Alþýðublaðið - 19.09.1959, Blaðsíða 12
ALÞÝÐUFLOKKURINN beitir s ér fyrir því, að skattaskerfið verði tek-
ið til rækilegrar athugunar, og hér íe r á eftir þingskjal með tillögu hans um
afnám tekjuskatts frá síðasta þingi:
40. árg. — Laugardagur 19. sept. 1959 — 201. tbl.
278. Tillaga til þingsályktunar
[141. mál]
Sþ.
um afnám tekjuskatts.
Flm.: Emil Jónsson, Benedikt Gröndal, Pétur Péturssón, Eggert Þorsteinsson, Friðjón
Skarphéðinsson, Áki Jakobsson, Gunnlaugur Þórðarson.
Alþingi ályktar að fela ríkisstjórninni að kanna gaumgæfilega möguleika á, að
tekjuskattur verði afnuminn með öllu, svo og að innheimta önnur opinber gjöld af
launum, jafnóðum og þau eru greidd.
GREINARGERÐ.
Flokksstjórnarfjindur Alþýðuflokksins, sem haldinn var í Reykjavík 15. og 16. febr.
s. 1., gerði m. a. svofellda ályktun:
„Flokksstjórnin telur, að stefna beri að breytingum á skattakerfi landsins í þá átt
að gera það einfaldara og meira í samræmi v’ð réttarmeðvitund þjóðarinnar. Flokkurinn
hvetur ríkisstjórnina til að kanna gaumgæf'lega möguleika á, að tekjuskattur verði af-
numinn með öllu, og beita sér fyrir því, að önnur opinber gjöld verði innheimt af laun-
um jafnóðum og þau eru greidd“.
Þessi samþykkt markar stefnubreytingu h’á Alþýðuflokknum í skattamálum. Fyrr á
árum lagði flokkurinn höfuðáherzlu á stigh^kkandi tekjuskatt, þar sem slíkur skattur
var nær eina leiðin til að leggja byrðar þjóðfélagsins á hina tekjuhærri og efnaðri borg-
ara og jafna tekjuskiptinguna. Nú eru þessi viðhorf gerbreytt. Komið er tjl sögunnar
umfangsmikið tryggingakerfi, sjúkrasamlög, atvinnuleysistryggingar, lífeyrissjóðir, niður-
greiðsla á ýmsum nauðsyrijavörúm, öflug og viðurkennd verkalýðshreyfing og fleira,
sem stuðlar að þeirri réttlátu tekjudreifingu og þeirri tryggingu efnahagslegs öryggis,
sem frá öndverðu hefur verið ein meginhugyjón Alþýðuflokksins.
Þýðing tekjuskattsins er og gerbreytt. Ham er orðinn lítill hluti ríkisteknanna, en
mikill meiri hluti þeirra eru óbeinir skattar. Atvinnuvegir landsmanna eru orðnir svo
fjölbreyltir og tekjustofnar einstaklinga svo margbreytilegir, að það er ýmsum atvik-
um háð, hvaða tekjur eru gefnar upp til skitts og hverjar eru það ekki. Þannig hefur
skapazt í þjóðfélaginu verulegt misrétti, sem er fastlaunafólki í óhag. Stafar þetta af
þeirri staðreynd, að mikill hluti skattgreiðenda hikar ekki við að telja rangt fram, og
sýnir það bezt, að skatturinn er ekki í sam’æmi við réttarmeðvitund þjóðarinnar. A£
þessum sökum væri það veruleg bót að los ia við hann.
Þá er hins að geta, að neyzla landsmanm og lifnaðarhættir eru þannig, að tvímæla-
laust má leggja óbeina skatta á vörur og við -.kipti þannig, að réttlátlega komi niður á
þegnana eftir efnum og ástæðum. Þeir, sem rnest leyfa sér og ríkulegast lifa, hljóta að
greiða mest í slíkum sköttum. Er þess og að minnast, að innheimta óbeinna skatta er
stórum ódýrari fyrir ríkið en innheimta búnna skatta.
Alþýðuflokkurimi væntir þess að þessi b'-eyting á skattheimtu ríkisins reynist fram-
kvæmanleg og verði fyrsta skrefið í áttin? til þess, að beinir skattar verði afnumdir
með öllu.
Seinni hluti tillögunnar, um að þeir beinu skattar, sem lagðir eru á á hverium tíma,
verði innheimtir jafnóðum og laun eru grerdd, er gamalt mál, sem Alþýðuflokkurinn og
ýmsir aðrir hafa hreyft. Þarf ekki frekari r ikstuðning fyrir þeim lið, enda röksemdir í
málinu alkunnar.
IVWWWWWWVWWWWWMWWWWWMWWWWMMWWWW
maim!
BREZKUM vísindamanni
hefur að eigin sögn, tek-
izt að gera úr garði svo
þunna aluminíum þynnu,
að unnt er að nota hana
í klæðnað. Þettá kvað
vera líklegt til að gera
lukku í kjóla á fínar frúr.
Og eru þær þá í skínandi
klæðum, eins og englarn-
ir kváðu vera.
Slík kjólefni er unnt að
framleiða fyrir lítið fé og
þannig, að það sé auðvelt
meðferðar fyrir klæðsker-
ana. Og svo er líka hægt
að gera úr þessu karl-
mannafataefni.
Þetta efni hefur ýmsa
góða eiginleika. Sé glans-
hliðinni snúið inn heldur
það hitanum að líkaman-
um, og þannig er flíkin
notuð að vetrinum. Sé
henni aftur á móti snúið
út, heldur hún hitanum
frá líkamanum og þannig
Framhald á 10. síðu.
Hattur af
nyjustu
tízku
HÚN er ung og lífsglöð
— og vinnur í skólagörð-
unum. Og þar hefur orðið
til ný hattatízka. Sú tízka
sést hér á myndinni, risa-
vaxið kálblað. Hún og
stallsystur hennar í skóla-
görðunum hafa fundið upp
þessa tízku, og eiga frægð
skilið fyrir, ekki síður en
aðrar hattatízkudömur,
sem fyrirskipa af undra-
verðum frumleik og snilli
hvers konar hrófatildur
ber að setja á höfuð
kvenna.
iiiiiiii,iiiHiiiiiiiiiiiiiiiiM||iiiitiiiiiiiiiiiiiiiiiiiuiniiiiiiiicmiiumiiiiiiiui:iiiiiiMtniiimiiiiiiiiiuiiiiiiiiii"iiiiiiiiiii:
Washington, (UPI).
ALDREI hefur mannfjölg-
un orðið jafn ör í sögu mann-
kynsins eins og á 20. öldinni.
Frá 1900 hefur fólki fjölgað
úr 1700 milljónum í 3000 mill
jónum ir árið 1950. Eru þessar
upplýsingar úr skýrslu stofn-
unar í Bandaríkjunum. seni
safnar upplýsingum um mann
fjölda í heiminum, og auk þess
ýmis hagfræðileg og þjóðfé-
lagsleg atriði.
Frá 1900 hefur mannfjöldi
í Bandaríkjunum tvöfaldast
og frá 1956 hefur fólki fjölg-
að þar um 2,6 miljónir. Með
sama áframhalai verða Banda
ríkjamenn orðnir 350 milljón-
áiið 2000. Cooks, formaður
fyrrgreindrar stofnunar segir
að ef ekki verði fundin ein-
hver leið til að draga úr fólks-
fjölgun ihluni börn framtíðar-
innar eiga við að stríða erfið-
ari vandamál en þekkzt hafa.
Hingað til hefur fólksfjöigun
orðið mest í þeim löndum, sem
auðugust eru af matvælum og
menntunarástand framarlega.
En nú er svo komið að mann-
fjölgun er örust í vanþróuð-
um löndum en helmingur
mankynsins lifir við sult og
seyru en samt lækkar dánar-
talan í þessum löndum að
miklum mun á ári hverju o#J
fæðingum fjölgar.
Mannfjölgun er örust í S.-
Ameríku, dánartalan hefur
lækkar þ^r víða um 40—50
prósent en það veldur áhyggj-
um, að námur óg auðiindir
eru víða að þrotum komnar í
þessu svæði og verður að fijnna
einhver ráð til þess að sjá í-
búunum fyrir lífsviðurværi.
Kanada er allra ianda bezt
sett varðandi auðlindir í hlut-
falli við íbúatölu. Innflytj-
endur, lág dánartala og há
fæðingartala valda mjög örri
fólksfjölgun þar, en þrátt fyr-
ir það er langt í land þar til
auðlindir landsins vérða á
þrotum.
Örlög Indlands eru bundin
frjósemi þjóðarinnar. Ef fólks
fjölgun verður þar jafn ör og
hingað til blasir ekkért þar
við nema efnahagslegt öng-
þveiti.
Damflokk-
ur hinna
tírœðu
LONDON, (UPI). — Dans-
flokkur hinna tíræðu er
ennþá í fullu fiöri í Abk-
hazia, en þó segir elzti
meðlimurinn, sem er 111
ára, að hann sé ekki eins
liðugur og þegar hann var
aðeins hundrað ára. Ef
trúa má Moskvu-útvarp-
inu, þá hefur þessi dans-
flokkur — yngsti meðlim-
ur hans er sjötugur og níu
eru rúmlega aldar gamlir,
— á skemmtiskránni 12
þjóðdansa frá Abkhazia og
60 þjóðlög. Abkhazia er í
Georgíu. Moskvu-útvarp-
ið bætir því við, að þessi
dansflokkur sýni bezt hví-
líka Sovétskipulagið hafi
í för með sér, — en þeir
urðu gamlir í Georgíu áð-
ur en byltingin flæddi yf-
ir Rússland og nærliggj-
andi svæði.