Alþýðublaðið - 19.09.1959, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 19.09.1959, Blaðsíða 4
Frá sælunni í Kína kommúnismans Útgefanfli: Alþýðuflokkurlnn. — Framkvæmdastjóri: Ingolfur Kristjánsson. — Ritstjórar: Benedikt Gröndai, Gísli J. Ástþórsson og Helgi Sæmundsson (&b.). — Fulltrúi ritstjómar: Sigvaldi Hjálmarsson. — Fréttastjóri: Björg- vin Guðmundsson. — Símar: 14 900 — 14 901 — 14 902 — 14 903. Auglýs- ingasími 14 906. — Aðsetur: Alþýðuhúsið. — Prentsmiðja Alþýðublaðsins, Hverfisgata 8—10. Tvíþœtt viðhorí ÍSLENDINGAR gera sér ljóst, að viðhorf þeirra til varnarliðsins á Keflavíkurvelli eru tví- þætt. Annars vegar er ákvörðunin um það, hvort hafa skuli hervarnir á þessu landi eða ekki. Sé það talið nauðsyelegt, kemur til kastanna síðari þátt- urinn, sambúð við vam'arliðið og vandamál, sem stafa af dvöl þess í landinu. Rétt er að hafa í huga, að hin hvimleiðu og sennilega óþörfu atvik, sem hvað eftir annað hafa gerzt á Keflavíkurflugvelli eða í sambandi við varnarliðsmenn, eiga heima í seinni flokknum. Þær forsendur, sem eru fyrir ákvörðun yf- irgnæfandi meirihluta íslenzku þjóðarinnar um að eklti verði komizt hjá hervörnum, eins og á- stand er í heiminum, hafa í engu breytzt. Atburð irnir í Tíbet og Laos hafa — bótt fjarlægi.r séu — gert nauðsyn þess meiri en áður. Hins vegar bíður þjóðin með nokurri eftirvæntingu úrslita af viðræðum þeirra Eisenhowers og Krustjovs, í þeirri von að þar takizt að stíga raunhæft skref til að tryggja friðinn. Slíkur árangur mundi benda til þess, að þróunin væri nú loks í þá átt, að í framtíðinni takist að tryggja heimsfriðinn svo, að smáríki eins og fsland þurfi ekki her- varnir. Þjóðviljinn reynir að sjálfsögðu að nota sam- búðarerfiðleika til að rugla landsfólkið og hafa á- hrif á það, hvort varnarliðið er eða fer. Þetta er gert með hótunum: Ef til stríðs kemur munu Rúss ar kasta sprengjum á Ísland vegna varnarliðsins. Slíkt höfum við heyrt áður. Það breytir ekki þeirri staðreynd, að varnarlaust landið mundi verða blóð- ugur vígvöllur, ef menn vilja út á þann hála ís að segja fyrir um, hvað kann að gerast í nýrri styrj- öld — sem guð forði mannkyninu frá. Kjarni þessa máls er sá, að íslendingar eru frjáls lýðræðisþjóð, sem hefur skipað sér í sveit frjálsra þjóða. Með varnarsamtökum þessara þióða hefir skapazt það mótvægi við vopnastyrk Sovét ríkjanna, að friður hefur haldizt í áratug og mun vonandi haldast. Þáttur íslendinga í þessu er lít- ill —en hefur þó nokkra þýðingu. Stundum er hið eina, sem dugir gegn eitri — móteitur. Nú er svo komið, að vopn á móti vopn- um — jafnvægi í vígbúnaði — er eina leiðin til að tryggja frið, og næsta friðarskrefið hlýtur að verða jöfn afvopnun. En á þessu stigi eru vopnin friðar- lyf óttaslegins mannkyns. Það þýðir ekki í spýta þessu út úr sér, þótt það sé bragðvont. Það verður lagt á hilluna strax og sjúkleiki ófriðarhættunn- ar er úr sögunni — og friður er rækilega tryggð- ur fyrir kynslóðir. Kjöf' §| sláfuríláf nýkomin í ýmsum stærðum. SÍS - Afurðasalan Símar 32678 — 17080 rr Margar konur hæfla en bær ala barm Hong Kong, 14. september. 1. OKTÓBER í haust verða liðin 10 ár frá því að Komm- únistar náðu völdum í Kína. Þann dag verður þjóðin hvött til aukinna átaka í fram- leiðslu, sem sýni yfirburði hins kommúnistiska skipu- lags. En blöð og útvarp í Kína játa að almenningur hafi furðu lítinn áhuga á stefnu og markmiðum kommúnista. — Málgögn flokksins viðurkenna að á Þessum tíu ára valdatima kommúnista hafi mistekizt að vinna bug á skorti á ýms- um brýnustu nauðsynjum fólksins. . Helztu vandamál Peking,- stjórnarinnar virðast vera and staða bænda gegn kommúnu- kerfinu. 3. september var til- kynnt í Kanton, að allmargir bændur hefðu verið líflátnir í Kvang Tung fylki og aðrir fangelsaðir, sakaðir um að hafa reynt að skaða kommúnu kerfið. Blöð í Kanton ræða einnig um, að almenningur taki kommúnunum fálega og telji bændur að þeir hafi ver- 'ið sviptir eignum sínum. og neyddir til þess að taka þátt í starfi kommúnanna, sem reknar séu með heraga. Blað eitt í Kanton lýsir ástandinu í einni kommúnunni þannig: „Áhugi meðlimanna á starf inu hefur ekki þróast nægjan- lega. Bændur, sem áður hirtu um þrjár kýr telja nú of mikið að sjá um eina, margar konur hætta vinnu löngu áður en kemur að því að þær ali barn. í kommúnunni e/’u að jafn- aði 2000 manns fjarstaddir frá vinnu á degi hverjum. Með- limir telja að þeir séu aðeins að vinna fyrir ríkisstjórnina og kvarta yfr lágum launum, yfirgefa starf sitt og sýna önnur óheillamerki. í annarri kommúnu eru oft átta af hundraði meðiimanna fjarverandi án leyfis. Fóstr- urnar á barnaheimiiunum rr sýna börnum ættingja sinna meiri umhirðu en öðrum börn um með þem afleiðingum. að mörg börn veiktust af van- hirðu“. Víðar í Kína hafa flokksblöð in upplýst að almenningur sé fjandsamlegur kommúnunum. 1 blaði flokksins í Shensi er nýlega skýrt frá því, að marg ir, einkum úr hópi verka- manna séu andvígir kommún- ismanum og sérstaklega kommúnukerfinu. Bændur eru óánægðir með það og segja, að úr því allt sé nú sameiginlegt, þá geti þeir lát- ið sem svo, að þeir haf eytt öllu sínu fé í fjárhættusp!i.“ Margir bændur hafa farið út á þá braut að selja innan- stokksmuni sína og aðrir hafa eyðilagt uppskeru til að iáta óánægju sína í ljós. Blaðið viðurkennir, að þetta tíu ára tímabil komm- únistísks „alþýðulýðveldis“ hafi ekki heppnazt fullkom- lega. „Enn eru margir, sem sýna fyrirskipunum aö ofan megnustu fyrirlitningu og trúa ekki á foiustuhiutverk flokksins.“ Hannes á h o r n i n u ýV Almenningur kemst að niðurstöðu í vandamáli En stjórnmálaflokkarn ir tala um skötuna, sem rak á Þyrli. ýV Tvö dæmi enn um skatta og útsvarsmál. ENN I DAG verð ég að gera skatta- og útsvarsmálin að um- talsefni. Fólk talar ekki um ann- aff og hugsar ekki um annað. Ástæðan er sú, að nú hefur al- gjörlega keyrt um þverbak í þess um efnum. Þetta eiga stjórn- málaflokkarnir að vita og snúa sér strax að því að finna viðun- andi lausn á vandanum. En það bólar ekki á því. í stað þess deila stærstu fiokkarnir tveir um „skítinn í kirkjunni og sköt- una, sem rak á Þyrli.“ TIL HVERS halda stjórnmála flokkarnir að þeir séu? Halda forystumenn þeirra, að flokkarn ir séu til þess eins að halda uppi smáskítlegum nábúrakrit? Ann- að er að minnsta kosti alls ekki sjáanlegt. Menn geta til dæmis flett í gegnum Morgunblaðið og Tímann síðustu vikurnar til þess að komast að raun um þetta. — Þe.tta gerist á sama tíma sem al- menningur hefur sannfærst um það, að skatta- og útsvarskeríið er orðið gjörsamlega úrelt og þar með óhæft. VERKAMAÐUR í Keflavík skrifar: „Þegar ég var að lesa í dálkum þínum um skattana, ■— datt mér í hug að skrifa þér þess ar línur: Það hefur mikið verið ritað og rætt nú að undanförnu um aflahlut hásetanna á Víði II. úr Garði og margur áreið- anlega litið öfundaraugum til þeirra að minnsta kosti í hug- anum. En, ef við förum að at- huga þetta, vaknar spurningin hvort þessir ménn hafi nokkuð gott af þessari þenslu sinni eins og maður gæti haldið. MAÐUR, sem er á bátnum allt 1 árið. Hvað kemst hann hátt? — Vetrarvertíðin gerði eftir því sem mér hefur verið sagt 60.000 krónur. Við skulum gera ráð fyrir að síldin í sumar verði í hlut kr. 100.000.00, og gera ráð fyrir á reknetum í haust kr. 20. 000.00, Árshlutur yrði þá 180. 000.00 kr. Hvað geta nú skattarn ir orðið af svona híru, við skul- um segja hjá giftum manni m.eð 2 börn? ÞETTA er sannarlega að verða alvarlegt mál með skattana. Eí einhver maður skarar framúr fjöldanum með dugnað að bjarga sér, þá er honum bók- staflega refsað fyrir það. Hér í Keflavík eru víst einhver hæstu útsvör á landinu. Þeir leggja 10% á framyfir útsvars- stigann og verkamenn hér eru með svo svimandi háar tölur að embættismennirnir í Reykjavík sumir hverjir mættu roðna við að hugsa til þeirra, enda er margur verkamaðurinn hér, nið- urbrotinn af þessari ástæðu. En engum stjórnmálaflokki dettur í hug að lagfæra þetta á alþingi“. SVIPDAGUR skrifar: „Marg- ir sækjast eftir að komast í spjall við þig um skattana, Hann es minn. Það ér mál fyrir sig, hvað skattakerfið er orðið úrelt og skattarnir ranglátir í mörg- um tilfellum, og þröskuldur í vegi allrar viðleitni til sjálfs- bjargar og heilbrigðra atvinnu- hátta. HITT er litlu sem engu betra — ef fikki verra — hverjum spjöllum þeir valdi í siðafari þjóðar og þjóðlífs. Það má t. d. kalast siðlaust að krefja beinna skatta af launum, sem ekki ná þurftalaunum einföldustu lífs- þarfa. Eins má það kallast sið- laust, að krefja skatt af tap- rekstri, eða að lögþvinga óvið- komandi menn eða aðila til að greiða skatta sem lagðir eru á aðra, þeim óviðkomandi. ÞEGAR löggjöf og stjórnar- völd beit,a svona ósiðmætum að- ferðum við' þjóðfélagsþegnana er engin furða þó að það kalli fram siðferðisbrellur á-móti hjá þegnunum, þótt það verði auð- vitað ekki til að bæta siðafarið. En það er bergmál af stjórnar- háttunum •—■ „kveður við kaili“. Hannes á horninu. endatéileiar SEX NEMENDUR frá Tón- listarháskólanum í Prag héldu í fyrrakvöld tónleika á vegum Tónlistarfél. í Austurbæjar- bíói, vafalaust einhverja beztu nemendahljómleika, sem bér hafa hevrzt. Frammis^aða hins unga fólks var vfirleitt mjög góð og hér er ekki rúm til að telja það allt upp, en þó verður ekki hjá því komizt að minnast á fiðluleikarann Petr 'Vanek, sem þrátt fyrir ungan aldur hefur náð afarfallegum tón og mikilli tækni. Er ekki að efa, að hann á mikla framtíð fyrir sér. Þá ber einnig að minnast á Jönu Svejnchovu, sem lék undir með söngvurum og hljóð- færaleikurum af hinni mestu prýði. Söngvarar, píanóleikari og klarinettuleikari stóðu sig einnig ágætlega. Þetta var á- nægjuleg kvöldstund. G.G. 4 19. sept. 1959 — Alþýðublaðið

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.