Alþýðublaðið - 15.09.1959, Blaðsíða 10

Alþýðublaðið - 15.09.1959, Blaðsíða 10
Kveðja: Stefán Ðagfinnsson, skipstjóri í DAG verður til moldar borinn Stefán Dagfinnsson skipstjóri hjá Éimskipafélagi íslands, seinast skipstjóri á Dettifoss. Hann lézt á sjúkra- húsi í Kaupmannahöfn 31. ágúst síðastl. Stefán var fæddur hér í Reykjavík 10. júlí 1895. For- eldrar hans voru Dagfinnur Jónssön, fæddur í Mýrdal í Hnappadalssýslu og konu hans Halldóru Elíasdóttur frá Skutulseyri á Mýrum. For- eldrar hans fluttust til Reykja yíkur árið 1886. Stefán Dagfinnsson tók far- mannapróf frá Stýrimanna- skólanum í Reykjavík 1922. Hann byrjaði sinn sjó- mennskuferil um fermingar- aldur; fyrst á árabátum og svo eitthvað á skútum. Hann byrj- aði að sigla hjá Eimskipafélagi íslands 1920, þá sem háseti á strandferðaskipinu Sterling. Upp frá því vann hann sig upp hjá féiaginu, eins og venja er, fyrst þriðji stýri- maður svo annar og fyrsti. Fastur skipstjóri varð hann 1951, en hafði verið skipstjóri í afleysingum eitthvað á hverju ári frá því hann varð fastur fyrsti stýrimaður. Ég kynntist Stefáni fyrst 1920, þegar við vorum báðir hásetar á Sterling. S'vo skildu leiðir, en lágu svo saman öðru hvoru eftir að við vorum orðnir stýrirrtenn. í stríðinu vorum við saman á Goðafossi og 1948 á Tröllafossi, sem við vorum með að sækja til San Franciseo. Sjómannastarfið er oft heillandi og eftirsóknarvert fyrir unga menn; að fara út í heiminn og sjá sig um. En á höfum úti henda þó oft erfið tilfelli, þar sem þeir verða oft að berjast upp á líf og dauða við hin trylltu náttúru- öfl: fárviðri, holskeflur, ís, yfirísing, þokur og kulda. En þau él birta þó upp um síðir; það gerir logn og sléttan sjó. En þau ár, — það eru stríðs- árin, — þegar sjómenn urðu að sigla í skipalestum, var sí- felld þrekraun og taugastríð og margir báru þess aldrei bætur og sumir gáfust upp. Það voru sífelldar kafbátaá- rásir og sjómenn horfðu á skipin hverfa í djúpið hvert af öðru. í þokum og vondum veðr- um var sífelld ásiglingar- hætta, skipin urðu að halda sig svo þétt saman; í nokkra metra fjarlægð hvert frá öðru, fyrir framan, aftan og til beggja hliða, til að missa ekki sjónar á næsta skipi, því Stefán Dagfinnsson skipstjóri. dauðinn var vís, ef villzt var úr skipalestinni. — Það yrði löng röð, ef telja skildi alla þá, sem viðurkenningar ættu skilið fyrir framgöngu sína í þeim hildarleik. Stefán Dag- finnsson var á Goðafossi þeg- ar honum var sökkt 10. okt. 1944. Hann og fleiri lokuðust inni í borðsal yfirmanna, en komust út með því að fara inn á vélatoppinn og klifra upp og út um fágluggann. Hann fór að björgunarbátnum, sem hann átti að stjórna og sá að hann var brotinn. Við Stefán og fleiri, lentum á sama bj örgunarflekanum. Það var austan hvassviðri og sjór gekk " ‘J.' * ‘ '•> stöðugt yfir flekann. Stefáni varð mjög kalt, eins og fleir- um, en hann var lengi að ná sér, því hann var þá orðinn frekar heilsulinur maður, oft slæmur í lungum og fyrir brjósti, og versnaði með aldr- inum. Hann var skorlnn upp við magasári fyrir nokkrum árum og náði sér aldrei veru- lega eftir það. í síðustu ferðinni s6m hann var með Dettifoss, það var í júlí, veiktist hann um borð og var lagður hér í sjúkrahús mjög þjáður. Það var flogið með hann til Kaupmannahafn ar til uppskurðar, en þá var hann orðinn svo heltekinn, að uppskurður var ekki mögu- legur. Það má segja að Stefán hafi gert skyldu sína til hins síð- asta. Hann_var ágætur sjó- maður. Tók föstum tökum á þeirri vinnu um borð, sem hann átti að stjórna. Var ein- arður og harðskiptinn og ekki fyrirlátssamur ef á hlut hans var gert. Nepjunæðingur ó- mildrar veðráttu fer oft hörð- um höndum um sjómanninn, og eins og móti skap þeirra, sem byrja ungir til sjós og sem sagt alast upp á sjónum. Stefán var mannlegur og góð- ur félagi. Eftir fyrstu kynn- inguna urðum við brátt sam- sýmdir, vorum oftast saman á þeim tímum, sem við höfum aflögu frá skyldustarfinu. Hann var ræðinn og skemmti- legur, gat þó verið þurr og hlédrægur við þá, sem hann ekki kærði sig svo mikið um að blanda geði við. — Frá því við byrjuðum að sigla saman á ég margar góðar endur- minningar með honum sem félaga og vini. Vinir hans og samstarfs- menn vita, að lengi lifir mannorð, þótt maður deyi. Eym. Hiaukur Morthens |yngur með hljómsveit ^ha Elvars ^Matur framreiddur kl. W—ii. - Borðpantanir í sima 15327 átið okkur aðstoða yður við kaup og sölu bifreiðarinnar. Úrvalið er hjá okkur. ASsioð við Kalkofsveg og Laugaveg 92. Sími 15812 og 10650, PELS ljósir litir. Hattabúð Reykjavíkur Laugavegi 10. Nýkomnir mikið úrval. Hattabúð Reykjavikur Laugavegi 10. ■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■ PEYSLR mjög fallegt úrval, Hattabúð Reykjayikur Laugavegi 10. SÓL GRJBN CUDOCLER HRy Get útvegað öll heimspekirit Gunnars Dal: Rödd lndlands (um indverska heimspeki) ih. kr. 95,00 Þeir spáðu í stjörnurnar (12 heimspekingar Vesturlanda) ib. kr. 68,00 Sókrates (um gríska heimspeki) ih. kr. 85,00 Jónas Jónsson frá Hriflu: „Einu sinni átti fsland tvo dugandi og athafnasama heimspek- inga. Nú er heimspekingurinn ekki nema einn, Húnvetningurinn Gunnar Dal. Það ætti að vera venja á íslandi að mismuna greindum ungmennum með því að láta þau fá eitthvað heim- spekirit eftir Gunnar í jólagjöf.“ - I ritdómi um Sókrates segir Guðmundur Daníelsson rithöfundur: „Mikill fílósóf getur enginr. orðið nema hann sé og skáld gott. Þetta ætla ég að sannist allvel á Gunnari Dal. í ljóða- bók hans hinni síðari „Sfinxinum og hamingjunni“ er mikið af djúphugsuðum og fögrum skáld- skap, framandlegum og frumlegum, og hafa sumar myrtdir þessara ljóða orðið mér hugstæðari en annar skáldskapur yngri- ljóðskálda Þjóðarinnar. Sókrates er mjög vef rituð þók, þraut- hugsuð, ,,brilliant“. Kristmann Guðmundsson rithöfundur: „Bók Gunnars um Sókrates er rit í meistaraflokki; þar fer saman skáldleg víðsýni, vitrænn skilningur og vísindaleg þekking. Það þarf ekki mikla spádómsgáfu til þess að segja fyrir, að Gunnar Dal mún fyrr eða síðar verða heimskunnur á þessum vettvangi.“ Sendist hvert á land sem er gegn póstkröfu. Bjami Sveinsson, Pósthólf 1115, Reykjavík 10 15. sept. 1959 — Alþýðublaðið

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.