að baki. ÉG 'TALAÐI við tvo bændur, sem búa á miklum ferðamanna- slóðum. Hvorugur þeirra hefir nokkrar tekjur af ferðafólki. En þeir sýndu mér útganginn á iörðum sínum. Hann var hræði- legur, brotnar flöskur. bréfa- rusl. troðið gras, brotnar birki- hríslur, Oo- síðast en ekki sízt niðurf^Tnar vrði:Var. Annar bessar.a bænda hafði margsinn is kvartað bæði til héraðsyfir- valda og ailt upp í Stjórnarráð. en enga áheyrn fengið. ÉG GÆTI ‘ skrifað miklu ítarlegrá mál um þetta, en geri það ef til vill síðar. — Kannski vill kollega minn stofna með mér félag til þess að bæta ferða menninguna og þegar það hefir borið einhvern árangur, skuium við taka í gegn sveitakarlana og heimta af þeim betri og ó- dýrri þjónustu. Hannes á horninu. 4 13. seþt. 1959 — Alþýðublaðið

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.