Alþýðublaðið - 20.09.1959, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 20.09.1959, Blaðsíða 1
40. árg. — Sunnudagur 20. sept. 1959 — 202. tbl, i íiJ UrU y, Ef það er satt sem sumir haWa fram, að tízkan láti að einhverju leyti stjórn- ast af veðurfarinu, þá ætti að mega segia um karl- mennina á þessari Aiþýðu- blaðsmynd, að þeir væru klæddir samkvæmt nýj- ustu tízku, en konan aftur á móti ekki. Við höfum í huga þessa sudda-, rudda- rennblautu ííð, sem hefur verið hlutskipíi Reykvík- inga að undanförnu. — Myndin er tekin í Ingólfs- stræti. Vientiane — Enn eru mikil átök í Laos. Upplýsingaráð- herra Laos lét svo ummælt í aag, að Laosstjórn óskaði ekki eftir alþjóðaráðstefnu, þar sem rædd yrði sameining og sjálf- stæði Laos. Hann átti þar við uppástungu Sovétstjórnarinnar um ráðstefnu líka þeirri og haldin var í Genf 1954 og tókst að koma á vopnahlé í Indó- Kína. YFÍRMENN á togurum hafa* haft lausa samninga síðan 1. iúlí sl. Fara þeir fram á breyt- ingar á kaup- og kjarasamn- ingum sínum. þar á meðal vilja þeir fá kauphækkun. Fyrir nokkru var máli þeirra vísað til sáttasemjara. Ekki hafa yfirmennirnir þó boðað neitt verkfall, heldur vinna þeir að lausn á kjaramálum sínum í kyrrþei og reyna að ná sam- komulagi við útgerðarfélögin í góðu. NEFND I MALINU Undanfarið hefur nefnd full- trúa frá báðum deiluaðilum unnið að söfnun gagna og öðr- um undirbúningi í því skyni, að reyna að finna grundvöll fyrir kjör yfirmanna. PEKING, 19. sept. (REUTER). Kínverskum almenningi var tiJkynnt það fyrst í dag, að Krústjov væri væntanlegur til Peking, þegar hann kemur úr heimsókn sinni til Bandaríkj- anna. Málgagn kínverska kommún- istaflokksins rakti í höfuðdrátt- um á innsíðum blaðsins í dag ræður Krústjovs í hófi blaða- manna í Washinton á miðviku- daginn og í kvöldverðarboði í sovézka sendiráðinu. Þar sagði hann, að hann mundi heim- sækja Kína nú, þegar haldið er hátíðlegt 10 ára afmæli hinnar kommúnistísku stjórnarmynd- ' unar. ’ BRAÐABIRGÐALÖGIN um landbúnaðarverðið voru gefin út í gærmorgun eins og búizt var við þegar í gær. Segir í þeim, að nauðsynlegt sé að land búnaðarverð hækki ekki til þess að tryggja efnahagsjafnvægi og atvinnuöryggi f landinu. Alþýðublaðinu barst í gær svohljóðandi fréttatilkynning frá landbúnaðarráðuneytinu: Forseti íslands hefur í dag, að tillögu landbúnaðarráðherra, sett bráðabirgðalög, samkvæmt 28. gr. stjórnarskrárinnar, um verð landbúnaðarafurða. í úrskurði forseta segir: Landbúnaðarráðherra hefur tjáð mér, að vegna sérstaks á- greinings fulltrúa neytenda og framleiðenda hafi ekki tekizt að ákveða söluverð landbúnað- arafurða á innlendum markaði á þann hátt, sem lög nr. 94/ 1947 um framleiðsluráð land- búnaðarins, verðskráningu, verðmiðlun og sölu á landbún- aðarvörum o.fl., gera ráð fyrir. Landbúnaðarráðherra hefur ennfremur tjáð mér, að til þess að tryggja efnahagsjafnvægi og atvinnuöryggi í landinu þangað til Alþingi geíur fjallað um f’ramliald á 2. síðu. WWVWWMMWMWWWWMWI í gær var mikið hringt til Alþýðublaðsins út af einni frétt, sem Reykvíkingar biðu sýnilega eftir með mikilli óþreyju. Spurningin var þessi: „Eru bráðabirgðalögin komin?“ — Og blaða- mennirnir gátu svarað: „Já.“ PRITCHARD hershöfðingi hvtirfur af landi brott næst- komandi miðvikudag, en eftir- maður hans hefiy.- enn ekki ver ið ákveðinn, tjáði talsmaður bandaríska sendiráðsins blað- inu í gær, þegar það spurðist fyrir um þessi mál. Pritchaird mun taka við yfirstjórn loft- varna bandaríska flughersins á New York svæðinu, mikilvægu ábyrgðarstarfi. Það tekur að sjálfsögðu nokk- urn tíma að velja nýjan yfir- mann varnarliðsins, sagði tals- maðurinn. Pritchard hershöfð- ingi er .kvaddur heim samkv. ósk íslenzki’a stjórnarvalda. Bandarísk yfirvöld hlutu að verða við þeirri ósk. Það er hvort tveggja, að hér er sam- eiginlegra hagsmuna Nato-ríkj- anna að gæta og svo hitt, að það hefur ætíð verið markmið Bandaríkjastjórnar að hafa nána og vinsamlega samvinnu við íslenzku ríkisstjórnina. Hins vegar leggja bandarísk yfirvöld áherzlu á, að þau bera fullt traust til persónulegrar hæfni Pritchard hershöfðingja. FramhaW á 2. síðu* Emil Jónsson. Sæmundur Ólafsson. Alþýðuflokksfél. ræðir bráðabirgðalög Alþýðuflokksfél. Reykja- víkur heldur félagsfund í Iðnó niðri n.k. mánudags- kvöld kl. 8.30. Rætt verð- ur um verðlagsmál land- búnaðarins og bráðabirgða lög ríkisstjórnarinnar um það efni. Frummælendur verða Emil Jónsson, for- sætisráðherra og Sæmund ur Ólafsson, fulltrúi neyt- enda í 6-manna nefndinni. Alþýðuflokksfólk er hvatt til þess að fjölmenna á fundinn. IWWWWWMWWWMMWMWWMWtWWWMWMWMMMMWIM

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.