Alþýðublaðið - 20.09.1959, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 20.09.1959, Blaðsíða 4
ÚtgefanGi. AlþýSuflokkurtnn. — Framkvæmdastjóri: Ingólfur Krlstjánsson. — Hitstjórar: Benedikt Gröndal, Gísli J. Ástþórsson og Helgi Sæmundsson (áb.). — Fulltrúi ritstjómar: Sigvaldi Hjálmarsson. — Fréttastjóri: Björg- ▼in Guðmundsson. — Símar: 14 900 — 14 901 — 14 902 — 14 903. Auglýs- Ingasími 14 906. — Aösetör: Alþýðuhúsið. — Prentsmiðja Alþýðublaðsins, Hverfisgata 8—10. Viðnám gegn verðhólgu Ríkisstjórn íslands, skipuð fjórum Alþýðu- flokksmönnum, hefur stigið örlagaríkt skref m.eð útgáfu bráðabirgðalaga um óbreytt verðlag land- búnaðarafurða. Þetta skref var ekki stigið án al- varlegrar íhugunar — íhugunar um hag og farsæld þjóðarinnar. Sagan að baki þessum bráðabirgða- lögum er í stórum dráttum þessi: Þegar leiðtogum stóru flokkanna hafði mis- tekizt að tryggja landinu starfhæfa ríkisstjórn, tók Alþýðuflokkurinn að sér á jólaföstu að mynda minnihlutastjórn. Hún hafði það markmið að stöðva dýrtíðarflóðið, koma á kjördæmabreytingu og leiða þjóðina til kosninga. Tilgangur kosning- anna var að sjálfsögðu að finna stjórn til að taka við af bráðabirgðastj órn Alþýðuflokksins. Þessi bráðabirgðastj órn fékk áhugamálum sínum framgengt með stuðningi allra hinna flokk- anna. Greiðsluhallalaus fjárlög voru afgreidd með fulltingi Sjálfstæðisflokksins. Niðurfærslan varð því aðeins að lögum, að Framsókn tryggði hlut- leysi sitt. Kj ördæmabreytingin komst því aðeins fram, að kommúnistar veittu þar stuðning. Kjördæmahreytingin er [raunveruleiki og bíður dóms reynslunnar. Stöðvun dýrtíðarinnar hefur tekizt blessunarlega síðan í febrúar, þjóð- inni til ómetanlegs hags. En sá ávinningur er ekki varanlegur. Hættur dýrtíðarinnar lifna við eins og rotaðar flugur og byrja innan skamms að suða kringum dasað höfuð þjóðarinnar. Svo hefur farið, að bráðabirgðastjórnin sit- ur enn, því hinir stærri flokkar reyndust eftir vor- kosningarnar enn óhæfir til að tryggja þjóðinni starfhæft ráðuneyti — og Alþýðuflokkurinn varð að halda bráðabirgðastjórn sinni áfram. Kjarninn í stefnu þessarar stjórnar var og er viðnám gegn dýrtíðinni — að tryggja stöðvun verðbólgu unz þjóðinni hafði tekizt að tryggja sér starfhæfa meirihlutastjórn. Það var og er höfuð- tilgangur Alþýðuflokksstj órnaiýnnar,, Undir for- ustu Emils Jónssonar, að skila af sér órofinni varnarlínu í haráttunni gegn verðbólgunni — svo að starfhæfur meirihluti geti tekið við hreinu horði og gert sínar ráðstafanir. Færa má ýms rök að því, að bændur hafi verið afskiptir við ráðstafanir stjórnarinnar í vor. Það má einnig færa rök að því, að ýmsar aðrar stéttir þjóðfélagsins hafi þá fært fórnir. Nálega hver stétt þjóðfélagsins kann rök fyrir því, að HÚN hafi verið afskipt — margar með nokkrum rétti. En það var og er ógerningur að leiðrétta allt. Slíkt þýddi öng- þveiti. Þess vegna skar stjórnin í vor á Gordons- hnút — og sker nú aftur. Ef bændur fengju nú hækkanir, mundi öll skriða dýrtíðarinnar falla. Verkalýðshreyfingin þykist ekki vera skaðlaus frá fyrri ráðstöfunum og mundi án efa koma skjótlega á eftir. Þar með væru hækkanir bænda að engu gerðar. Þeir menn, sem heimta hækkanir nú, án þess að vita hvaða heildarráðstafanir verða gerðar í efnahagsmálum af næstu meirihlutastjórn, eru að biðja um falska tékka, hækkanir, sem hverfa í dýrtíðarhítina inn- an fárra vikna. Slíka tékka neitar stjórn Alþýðu- flokksins að gefa út. KOSNINGAR í þeim lönd- um, sem búa við tveggja flokka kerfi eru með sérstök- um svip. Þær eru venjulega afdrifaríkari en kosningar í þeim löndum, sem stjórnað er af samsteypustjórnum fleiri flokka. Sá flokkur, sem með stjórnina fer er einn ábyrgur fyrir stjórnarathöfnum og get ur ekki varpað henni á sam- starfsflokka sína. Kosning- arnar eru þar af leiðandi at- kvæðagreiðsla um traust á fráfarandi ríkisstjórn. Forsetakosningar í Banda- ríkjunum og þingkosningar í Bretlandi vekja að jafnaði meiri athygli en aðrar kosn- ingar. í þessum löndum er tveggja flokka kerfið rótgró- ið og stjórnarbreytingar þar hafa víðtæk áhrif á alla stjórn- arstefnu vestrænna ríkja. Brezku kosningarnar, sem fram eiga að fara 8. október n. k. vekja að vonum gífur- lega athygli. Macmillan for- sætisráðherra, biður nú í fyrsta akipti þjóðina um traust á stjórnarforustu sinni, en hann tók við á miðju kjör- tímabilinu af sir Anthony Eden, sem lét af störfum um áramót 1956—57. Eden háði sigursælar kosningar 1955 en síðan hafa aukakosningar sýnt að Verkamannaflokkur- inn hefur sífellt aukið fylgi sitt .og Ihaldsmenn tapað til frjálslynda flokksins. En að- gerðir Macmillan í innanrík- is- og utanríkismálum undan- farna mánuði hafa reist við fylgið og er honum spáð meirihluta af öllum þeim, sem telja sig kunnuga stjórn- málaástandinu í Bretlandi. Gallup-skoðanakönnun sýn- ir að við upphaf kosningabar- áttunnar eru íhaldsmenn með 5 af hundraði meira fylgi en Verkamannaflokkurinn. Það þýðir þó alls ekki að slagur- inn sé unninn fyrirfram. Brezk blöð eru varfærin að spá nokkru ákveðnu og benda á að foringjar 'Verkamanna- flokksins eru tiltölulega bjart- sýnir, enda þótt allt bendi til þess að íhaldsmenn beri bærri hlut. Það er fróðlegt að rifja upp hvernig tvennar síðustu þingkosningarnar í Bretlandi fóru. 1951 náðu íhaldsmenn meirihluta eftir að Verka- mannaflokkurinn hafði verið við völd í sex ár. 1951: íhaldsmenn 321 sæti. 13.717.538 atkv., 48 prósent. Verkamannafl. 295 sæti. 13.948.605 atkv. 48,8 prósent. 1955: íhaldsmenn 345 sæti. 13.336.183 atkv. 49,84 prósent. Verkamannafl. 277 sæti. 12.405.130 atkv. 46,36 prósent. Frjálslyndi flokkurinn fékk sex þingsæti í báðum kosn- ingunum. Kosningaúrslitin 1951 voru merkileg fyrir þá sök, að Verkamannaflokkurinn fékk fleiri atkvæði en Ihaldsflokk- urinn en færri þingsæti. Staf- ar þetta af því að fylgi Verka- hiannaflokksins er mest í þétt býlum iðnaðarhéruðum og kóma þar fleiri atkvæði bak við hvern þingmann en í dreifbýlli kjördæmum. Tveggja flokka kerfi — 2 Við kosningarnar 1955 vakti það einkum athygli, að báðir stóru flokkarnir töp- uðu atkvæðum, íhaldsflokkur- inn næstum 400.000 og verka- mannaflokkurinn hálfri ann- arri miljón. Stafaði þetta af lélegri kosningaþáttíöku 1955. Lítil kosningaþátttaka kemur að öllum jafnaði harðar nið- Framhald á 10. síðu. H a n n es ■ýý Nýju mjólkurum- húðirnar hafa valdið vonhrigðum ýV Óþægilegar, vand- meðfarnar, fer mikið fyrir þeim, ljótar. ýV Sérkjör í tryggingum fyrir félaga í Bind- indisfélagi öku- manna. ÉG EFAST UM að pappaum- búða-mjólkin verði eins vinsæl og; maður hafði ástæðu til að halda. Umbúðirnar eru óþægú legar. í raun og veru fer miklu meira fýrir þeim en flöskunum, að minnsta kosti hjá þeim hús- mæðrum, sem geyma mjólkina daglangt og jafnvel næturlangt í ísskáp. Umbúðirnar eru ]irí- strendar og það veldur óþægind unum. Hefðu þær verið eins og flaska í laginu, þá hefði verið öðru máli að gegna. UMBÚÐIENAR GANGA ekki í augun. Þær eru Ijótar, auk þess sem þær eru óþægilegar. Þær urðu húsmæðrum alls ekki til gleði og þæginda. Pappinn er linur og það þarf að setja um- h o r n i n u búðirnar í ísskápinn með var- færni, því að ef eitthvað kemur harkalega við þær, sem alltaf getur komið fyrir í ísskáp eða á eldhúsborði, þá springa þær og mjólkin stendur í boga út um gatið. ÞETTA ER LEIÐINLEGT vegna þess 'að maður taldi að pappaumbúðir myndu verða auð veldari bæði fyrir húsmæður, sem er aðalatriðið, og fyrir mjólkurafgreiðsluna sjálfa. En breytingin verður að minnsta kosti- ekki íil þess að auðvelda húsmæðrunum mjóikurkaupin. Húsmæður hafa látið vonbrigði. sín í ljós við mig út af þessu. Hins vegar hafa sumar þeirra sagt um leið, að ef til vill muni þær venjast þessum nýju um- búðum og þá spurt: Er ekki hægt að taka upp heimsendingu mjólkur? Það atriði er mjög á vörum þeirra nú við þá breyt- ingu, sem gerð hefur verið. TRYGGINGAFÉLÖG bifreiða ættu að athuga það, hvort þau sjá sér ekki fært að taka upjj sérstaka bónusgjöf fyrir þá bif- reiðastjóra, sem eru í Bindind- isfélagi ökumanna. Samkvæmt erlendum skýrslum er 20% minni kostnaður við viðgerðir á bifreiðum bindindismanna en hinna. Þessa eiga félagar í bind- indisfélagi ökumanna að njóta í einhverju. Þetta er viðurkennt í raun erlendis, til dæmis í Sví- þjóð. Þar er, eftir því sem mér er sagt, gefinn 20% liærri bón-t us af vátryggingagjöldum þeirra bifreiðaeigenda, sem eru félag- ar í bindindisfélögum öku- manna. HÉR HEFUR SLÍKT félag starfað undanfarin ár og deildir rísa nú hver af annarri. Ef vá- tryggingarfélögin sjá sér ekki fært að gefa bónus eins og hér liefur verið minnzt á, ætti Bind indisfélag ökumanna að athuga möguleikana á því að stofna til trygginga fyrir félaga sína. Þetta er hagsmunamál, en það er um leið hvatning fyrir menn að neyta ekki áfengis. Um það ■ þarf alls ekki að ræða, að slysa- hættan margfaldast u mleið og ölvaður maður setzt undir bif- reiðarstýri og ekur út í umferð- ina. ÉG FÉKK .1 GÆR bréf frá Vegfaranda, sem segir: ,,Hef|r þú veitt því athygli, að á hverj- um degi og hvað eftir annað staðnæmast vöruflutningabíf- reiðir fyrir framan verzlunina Vísi á Laugavegi? Þarna skipt- ast akreinar og þarna eru göíu- vitar. Þegar bifreiðar standa þarna er ekki hægt að komast á- fram nema með því að sveigja. til vinstri, og taka réttinn nf þeim, sem er á þeirri rein. Þarna er mikil hætta á árekstrum og slysum. Lögreglan verður að banna allar bifreiðastöður þarna.“ Hannes á horninu. 4 20. sept. 1959 — Alþýðublaðið

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.