Alþýðublaðið - 15.09.1959, Blaðsíða 12

Alþýðublaðið - 15.09.1959, Blaðsíða 12
▲ ÞESSI óvenjulega landslagsmynd var tekiri á 16-millimetra myndavél, sem kornið var fyrir í nefi Atlaseld- flaugar. Myndin er tekin úr rúmlega 1000 kílómetra hæð, þrisvar sinnum meiri hæð en myndir hafa áður verið teknar úr. Nær m.yndin yfir 3500 kíJó- metra svæði og sýnir jörðina eins og hún lítur út frá gervitungli. Hylkið, sem vélin var í féll í hafið 33 mínútum eftir að eldflauginni var skoðið á loft og náðist aftur 7500 kílómetra frá Canaveral, þaðan, sem henni var skot ið á loft. TINDTJÉINN er kallaður Le Grand Capucin, — stóri hettumunlcurinn, og er rauðleit granítblokk í Mont Blanc-klasanum á landamærum Frakklands og ftalíu. Hann er 3838 metrar, hengiflug á allar hendur. Lionel Terray, einhver frægasti fjall- göngumaður heimsins klifraði þarna upp í fylgd með kvikmyndamönnum nýlega. Hann var átta klukkustundir að komast síðustu 600 metrana. Það var ekki fyrr en 1951 að tókst að klífa Le Grand Capucin í fyrsta sinn. Lionel Terray er 38 ára að aldri og varð heims- frægur er hann kleif Anna purna í Himalya fyrir nokkrum árum en sigur- inn yfir þeim tindi var mikilsvirði fyrir John Hunt og leiðangur hans, sem sigraðist á Everest tveim árum síðar. Terray hefur síðan helgað sig björgunarstarfi í Ölpun- um og unnið frábær afrek á því sviði. Fyrir nokkr- um vikum lenti hann í snjóflóði í Ölpunum og féll ásamt félaga sínum, enskum scndiráðsstarfs- manni, í íssprungu í Frei- ney-skriðjöklinum. Ter- ray tókst að klifra upp en félagi hans lézt. AÐEINS 22 ÁRUM ELDRI EFTIR 45 ÁRA FÉRÐALAG UM GEIMÍNN I NÁINNI framtíð, þegar ferð ,ir út í geiminn fara að verða algengar, getur fólk verið á ferðalagi um geiminn í 45 ár, en þegar það kemur aftur til jarðarinnar hefur það elzt að- eins um 22 ár. Frá þessu er skýrt í læknisfræðitímaritinu Lancet. Greinarhöfundur seg- ir, að á geimöldinni gildi ekki venjuleg fæðingarvottorð. Það verði að setja á þau eftir hvert ferðalag út í geiminn, hve langan tíma ferðin tók, miðað við Greenwich meðal- tíma, og einnig hve langan tíma hún tók, miðað við geim- farið sjálft. Þetta er nauðsyn- legt til þess að ungt fólk fari ekki að heimta eftirlaun, af því að það sé orðið 65 ára. Höfundur byggir álit sitt á afstæðiskenningu Einsteins, sem m. a. heldur því fram, að ef tvær skeiðklukkur eru sett- ar af stað nákvæmlega á sama andartaki, önnur látin vera kyrr, en hin send af stað t. d. út í geiminn og til baka aftur, með miklum hraða, þá sýni sú klukka, er á ferðinni var, styttri tíma en hin, sem alltaf var kyrr. Ef geimskip flýgur með hraða, er svarar til sjö átt- undu hluta af hraða ljóssins, — en hraði ljóssins er um 300 þús. km. á sekúndu — notar klukkan um borð aðéins hálfa klukkustund á sama tíma og klukka á jörðinni mundi nota heila. Þessi tíma- reikningur gildir einnig um mannslíkamann. 40. árg. — Þriðjudagur 15. sept. 1959 — 197. tbl. vmwvwwmMUVMMvmtwwwwmwwiwmwwv vörn SVEITASTÚLKA á Italíu, sem drap unglingspilt, er gerði tilraun til þess að nauðga henni, hefur vald- ið því, að guðfræðingar hafa látið í ljósi álit sitt að drápi í sjálfsvörn. Deilurnar hófust þegar Jesúítinn Rotondi, sem hefur með höndum sjón- varpsþátt, sem heitir „Við leitum svar í sameiningu“, lagði fyrir hlustendur full- yrðinguna: Kona, sem ver skírlífi sitt hefur rétt til að drepa. Rotonda tók nýtt dæmi. Fyrir tveim vikum var hin 19 ára Alba Sbrighi á leið heim til sín af akri í sveita þorpi skammt frá Róm. Fimm drengir réðust á hana, einn 16 ára, þrír 15 ára og einn 14 ára. Alba var alein og hún greip til þess ráðs að stinga einn drenginn með sigðinni og lézt hann þegar. Hún var handtekin ásamt drengj- unum. ítalskt réttarfar er ákaflega svifaseint, en eft- ir nokkra daga var stúlk- unni sleppt úr haldi en piltarnir sitja enn inni. Rotonda gerði eftirfar- andi grein fyrir skoðun sinni á þessu máli: „Vald- beiting er alltaf gagnstæð kristilegri siðfræði. En konu er leýfil'egt að særa eða jafnvel drepa þann, sem ræðst á skírlííi henn- ar samkvæmt náttúrlegri siðfræði og kristilegri, en það er því miour ekki öll- um ljóst“. Vafalaust eru flestir samþykkir þessari skoðun hins vísa guðfræðings og vitað er, að kaþólska kirkj an telur ekkj synd að verja sig með einhverjum ráðum. En margir undrast að kaþólskur guðfræðing- ur og Jesúíti skuli vitna til náttúrlegs réttar óg kristilegrar siðfræði til að réttlæta manndráp. Mvtwwwvmwwtwww mwwwwwwwwwv Þar komst upp um strákinn Tuma LÖGREGLAN í Vín gerði upp tæka sígaretiukveikjara, sem Kínverjar sýndu á kaupstefnu þar í borg nýlega. Kom í ljós, að kveikjarar þessir voru ná- kvæm 'eftirlíking á austurrísk um kveikjurum, sem einka- leyfi var á. Fulltrúar austurrískra fram leiðenda uppgötvuðu þetta og kröfðust þegar í stað ránn- sóknar ár málinu. Hefur verið fyrirskipað að hefja skuli málsókn gegn þeim aðilum, er standa að kaupstefnunni. Þetta er ekki fyrsta dæmið um, hversu Austurlandaménn, einkum Kínverjar og Japanir, hirða lítt um einkaleyfi. * Wi;í.WVW*WWW

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.