Alþýðublaðið - 15.09.1959, Blaðsíða 2
BLED, 7, s?pt.
GISTIHÚSIÐ stendur við
■enda vatnsins. Víða hylia bað
vafningsjurtir og samlaga
umhverfinu. Á morgnana
rýkur úr því húsa mest, enda ■
skýlir það gestum frá ýmsum
: löndum. Yfir aðaldyrunurn
blakta fim.m stórir fánar, sá
júgóslavneski, bandaríski, ís-
lenzki, rússneski og loks einn
: blár með svörtum riddara —
merki alþjóðaskáksambands-
ins, F.I.D.E. Þetta nægir til að
heiðra alla keppendur Áskor-
frá landi, íslendingarnir. Síð-
er ennþá landlaus flóttamað-
ur. Hann bað fyrir kveðju til
íslands.
Eftir morgunverð ýtum við
frá landi, líslendingarnir. Síð
an Ingi kom í skutinn, er bát-
urinn stöðugur vel. Við Frið-
rik erum hins vegar báðir
jafn léttvægir 0g róum til
skiptis út í eyjuna við hinn
enda vatnsins. Eftir aðeins
nokkur áratog erum við komn
ir vel út á vatnið. Á stjórn-
borða gnæfir. mikið og stolt
berg. Það ber hinn forna
kastala Bled, sem staðizt hef-
ur allt skak vopna og skjálfta
jarðar frá, upphafi sagna um
hann. Sumir telja, að Róm-
verjar hafi fyrstir byggt þarna
virki. Víst er um það, að þeir
þekktu Bled undir nafninu
Lacus Auriacus. Framar á
stjórnborða gnæfir hæsta fjall
•Júgóslavíu, Þríhöfði, bak við
■ása og lægri fjöll. Nokkur ára-
tog í viðbót, og við róum
framhjá sumarbústað Titos á
bakborða. Þessi glæsta höll,
sem að mestu er hulin trjám
og múrum, setur lykkju á leið
okkar, í hvert skipti sem við
göngum í kringum vatnið.
'Við nálgumst nú eyna. Vatn
ið er aðeins tveír kílómetrar
að lengd. Eyjan er lítil og há-
lend. Á henni miðri gnæfir
kirkjuturn fimmtíu fet til
himins. Hjá honum standa
kirkjan.sjálf og klaustur. Um-
hverfis skógur. Við leggjum
að landi, þar sem breiður
steinstigi liggur niður að
vatnsborði. Þrepin eru farin
að gróa upp í lygnum straumi
aldanna. Þau skortir eitt á
hundraðið. Uppi er glatt á
hjalla. Þar sem kyrrðin yar
áður rofin af bæn, eru nú þan
in dragspil og stiginn dans.
Kirkju og klaustri hefur ver-
ið breytt í söfn, og nógar eru
veigar á boðstólnum undir
berum himni. En þótt við sé-
um komnir af víkingum, þá
viljum við ekki lyfta hornun-
um, fyrr en við hrósum sigri,
í Valhöllu ella.
SÖfnin hafa ekki verið opn-
uð, og við ráfum um eyna og
; koðu.m leyfar liðins tíma.
Eiít sinn var þetta land-
svæði í eign Karlamagnúsar,
" erx r'rá árinu 1004, þegar
Henry 2. keisari gaf biskupn-
,um af Brixen Bled og um-
hverfi þess, eru til skráðar
heimildir um þetta svæði.
Biskuparnir voru síðan ein-
■v.aldir yfir Bled í átta og hálfa
öld, þó stundum að kastalan-
, um undanteknum, eða allt til
•ársins 1854, þegar biskupinn
af Brixen seldi landsvæðið
námueiganda einum í ná-
grannaborginni Jesenice fyr-
ir 150.000 gyllini. Eftir lagn-
ingu járnbrauta hér um slóð-
ir um 1872 og opnun Tauren-
jarðganganna 1906 varð.B-led
aðgengilegri fyrir ferðamenn.
Árið 1885 háfði Svisslending-
urinn Arnold Rikli opnað hér
heilsuhæli. Notaðist hann við
heitu laugarnar, sem gistihús-
ið okkar, Grand Hotel Toplice
(hver), er kennt við, til vatns-
Og gufuhaða, og jók það enn
hróður staðarins sem heil-
næms hvíldarstaðar. Eftir
1917, þegar Bled komst í eigu
Slóvenans Ivans Kenda, tók
Bled að þróast örar, og nú er
Bled hluti af lýðveldinu Sló-
venia, eins af sambandsríkj-
um Júgóslavíu.
Frá árinu 1238 eru fyrstu
heimildir um kirkju í eynni,
en litlu síðar var uppruna-
lega trékirkjan rifin og stein-
kirkja í gotneskum stíl byggð
í hennar stað. Sú kirkja
skemmdist mikið í jarð-
skjálfta árið 1509. Var þá í
hennar stað byggð kirkja sú í
raunsæisstíl, sem stendur enn
í dag. Staki turninn var þá
einnig byggður og mun því
hafa bent mörgum til himins.
Við kaupum kort af staðnum
og ýtum síðan aftur frá landi.
Á leiðinni í land mætum við
einum hinna rómantísku leigu
báta hér, þar sem ræðarinn
stendur við verk sitt, og lyft-
ir árunum, ekki upp úr vatn-
inu, heldur snýr þeim í hring.
Þrátt fyrir góða vegi umhverf
is vatnið, er kyrrðin sjaldan
rofin af mótorskellum. Leigu-
vagnarnir eru dregnir af hest-
um.
Inni í gistihúsinu:fáum við
okkur sæti við glervegg, sem
snýr út að vatninu, og brátt
koma þeir Larsen og Tal að
spjalla við okkur. Larsen seg'-
ir okkur frá húsbónda sjnum,
Bobbý litla Fischer, sem raun-
ar er orðinn jaki að vexti og
vaggar um í þykkri lopa-
peysu, líkt og íslenzkir skútu-
menn áður fyrr. Larsen segir
Fischer hafa trúað sér fyrir
því, að hann æili að reyna að
ná fyrsta eða öðru sæt) í
þessu móti, og kveðst Larsen
ætla að gera sitt bezta til að
hjálpa honum, en sjálfur seg-
ist Larsen ætla að sjá til þess,
að Fischer vinni ekki næsta
áskorendamót.
Tal er fölur og nokkuð
veiklulegur, en skarpleitur
að venju. Hann kemur beint
af sjúkrahúsi í Riga, þar sem
hann losaði sig við botnlang-
ann. Seinna sýnir hann okkur
skák, sem hann tefldi á sjúkra
húsinu. Hafði hann launað
lækninum vikið með laglegri
! leikfléttu.
Hádegisverð teflum við í
stórum sal, þar sem Aljekin
vann sinn fræga sigur árið
1931, þegar hann lauk tvö-
föidu stórmóti án taps, 5V2
vinningi fyrir ofan næsta
mann, en annars urðu úrslit
: þá þessi: 1. Aljekin 20V2. 2.
Begoljuboff 15. 3. Nimzevich
14. 4.—7. Dr. 'Vidmar, Kash-
dan, Flohr og Stolz 13V2. 8.
Tartakower 13 o. s. frv. Það
var í því móti, sem Aljekin
var svo undrandi, þegar ein-
hverjum andstæðinganna
tókst að gera jafntefli við
hann, að hann bauð viðkom-
andi til herbergis síns, og síð-
an ,var skákin rannsökuð alla
nóttina, til þess að reyna að
skýra svo furðulegt fyrirbæri.
Anaað stórmót var haldið í
Bled árið 1950. Þá sigraði Naj-
dorf með IOV2 vinning. Næst-
ur var Pilnik með 9 vinninga.
Það er venja hér um slóðir
að hafa hægt um sig eftir há-*-
degisverð, en vegna stórmóts-
ins, sem nú er í aðsigi, er hér
flest á ferð og flugi. Dag
hvern er sjónvarpað héðan, og
við Friðrik komumst ekki hjá
útvarpsviðtali. Loks neyða
blaðamenn okkur til að spá
um úrslit mótsins. Við fáum
sérstök eyðublöð og verðum
að gera svo vel að útfylla þau
með nöfnum keppenda í
þeirri röð, sem við teljum lík-
legast að þeir raði sér til
verðlauna. Efstu verðlaun eru
600.000 dinarar, þau áttundu
70.000. Eftir kvöldverð sitja
menn gjarna í dagstofunni og
hlusta á tónlist eða stíga dans.
Darga hefur nú bætzt í hóp
okkar ,svo Friðrik er orðinn
vel sveinaður. Við næsta borð
situr ýfirdómari mótsins, H.
Golombek, ásamt Smysloff,
Ragozin, sem er fararstjóri
rússnesku skákmannanna, og
ungri stúlku, sem er meistari
júgóslavneskra kvenna, okk-
ur kunn frá Portoroz og Mun-
chen. Ragozin býður stúlk-
unni upp í vals og svífur um
gólfið, rétt eins og hann hefði
yngzt um fjörutíu ár. Ingi og
Darga ætla að taka slag við
Golombek og Larsen, en sá
síðastnefndi er ennþá upptek-
inn við að svæfa undrabarnið,
hvort sem hann nú gerir það
með spænskum leik eða ein-
hverjum öðrum. Við Friðrik
förum út að anda fyrir svefn-
inn og mætum þá manni, sem
löngum ráfar frá austri til
vesturs. Er það kunningi okk-
ar Benkö. Við röbbum um erf
iðleika morgundagsins. Annar
á þá að kljást við Sovétmeist-
arann, hinn Júgóslavíumeist-
arann, en ekki verður feigum
forðað, eða ófeigum í hel kom
ið. Þegar við komum aftur inn
í forstofuna, situr myndarleg-
ur rauðhærður maður hjá
lyklaverði. Er það kunningi
minn frá Moskvu, 'V. Smysl-
off, sem nú er að bíða eftir
símtali. Hér í Júgóslavíu er
hann talinn sigurstrangleg-
astur í mótinu, enda vann
hann tvö síðustu áskorenda-
mót með yfirburðum, en
naumast mun Petrosjan gefa
honum mikið eftir í loka-
sprettinum. Svo fáum við okk
ur harðfisk og leggjumst til
svefns. Ekki veitir Friðriki af
hvíldinni áður en hann eldar
grátt silfur við manninn, sem
hlotið hefur viðurnefnið Tígr-
isdýrið og Hinn fullkomni
Cabablanca.
Freysteinn.
Framhald af 9. síðu.
fram haldið þar til þeir að
minnsta kosti kæmu knettin-
um einu sinni í netið. Á 56.
mínútu bætti unglingaliðið 6.
markinu við í þessum hluta
leiksins, sem nú-,var ekki leng-
ur orðinn hálfleikur. Það var
Hólmbert sem skoraði. Enn var
barizt af miklum móð, lands-
liðið sótti á af kappi ,en áhlaup
um þess var hrundið. Áhorfend-
ur voru farnir að tínast í burtu.
Einhverjir kölluðu hvort ekki
yrði gefið maíarhlé, engu slíku,
var sinnt, en barist áfram.
Loks á 65. mínútu leysti dóm-
arinn, sem var Gretar Norð-
fjörð, vandann, með því að
dæma vítaspyrnu á unglinga-
liðið. Hver af öðrum þeirra
gömlu véku sér undan vandan-
um að framkvæma hana, þar
til Lolli tók að sér spyrnuna.
Skoraði hann með öruggu skoti.
Knettinum var svo stillt á miðj-
una og leikur hafinn á ný, en
flautaður af þegar á efíir. Var*
þessum eftirminnilega leik,.sem
’staðið hafði yfir í 100 mínútur,
þar með lokið.
Það skal tekið fram að nokk-
ur breyting varð á skipan
beggja liðanna frá því upphaf-
lega var ætlað. Ríkharður Jóns-
son var t. d. ekki með þeinj
„gömlu“.
í hléinu milli hálfleiksins og
seinni hlutans, afhenti formað-
ur KSÍ, Björgvin Srhram, þatt-
takendum knattþrauta og leikja
Unglingadagsins í sumar, verð-
laun sín og heiðursmerki. EB,
. aaii•■■9pqp■
ttúseigendur.
önnumst aJiskonar vatn*-
og hitalagnlr.
H I T A L A G N l B
Símar 33712 — 35444.
FREYSTPNN skrifar frá BLED
g 15. sept, 1959 — Alþýðublaðið