Alþýðublaðið - 13.09.1959, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 13.09.1959, Blaðsíða 3
Á AÐALFUNDI Tónskálda- félags fslands 11. þ. m. var Jón Leift endurkjörinn foi'seti STEFs og Tónskáldafélagsins og forsetaefni félagsins í stjórn Bandalags íslenzkra lista- manna. Meðstjórnendur hans eru í stjórn STEFs þeir Skúli Halldórsson, Þórarinn Jónsson, Snæbjörn Kaldalóns og S'igurS ur Reynir Pétursson hrlm., en ^ í stjórn Tónskáldafélagsins Sig uringi E. Hjörleifsson og Skúli Halldórsson. EndurskoSendur voru kjörnir Friðrik Bjarna- son, Sigurður Þórðarson og Þórarinn Jónsson. Fulltrúar til aðalfundar Bandalags íslenzkra listamanna voru kjörnir Jón Leifs, Helgi Pálsson, Siguringi E. Hjörleifsson, Skúli Halldórs- son og Þórarinn Jónsson. Fundurinn sendi heillaóska- skeyti til dr. Hallgríms Helga- sonar vegna skipunar hans sem tónlistarfulltrúa Ríkisútvarps- ins og þakkarkveðjur til menntamálaráðherra vegna framlags hans í þágu tónlistar- mála og annarra menningar- mála. Einkaskeyti tii Alþýðubl. YKKAR snjalli Valbjörn Þor láksson er nú einn eftir hjá okk ur, segir Lennart Strandberg, Evrópumethafinn fyrrverandi í 100 m. hlaupi, í einkaskeyti til Alþýðubiaffsins í fyrrinótt. ■ Ýalbjörii keppti á móti í Udd evaha á föstudagskvöldið og Bigraði auðveldlega á nýju vall- armeti, 4.25 m. Gamla valiar- metið, 4,20 m. átti Ragnar Lund ber.g. Strardbei'g, sem nú er íþrótta blaðamaður við blaðið Arbetet í Malmö, fer lofsamlegum orð- lan um Valbjörn, álítur hann tvímælalaust einn efnilegasta stangar Aökkyara Evrópu í dag ©g segi." hann eitt okkar steik- asta tromp á OL í Róm, ef hann þjálfar rétt og ákveðið næstu jnánuði. Valbjörn mun keppa í Sví- þjóð næstu tíu daga, en síðan fer hann til Dresden og keppir á Rudolf-Harbirgmótinu 25. Beptember. ÞAU urðu úrslit í 4. umferð kandídatamótsins í Bled, að Fischer sigraði Gligoric og Tal sigraði Friðrik. Smysloff og Benkö gerðu jafntefli, en skák Keresar og Petrosjan fór í bið. Biðskákir úr 3. og 4. umferð voru tefldar í gær, en ekki höfðu fregnir borizt af þeim, þegar blaðið fór í prentun. í dag er ekki teflt, en á morgun hefur Friðrik hvítt gegn Fischer í 5. umferð. Staðan var þessi, er biðskák- irnar hófust í gær: 1. Petrosjan 2 vinn. og 2 bið. 2. —4. Benkö, Fischer og Tal, 2 vinn, og biðskák hver. 5. Smysloff IV2 vinn. og bið. 6. Keres 1 vinn. og 2 bið. 7. Gbgoric V2 vinn. og bið. 8. Friðrik 0 vinn. og bið. ifaiir deila um Milovan Djilas, höfundur bók arinnar Hin nýja stétt er hættulega veikur af brjóstveiki. Hann hefur verið fliittur úr fangelsi s sjúkrahús í Belgrad. ÍTÖLSK yfirvöld eru í klípu. Þau hafa ákveðið að stofna kvenlögreglu- sveit, en menn eru ósam- mála um, hvernig ein- kennisbúningur stúlkn- anna eigi að vera. Hann á að vera einfaldur og her- mannlegur, segja sumix; það tryggir góðan aga og sannfærir fólk um, að kvenlögreglan hafi bein í nefinu. Nei, kvenlegur og „smart“, skyldi hann vera, segja svo aðrir; stúlkurn- ar eiga að vcea hæjar- prýði. Að sögn kunnugra, endar deilan sennilegast með samkomulagi um svipaðan einkennisbúning og stúlkurnar hér á mynd- inni bera. Þær eru í Iög- regluni í Trieste. BLAÐINU barst í gær eftir- farandi fréttatilkynning frá ut- anríkisráðuneytingu: 'Þriðjudaginn 8. september s. 1. áður en Thor Thors ambassa- dor fór héðan af landi til Wash- ington, var honum falið að ganga á fund ríkisstjórnar Bandaríkjanna og í framhaidi af fyrri orðsendingum ríkis- stjórnar Islands, að gera henni grein fyrir hve alvarlegum aug um ríkisstjórnin liti á atburði þá í einstökum atrðum og í heild, sem gerzt hafa undanfar- ið í sambúð íslendinga og varn- arliðsmanna. Var sendiherran- um jafnframt falið að bera fram kröfu um, að ráðstafanir yrðu gerðar hið bráðasta tii þess að koma í veg fyiir að slík- ir atburðir endurtækju sig. Seint í gærkvöldi barst til- kynning frá sendiherranum um að hann hefð í gærdag gengið á fund ríkisstgórnar Bandaríkj- anna. Má gera ráð fyrir, að við- ræðum milli ríkisstjórna ís- Keflavíkur- ðlio I u LONDON, 12. sept. (Reu- • ter). — The Guardian er • eina hrezka stórbiaðið, sem í dag segir frá Kefla- : víkurmálinu á forsíðu. í ■ öðrum kuhnum brézkum ; blöðum víkja erlendar : fréttir áð .mestu af forsíð- ; unum fyrir innlendum • pólitískum fréttum, í- j þróttaviðburðum og jafn- : vel æsifréttum. ; 1 : iands og Bandaríkjanna úm þessi mál ljúki næstu daga og að árangur þeirra geti legið fyr ir mjög fljótlega. Idsson er efsfur ii T. H. RAUNVERULEGIR klettar og pappaeftirlíkingar þeirra í kvikmyndaverinu í Hollywood komu dægurlagasöngvaranum ‘Pát Boone nákvæmlega eins fyrir sjónir. — Það var gallinn. „Eg reyndi að finna mlsmun'*, -segir Pat Boone. ,;Eg rak í það tána, — en viti menn, hún beygðist í 90 gráðu horn, og þegar ég reyndi að rétta úr henni, lyppaðist hún bara til“. Og Pat Boone hafði brotið á sér tána. ÞRIÐJA umferð • á Septem-* bermóti Taflfélags Hafnarfjarð ar fór fram á föstudagskvöld. Þátttakendur eru tíu. Fimm Hafnfirðingar og fimm Reyk- víkingar. Jón Pálsson vann Kára Sól- mundarson. Jónas Þorvaldsson vann Sigurgéir Gíslason. Jafn- tefli var hjá Eggert Giífer og Þóri Sæmundssyni, Jóni Krist- jánssyni og Birgi Sigurðssyni. Biðskák varð hjá Skúla Thorar ensen og Stíg Herlufsen. Vinningsstaðan eftir þrjár fyrstu umferðirnar er eftirfar- andi: 1. Jónas Þorvaldsson með 2V2 vinning, 2.—3. er Þórir Sæ- mundsson og Jón Pálsson með 2 vinninga, 4.—5. Eggert Gilfer og Jón Kristjáiisson með IV2 vinning, 6. er Stígur Herluf- sen með 1 vinning og biðskák, 7.—9. Birgir Sigurðsson, Sig- urgeir Gislason og Kári Sól- mundarson með 1 vinning, 10. er Skúli Thorarensen með V2 vinning og biðskák. Fjórða umferð verður tefld í dag klukkan 2 e. h. í Alþýðu- húsinu. MAÐÚR nokkur utan af landi átti nýlega erindi til höf uðborgarinnar. Kom hann ak- E»ndi á sínum eigin bíl, en þar sem umferðaræðið í Reykja- vík getur gert hvern sveita- rnann ringiaðann, tók bann það viturlega ráð að leggja bíl sínum. Gerði hann það lija Borgarskála Eimskips. Maðurinn rak nú erindi sín í borginni og ferðaðist með strætisvögnum og leigubifreið um, Loks kom að Því, að hann mugðist halda heimleiðis. — Hann fór þá til að ná í bílinn sinn. Er hann ætlaði að aka af stað, tók hann eftir því, að sprungið var á báðum fram- dekkjunum. Fannst honum þetta kynlpft, því ný dekk áttu að vera á báðum lijólun- um að framan. Er maðui'inn aðgætti þetta nánar, sá hann, að búið var að setja ‘varadekkin undir. — Hann tók þá eftir því, að far- angursgeynýlan hafði verið brotin upp. í henni voru felg- urnar, en búið van að stela nýju dekkjunum. Þjófarnij^höfðu sem sé gert sér lítið fyrir, og tekið hjólin undan að framan, se-tt vara- hjólin undir og tekið síðan nýju dekkin af felgunum og haft á brott með sér. Þjófnaðuiiinn hefur farið fram um hábjartan dag, þvi það sannaðist, að ekki hafði verið hróflað við hílnum, nokkrum tímum áður en mað- urinn hugðist aka af stað. Líklegt er, að margir liafi séð þjófana við iðju sína, cn en-gan grunað neitt. Það er svo aigengt að sjá msenu skipta um dekk á bílunum sínum. Hvers vepa máffi hann ekki sjásl! ÞESSI dapurlega mynd var tekin árið 1946, en komst aftur í fréttirnar fyri rskemmstu, þegar hún vri.* fjarlægð sýningu Bandaríkjamanna í Moskvu samkvæmt ósk Rússa. Myndin var part- ur af sýningardeild, sem hét: Nútímasagan í mynd- um. Hún var tekin þegar hungursneyð herjaði í Kína tæpu ári eftir lok síðari heimsstyrjaldar. Alþýðublaðið — 13. sfept. 1959 J

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.