Alþýðublaðið - 17.09.1959, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 17.09.1959, Blaðsíða 4
££Bmmmœ> Útgetandi. AlþýSuflokkurinn. — Framkvæmdastjóri: Ingólfur Kristjánsson. — Ritstjórar: Benedikt Gröndal, Gssli J. Ástþórsson og Helgi Sæmundsson (áb.). — Fulltrúi ritstjómar: Sigvaidi Hjálmarsson. — Fréttastjóri: Björg- vin GuSmundsson. — Símar: 14 900 — 14 901 — 14 902 — 14 903. Auglýs- Ingasími 14 906. — ASsetur: AlþýSuhúsiS. — PrentsmiSja AlþýSublaSsins, Hverfisgata 8—10. Rauðu gleraugun ÞAÐ er athyglisvert að lesa frásagnir ís- lenzku blaðanna af heimsókn Krustjovs, forsætis ráðherra Sovétríkjanna, til Eisenhowers, forseta Bandaríkjanna. Þjóðviljinn segir til dæmis í stórri f orsíðuf yrirsögn: „Washington var á öðrum endanum við komu Krústjoffhjónanna í gær. — Rauði fáninn og stjörnufáninn hlöktu hlið við hlið og hundr- uð þúsunda þyrptust í kringum gestina“. Hinum blöðunum ber ekki saman við Þjóðvilj ann um þessi atriði. Alþýðublaðið segir í frásögn sinni: „Vakti það athygli að engir rússneskir fán- ar voru uppi í borginni. Engin fagnaðarlæti voru, en almenningur fylgdist vandlega með öllu, sem fram fór“. Morgunhlaðið segir: „Þögull mann- fjöldi mætti Krústjeff í Washington“. og Tím- inn segir: „Engir rauðir fánar við komu hans til Washington“. Það skyldi þó ekki vera, að Þjóðviljinn sjái þessa viðburði gegnum rauðu gleraugun sín? Blað ið tilgreinir ekki heimildir, en lýsir atburðunum án efa, eins og kommúnistar vildu að þeir yrðu. Þetta átti að verða upphafið að sigurför fyrir hinn sovézka forsætisráðherra. íslendingar taka undir með forsætisráðherra sínum, Emil Jónssyni, er hann sendi Krustjov í skeyti ósk um að fundur þeirra Einsenhowers verði árangursríkur og til góðs fyrir allar þjóðir heims. En við megum ekki horfa á þessa atburði gegnum rauð gleraugu. Rússar geta tryggt frið í heiminum, en ekki með fögrum orðum einum, tunglskotum eða þot- um. Þeir verða að sýna í verki friðarvilja sinn, sýna 'hann í Uingverjalandi, Laos og Tibet, svo að dæmi séu nefnd. Frjálsir menn um heim allan hafa svipað við horf til heimsóknar Krustjovs vestur um haf og hinn mikli mannfjöldi á götum Washington, sem fagnaði gesti sínum kurteislega, og fylgdist á þögl- an hátt með ferðum hans. Ef Krustjov og Eisen- hower geta fundið grundvöll raunhæfra friðar- vona, mun heimurinn fagna lengi og innilega. Fyrr ekki. En er viðhorf Þjóðviljans ekki lærdómsríkt? Hann sér þessa viðburði eingöngu gegnum hin rússarauðu gleraugu sín. Menn með slíka sýn verða aldrei til farsældar í frjálsu landi, Framfíðarsfarf. Ungur og reglusamur maður, sem hefur áhuga fyrir bókhaldi getur fengið framtíðarstarf hjá fyrirtæki í Reykjavík með víðtækt starfssvið. Upplýsingar um aldur og- fyrri störf, ásamt með- mælum, ef fyrir hendi eru, óskast send blaðínu fyrir miðvikudag 23. sept., merkt „Framtíð“. Tékknesk fónlisf í GÆRKVÖLDI kom hingað til bæjarins hópur ungra tón- listarmanna frá Tónlistarhá- skólanum í Prag, í heimsókn til Tónlistarskólans hér. Farar- stjóri er dr. V. Hubacek pró- fessor, en listamennirnir eru: Ludmilla Skorpilova, söngkona, Vaclav Koutny, söngmaður, Vaclav Kyzivat, klarinettuleik- ari, Petr Vánek, fiðluleikari, og píanóleikararnir Jana Svejno- chová og Miloslav Mikula. Þau munu halda hér tvenna tónleika fyrir styrktarfélaga Tónlistarfélagsins, í kvöld og annað kvöld í Austurbæjarbíói, en fara síðan í tónleikaför norð ur til Akureyrar, í Mývatns- sveit og því næst að Selfossi og til Keflavíkur. Á tónleikunum hér í Reykja- vík verður flutt tékknesk tón- Iist einvörðungu, verk eftir K. Vanhall, Smetana, Dvorák, Suk og Slavík. Héðan fara lista- mennimir til Lundúna og munu halda þar tónleika sem gestir tónlistarakademíunnar. Bretar hætti fjár- veitingu til SÞ LONDON. — The Daily Ex- press, hægri sinnað Lundúna- folað, hvatti Breta í dag til þess að hætta öllum frekari fjárveit ingum til þess að halda uppi starfsemi Sameinuðu þjóðanna. Þar segir, að samtökin séu á leið með að verða gjaldþrota. Ástæðan:, Kostnaður Samein uðu þjóðanna við öryggissveit- irnar, en Bretar hafa þegar veitt aukalega til þeirra 2 millj. punda. miiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiniwwiiiawtiriffiniinniiiiiiiiiiiiiiiiiHiiiiiiiiiiiiiiiiiiiniiiiiiiii Séra Sveinn Víkingur gegnir siörfum skéiastjóra Samvinnuskólans í veiur. SÚ BREYTING Verður á tilhögun Samvinnuskólans að Bifröst á komandi vetri, að séra Guðmundur Sveinsson, er Starfað hefur þar sem skólastjóri undanfarna fjóra vetur, — hverfur til Bretlands til framhaldsnáms vetrarlangt. Mun hann einkum dveljast í Oxford. Við störfum hans tekur séra Sveinn Víkingur. fyrrum biskupsritari. Guðmundur Sveinsson. Sveinn Víkingur. Ráðherrafundur Framhald af 1. síðu. og flytjast milli ríkja, en þessi samningur er til mikilla hags- bóta fyrir þá, sem flytjast milli atvinnuleysistrygginga hinna einstöku aðildarríkja. Ákveðið var að skipa nefnd- ir til þess að vinna að athugun einstakra vandamála í sam- starfi Norðurlanda á sviði fé- lagsmála, einkum varðandi framkvæmd áður gerðs sámn- ings um félagslegt öryggi. At- riði þau, sem hér um ræðir, verða einkum lífeyrisgreiðslur erlendis, biðtíma í sambandi við elli og örorkulífeyrisgrciðsl ur og meðlagsgreiðslur. Fundarmönnum var gefinn kostur á því að sjá ýmsar stofn anir, svo sem barnaheimili, drykkjumannahæli og elliheim ili. Næsti fundur verður haldinn í Finnlandi að tveim árum liðn Fundur Aiþýðuf!. Framhaid at 1. síðn. um framboðslista Alþýðuflokks ins í Reykjavík við í hönd far- andi alþingiskosningar. Hafa tillögur þessar þegar verið ræddar og afgireiddar í fulltrua ráði Alþýðuflokksins í Reykja- vík, en strax að loknum fundi Alþýðuflbkksfélaganna verður fundur í fulltrúaráðinu og fer þá fram síðari umtræða um list ana Þar og endánleg afgreiðsla. llllllllllllllllilllllllllllllllllllllllllllllllWlllllllllllllllllllllllllllli^ H a n n es á h o r n i n u ýV Skattamir og giftu konumar. ýV Mismunandi aSferðir niðurj öfnunamef nd- ar. ýý Hvers vegna gilda ekki sömu lög og reglur alls staðar? ýV Enn.nm verðlag og eftirlit. REYKJAVÍKURKONA skrif- ar: „Ég þakka þér pistlana þína. Þeir eru skrifaðir af sanngirni og réttsýni. Þeir eru okkur les- endunum oftast þörf hugvekja. Þú hefur undanfarið rætt mikið m skattamálin. í því sambandi langar mig til að minnast á atr- iði, sem Valborg Bentsdóttir, skrifstofustjóri, drap á í þætti sínum um daginn og veginn fyr- ir skömmu. EINS og kunnugt er, var sú breyting gerð á skattalögunum 1958, að giftri konu, sem vinnur • fyrir kaupi, er heimilt að telja 'fram til skatts sem sjálfstæður skattþegn, en telji hiónin fram sameiginlega, skulu 50% af tekj um konunnar skattfrjálsar. Ann- að gildir þó/um konur, sem vinna að atvinnurekstri með manni sínum. SVONA skildi ég, ólögfróð kona, þessi nýju lagaákvæði og svona munu þau hafa verið fram kvæmd alls staðar, hvað tekju- skattinn snertir. Hér í Reykja- vík eru tekjur slíkra hjóna lagð- ar saman við álagningu útsvars, en 50% af tekjum konunnar dregnar frá. Mér datt ekki ann- að í hug en að sama gilti um allt land. EN HVAÐ upplýsti útvarps- konan? Jú, að til væru niðurjöfn unarnefndir, sem sniðgengju þessi lagaákvæði, drægju ekki frá þessi 50%, sem lögin heimila og leyfðu konunni heldur ekki að telja fram sem sjálfstæður skattþegn. Ég hef spurzt fyrir um þetta og komizt að raun ura, að þetta er til. Niðurjöfnunar- nefndin skammtaði þann frá- drátt, sem henni þóknaðist, en lagði þessi nýju lög alls ekki til grundvallar við útsvarsálagn- ingu. , ER EINHVER glufa í þessurn nýju skattalögum, fyrst þetta leyfist? Ef svo er, verður tafar- laust að endurskoða þau og lag- færa. Það á alls ekki að geta komið til greina, að hægt sé að gera svona upp á milli fólks, eftir því, hvar^á landinu það býr, eða eftir duttlungum niðurjöfn- unarnefnda hví:rju sinni. Það hlýtur að vera skýlaus krafa fólksins, að sömu lög og megin- reglur gildi í þessum málum um allt land. Við berum ekki skatta- byrðarnar með of glöðu geði, þó að löggjafinn reyndi nú að búa svo um hnútana, að sömu ótví- ræðu lögin giltu um allt landið, lög sem ekki væri hægt að snið- ganga“. ÓÁNÆGÐUR skrifar: „Ferða- langur skrifar um okur á ýmsu í gististöðum úti á landi og nefn ir þar t. d. að mjólk sé seld þar á kr. 12.00 líterinn, en ég held að ferðalangur hefði átt að líta sér nær, — því víða á matsölu- stöðum í Reykjavík er Va líter mjólkur seldur á kr. 3.00, en lægsta verð sem ég hefirekist á á mjólk í matsöluhúsum í Rvík, er kr. 8.00 líterinn og sýnist það vera allgóð álagning á mat. ANNARS verður hvergi vart við að lækkun á kjöti hafi haft áhrif á verð í matsölustöðum höfuðborgarinnar. Verðlagseftir j litið virðist ekki vera til nema að nafninu til hvað það snertir. |Við, sem verðum, og eru það i mörg hundruð manns, að kaupa allan mat.í matsöluhúsum, höf- um því orðið fyrir tilfinnanlegrí kjaraskerðingu. Ég er nýkominrí Utan af landi og fannst mér verð þar í gististöðum síst verra en í höfuðborginni. Ýmsir hlutir sem framleiddir eruí Reykjavík eru dýrari þar, undir handarjaðri verðlagseftirlitsins en hægt er að fá þá, t. d. á Akureyri, ■—■ og má þar nefna ýmisskonar gos drykki og, öl“. Hannes á horninu. * 4 17. sept. 1959 — Alþýðublaðið'

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.