Alþýðublaðið - 13.09.1959, Blaðsíða 12

Alþýðublaðið - 13.09.1959, Blaðsíða 12
I These lines com/erge, mthe po/ar req/on NOtTH AMsRlCA AFRICA e SOUTH AMERICA’ Th<s hne i$ a cantmuation l ' of hnz at nghtof mgp. I ightof map. j 40. árg. — Sunnudagur 13. sept. 1959 — 196. tbl. Met í sjálfs- morðutn unglinga FLEIRI unglingar fremja sjálfsmorð í Japan en nokkui's staðar annars í heiminum. Áhyggjur út af prófum og atvinnu í framtíðinni var or- sökin fyrir helmingnum af þeim 2437 sjálfsmorðum ung- linga, sem framin voru árið 1957. Sumir frömdu sjálfsmorð af ástæðum, . sem þriðja aðila þykja hréin fásinna. Unglingarnir sviptu sig lífi ýmist með eiturinntöku, með því að hengja sig, flevgja sér fyriivjárnbrautalestir, drekkja sér, taka svéfnpillur o. s. frv. fslenzka konan búðunum HYER var íslenzka kon- an, sem lenti í klóm Jap- ana í síðustu heimsstyrj- öld, hafnaði í þrælahúðum á Súmötru, þoldi þar hung ur og hrirðræði og var ekki frelsuð fyrr en japanska herveldið gafst upp fyrir atómsprengjunni? Henni bnegður fvrir eitt andartak í „Hvítj- þræl- bók sem áströlsk hjúkrunarkona hefur skrifað um reynslu sína í höndum Japana. Hjúkrunarkonan telur upp þjóðerni kvennanna, !| sem sátu í þrælabúðun- um og sem þeim japönsku tókst ekki að beygja þ'átt fyrir barsmíð og misþyrm ingar. Og í upptalningunni er talað um íslenzka konu. Getur nú einhver I es- andi Alþýðublaðsins Iátið okkur í té nafn hennar? Elzta borg heimsinb JERÍKÓ er borgin, sem ísraelsmenn tóku með því að blása í lúðra. — Þá hrundu borgarmúrarnir. Og borgarmúrar Jeríkó- borgar hafa hrunið oft, sennilega oftar en nokkrir aðrir borgaimúrar. Hún er nefnilega álitin elzta borg heimsins. Og enn er líf og fjör á götum, sem voru æva- gamlar, þegar Jóhanries skírari eða Kleópatra komu þar. Þar eru nú ferðamenn frá öðrum löndum og verkfræðing- ar, sem ráðnir hafa verið þar til starfa. Ferðamenn ^eru ekki nýtt fyrirbæri í Jeríkó. Á dögum Heródesar voru pálmalundir hennar við norðurhorn Dauðahafsinsí frægir fyrir unað. Þar dvöldust miklir' menn yf- ir- vetrartímann og lífið var glatt og konurnar fagrar. Tvö þúsund árum seinna er ef til v.i!l ekki eins mikið viðhafnarlíf í Jeríkó, en ferðamenn una sér þar mætavel við þann aðbúnað, sem tuttugasta öldin býður upp á alls staðar þar sem þeirra er nokkur von. Og hótelið, sem sést hérna á mynd- inni hinum megin við Jór- dan, er eitt hið vandðasta í Austurlöndum nær. Á hæð nokkurri eru rústir Jeríkó hinnar gömlu. Hún var reist úr sólþurrkuðum múrsteini, og ve£(;irnir húðaðir með kalki. Háir steinveggir vörðu borgina. Þess var ekki vanþörf í þá daga, því að þessi borg var reist fyrir 7000 árum, 1600 ár- um áður en fyrsti faraóinn réði ríkjum í Egyptalandi. Nýlegar fornleifarann- sóknir í Jeríkó hafa kom- ið mönnum á óvart. Aldur borgarinnar er jafnvel enn meiri en þetta. Undir þeim rústum, sem áðan var getið, eru aðrar rústir með hringlaga eða spor- öskjulöguðum húsum og miklum virkisvegg. Leifar hans voru enn 20 feta há- ar. Þar var og hár varð- turn með hlöð.num .hring- stiga. Aldursákvörð- un með geislakolsaðférð- inni sýnir tím.abilið um 7000 fyrir Krists. burð. Það er' því ærið mikið vatn fram runnið í Jórdan síðan Jeríkóborg var reist. {.onaitudí! -80° (PaczJ-, (Pccan AUSTRALiA longitude VERDA RA UÐAHAFIÐ OG KALIFORNÍIJ- FLÓI EINHVERN TÍMA ÚTHÖF ? ÁTTA hundruð vísindamenn hvaðanæva að úr heiminum sitja um þessar mundir á ráð- stefnu í New York og ræða m.a. um þá staðreynd, að aust- ur og vestur eru að íjarlægj- ast jarðfræðilega ekki síður en stjórnmálalega. Vísindamenn þessir sitja þing Alþjóðlegu hafrannsókn- arstofnunarinnar, sem fæst við jarðfræði hafsbotnsins. Þar hefur verið haldið fram finna í heimskautalöndum og þeirri kenningu, að Evrópa og Norður-Ameríka fjarlægist um einn metra á hverjum þús- und árum. Þá var einnig kom- ið með þá tilgátu, að Rauða- hafið og Kaliforníuflói séu ný úthöf í myndun. Kenningin um hreyfingu meginlandanna var fyrst sett fram af Alfred Wegener í byrj un aldarinnar til að skýra skyndilegar loftlagsbreyting- ar. Sú staðreynd, að kol er að ísminjar í hitabeltinu, benda til snöggra loftslagsbreytinga. Bandarískir vísindamenn hafa hingað til ekki tekið kenn ingunni um hreyfingu heims- álfanna vel. En á yfirstand- andi þingi sagði einn merkur bandarískur jarðfræðingur, að hún væri ekki óhugsandi. Sir Edward C. Bullard frá Cambridge er helztj stuðn- ingsmaður kenningarinnar og telur hana „frekar sannfær- andi“. Dr. Maurice Ewing, for- stöðumaður jarðfræðideildar Columbía-háskólans, lýsti at- hugun á hinni miklu sprungu, sem liggur eftir miðju Atlants hafi. Hefur hún verið kortlögð á stóru svæði. Hafa jarðfræð- ingar komið með margs konar skýringar á slíkum sprungurn í jarðskorpunni. Dr. Ewing benti á, að slíkar sprungur séu venjulega í miðju jarðskorpunnar undir höfunum og taldi þær stafa af sömu orsökum og myndun haflægðanna. Hann gaf þó eng an veginn í skyn, að hann að- hylltist kennirlguna um hreyf ingu meginlandanna. Sir Edward Bullard ræddi! um hversu skyndilega fjalla- keðjur hverfa, þegar kemur að úthafslægðunum. Taldi hann ekki fráleitt, að - finna mætti með nákvæmum rann- sónum framhald fjalla í einni heimsálfu annars staðar. —■ Minníist hann á í því sam- bandi Appalachian fjöllin og kvað ekki óhugsanlegt, að framhald þeirra væri Kale- dóníufjöllin á Skotlandi. Rannsóknir hafa leitt í ljós, að jarðskorpan undir Rauða hafinu er álíka þunn og undir úthöfunum, sama máli gegnir um Kaliforníuflóann. Þykir því ekki út í bláinn að ætla, að þarna séu ný úthöf að myndast. Einn af hverjum tíu HONGKONG: — Nálega einri af hverjum tíu íbúum Hong- kong er eiturlyfjaneytandi, seg ir í skýrslu nefndar,- sem að undanförnu hefur rannsakað málið. íbúatala borgarinnar þrjár miL'ónir.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.