Alþýðublaðið - 19.09.1959, Blaðsíða 9

Alþýðublaðið - 19.09.1959, Blaðsíða 9
( ÍÞrétfir ) Verður Velbjörn fyrsii 70 m. kasíari ver! EINS og skýrt var frá í blað- inu í gapr kastaði Valbjcirn Þor- láksson spjóti rúma 70 metra á móti í Svíþjóð um síðustu helgi, en spjótið kom flatt nið- ur og kastið var dæmt ógilt, — Þetta afrek vekur samt mikla athygli Ogr bendir tij þess, að ísland eignist bráðlega 70 m. kastara. Valbjörn náði 61,24 m. í gildu kasti, sem er hans bezta og bezti árangvir íslend- ings í ár. Hörður Haraldsson keppti í 400 m. og hljóp á 48,6 sek., sem einnig er hans bezti tími og langbezti tími Islendings í sum- ar. Næsta mótið sem Hörður og Valbjörn kepptu á var í Vaxjö og þar voru einnig Pólverjar og Englendingar auk Svíanna. Hörður sigraði í 400 m. hlaupi með miklum yfirburðum, 49,2 sek., á slæmri braut. Annar varð Wiesner, Póllandi, 50,0, þriðji Robinson, Englandi, 50,4 og í fjórða sæti Svíinn Mörk á 52,2 sek. Valbjörn sigraði með mikl- um yfirburðum í stangarstökki, stökk 4,30 m. Kreezinski, Pól- landi, 4,10 m. Lundberg, Sví- þjóð, 4,00, Wejman, Póllandi, 3,80 m., Downhill, Englandi, 3,75 m. Valbjörn var ekki eins upplagður .í spjótkastinu nú eins og í Hagfors, hann varð fimmti með 58,29 b. Sidlo sigr- aði, hann kastaði 78,73 m. Sidlo skapaði sér miklar ó- vinsældir á mótinu í Hagfors á sunnudaginn. Hann var með eitthvert forláta spjót, sem sænski methafinn Knut Fred- riksson ætlaði að fá lánað, en Pólverjinn hristi höfuðið. Sam- kvæmt alþjóðareglum er kepp- endum heimilt að nota sín eig- in kasttæki, en þá mega aðrir keppendur einn-ig nota Þau. — Fredriksson kunni þessu illa og yfirdómari mótsins kom með al þjóðareglurnar til Sidlo. Hann sagðist þá hætta að kasta sínu spjóti og lét ógilda þau köst, sem hann hafði náð með því og notaði sömu spjót og aðrir og náði lengsta kasti keppninnar með þeim, eða rúmlega 80 m. Guðlaug Kristinsdóttir, FH. iþrótíir erlendis SVÍINN Waern sigraði Val- entin í 1500 m hlaupi á móti í Stokkhólmi. Tímarnir: 3:44,2 gegn 3:45,3. Waern er nú tví- mælalaust bezti 1500 m hlaup- ari heimsins. ★ SAAR sigraði Luxemburg í frjálsíþróttum með ,95 stigum gegn 70. Bezta afrek keppninn- ar var 10,7 í 100 m hjá Burg, Saar. ★ ITKINA, Rússlandi, hefur sett heimsmet í 400 m hlaupi kvenna, 53,4 sek. og 440 yds 53,7 sek * KAMERBEEK hefur . enn einu sinni bætt hollenzka met- ið í tugþraut, hann náði 7103 stigum, en gamla metið, sem hann átti sjálfur, var 6985 st. EINS og skýirt var frá á síðunni nýlega, keppti meistaraflokkur ÍR í körfuknattleik nokkrum- sinnum í Austur-Þýzka- landi og einu sinni í Kaup mannahöfn í ágústmán- uði. Þessar myndir eru teknar í förinni. Sú efri er áf nokkrum Ieikmönn- um að afstöðnu fyvsta mótinu, en þá léku IR- ingarnii^ við landslið Finna og A-Þjóðverja og rússneskt lið. Hin myndin er tekin í Ieik IR og DHfK, en það er liðið, sem hingað kom sl. haust og bauð ÍR svo út. Þessi' leikur var jafn og skemmtilegur, en lauk með naumum sigri Þjóð- verjanna 77 stig gegn 73. Ljósm. Guðm. Þórarinss. Á MIÐVIKUDAG og fimmtu dag var í fyrsta sinn háð fimmt í arþraut kvenna hér á landi og voru keppendur finim, Guð- laug Kristinsdóttir, FH, Rann- veig Laxdal, Svala Hólm, Mjöll Hólm og Helena Óskarsdóttir allar úr ÍR. Keppni þessit var hin skemmtilegasta og árangur á- gætur, eiginlega ótrúlega góð- ur hjá GuðlaUgu og Rannveigu, þegar tekið er tillit til þess, að Þær hafa lítið eða ekkert æft frjálsíþrúttir til þessa. Guðlaug sigraði í keppninni og árangur hennar, 3034 stig er að sjálfsögðu nýtt íslenzkt met. Afrek hennar í einstökum grein um voru: — kúluvarp: 10,21 m., hástökk: 1,36 m., (bezti árang- ur í ár), 200 m.: 28,8 sek., 80 m grind: 15,9 sek. (bezti árang- ur í ár) og langstökk: 4,14 m. Önnur í keppninni varð Rann veig Laxdal með 2657 stig, en árangur hennar var: 7,36 m. — 1,31 m. — 28,7 (bezti árangur í ár) — 17,5 og 4,22 m. Mjöll Hólm varð þriðja með 1827 stig: — 5,64 — 1,21 — 34,0 — 17,1 — 3,33. Svala Hólm hlaut 990 stig og Helena Ósk- arsdóttir 836. Þess ber að geta að Svala og Helena siepptu giindahlaupinu. Það er langt síðan verið hef- ur eins mikið líf í frjálsíþrótt- um kvenna og nú í sumar og er það ánægjulegt. íslenzkar stúlkur geta áreiðanlega náð eins langt í þessari íþróttagrein og karlmennirnir, en þá þurfa þær auðvitað að æfa. :• T ■ » Rómaborg UM AÐRA helgi í okt. verð- ur háð alÞjóðlegt frjálsíþrótta- mót í Rómaborg og þangað fara m. a. 8 Svíar þeir Stig Petter- son, Richard Dahl, Trollsas, Uddebom, Sten Erieksson, Sten Jonsson og Dan Waern. . 13.47,6 mín. 1 í 5000 m. Á ALÞJÓÐLEGU móti í Ábo hljóp Bretinn Eldon 5000 m. á 13:47,6 mín., sem er ágæt- ur tími og bezti tími Eldons á vegalengdinni. Finnin Vuori- salo keppti einnig en hætti eft- ir 2,8 km. DáNSLEIKUR íkvöldkl. 9. Hin vinsæla hljómsveit I FIILLU FJ0RI © ásamt söngvurunum © ^ SIGURÐI JOHNNIE © og © Díönu Magnúsdóttur A ^ skemmta. £ ☆ 1 © ® AÐGÖNGUMIÐAR i ® kl. 4^6 og eftir kl. 8. — Sími • 1-31-91. • ' ☆ | © Tryggið yður miða tímanlega. © | I Ð N Ó ©©©©©•©©©©©©©©•©©•©©©| Alþýðublaðið — 19. sept. 1959 ^

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.