Alþýðublaðið - 25.10.1959, Síða 9

Alþýðublaðið - 25.10.1959, Síða 9
Erlendar knattspyrnu ffréttir: Lék á sex Júgóslava oa UNGVERJAR hafa verið í fremstu röð knattspyrnuþjóða undanfarin ár og eru enn, þrátt fyrir útkomuna á heimsmeist- arakeppninni í fyrra. Það verð- ur að taka tillit til þess, að margir beztu knattspyrnumenn þeirra flýðu land, þegar upp- reisnin stóð yfir 1956. Fyrir nokkru sigruðu Ung- verjar Júgóslava með 4 mörk- um gegn 2 í landsleik, sem háð- ur var í Júgóslavíu. Júgóslav- arnir hafa einhverja minnimátt arkennd gagnvart Ungverjum. Þeir hafa ekki unnið þá i 28 ár. í þessum umrædda leik skor- aði undrabarnið Florian Albert þrjú mörk, hat-trick, en Florian þessi er aðeins 18 ára. — Um tíma var jafnt í leik þessum — 2:2 — og þ áskoraði Florian sér staklega fallegt mark. Hann lék á fimm Júgólsava og loks mark manninn og sendi síðan knött- inn í mannlaust markið! Annars eru Ungverjar í ,,stuði“ þessa dagana. Ferenc- ; vors sigraði Kickers Offenbach 6:1. — Honved vann Dukla Prag 8:0 og Ujpest sigraði Bre- men og Standard Liege. Ung- MMMMHHHHHHMmMUW Sjö Rússar hafa stokkið 16 metra eða lengra í ár. ALLS hafa sjö Rússair stokkið 16 metra og lengra í þrístökki á þessu sumri, sá sem gerði það síðast heitir Kobeljev, hann stökk 16,01 m. Hinir eru: Fedossejev 16,70 m Gorjajov 16,51 m Kreer 16,48 m RJachowski 16,38 m Karputjenko 16,20 m Michalow 16,02 m! iWWIWWMMWWMMHWWMM verjaland B vann Júgóslavíu B 4:0. ★ í LEIK Frakklands og Búlg- aríu í Sofiu á dögunum var það Koleff, sem skoraði sigurmark Búlgaríu. Frakkar mættu með HM lið sitt, það vantaði aðeins Wiesniewski. ÁHUGAMANNALIÐ Brasi- líu, sem var á keppnisferðalagi á Norðurlöndum og skýrt var frá hér á síðunni, heldur áfram keppni með batnandi árangri. Hér eru nokkur úrslit Rio de Janeiro — Neumunster (Þýzka land) 4:1, Rio Hildeshem 1:3 og Rio St. Pauli (Hamborg) 3:2. Íþróttir erlendis JÚGÓSLAVNESKI gvinda- hlauparinn Stanko Lorger hef- ur náð tímanum 13,9 sek. í 110 m grind og 10,5 sek. í 100 m hlaupi. Radosevic setti júgóslav neskt met í kringlukasti, 54,11 m. HOLLENZKA stúlkan Mari- anne Heemskerk hefur sett met í 200 m flugsundi, 2:35,3 mín. í 25 m Iaug. Er það 3,3 sek. betri tímii en heimsmet Collins frá USA, sem sett er í 50 m Iaug. SKÝRT var frá þvf á síðunni í vikunni, að heimsmeistaramót í fim- leikum hefð farið fram í Kaupmannahöfn um síð- ustu helgi. Myndin er frá keppninni og það er ein- mitt heimsmeistarinn sjálfur, Rússinn .Turi Tre- tov, sem þið sjáið í hring- unum. MIÐJARÐARHAFSLEIK- IRNIR eru nú háðir í Beirut með þátttöku 11 þjóða. í sundi hefur náðst ágætur árangur. Pucci, Ítalíu, sigraði í 100 m sbriðsundi á 57,2 sek., annar varð Koomur, Júg., 58,2 sek. — Brinovic, Júg. sigraði í 400 m skrðsundi, 4:44,5 mín., annar varð Jeger, Júg. 4:44,9. í 100 m baksundi sigraði Christophe, Frakkl. 1:04,8, annar vau-ð Dor- sic, Júg. 1:06,3. Sýning Myndlistarfélagsins FÉLAG íslenzkra myndlist armanna heldur myndlistar- sýningu í Listamannaskálan- um um þesar mundir og eru þar til sýnis verk eftir 27 málara Oo- myndhöggvar'a. Athygli manns dregst ó- sjálfrátt fyrst að„ verkum hinna gömlu og góðu forvíg- ismanna í málaralistinni, þeirra Kristínar Jónsdóttur og Snorra Arinbjarnar. Mér þætti viðeigandi að Mennta- málaráð gegnist fyrir yfirlits sýningu á verkum þessara á- gætu listamanna eins og stund um hefur verið gert áður, svo sem yfirlitssýning á verkum Kjarvals, Ásgríms Og Jóns Stefánssonar og Júlíönu Sveinsdóttur. Færi einkar vel á því að hið opinbera heiðri minningu þessara brautryðj- enda með yfirlitssýningum á vetri komanda. Jóhannes Sv. Kjarval á tvær myndir á sýningunni. Önnur „Skólaskylda11 er ágætt verk í abstraktformi og hefði verið gaman að sjá meira af slíku. í hinni mynd- inni „Eldgos“ er merkileg upplifun, en e. t. v. hefði mátt v.nna.meira úr efninu, enda mun hún ennþá vera í vinnslu að sögn meistarans. Jóhannes Jóhannesson kem ur nokkuð á óvart og hefur sótt í sig veðrið. Sérstaklega er það ein mynd, sem gefur góð fyrirheit ,,Komposisjón“ nr. 8 og er bezta mynd frá hans hendi til þessa og væri athugandi fyrir listamanninn að leggja meiri rækt við Þess konar listsköpun, hinar mynd irnar eru allgóðar, en nokkuð hrjúfar í lit og formi. Karl Kvaran á fjögur goua- che-verk og eru þau öll traust og tær, unnin af öryggi. Valtýr Pétursson sýnir fjög ur verk, þau eru fremur grunn, en þó í léttum tón- um og er skemmtileg stemn- ing 'yfir' myndinni „Nótt í Samarkand“. Hafsteinn Austmann á fjög ur málverk á sýningunni og eru þau í svipuðum dúr og áð- ur, en þó hvílir meiri ein- lægni yfir verkunum. Guðmundu AndrésdóttuP tekst ekki sem skyldi; verkin eru nokkuð yfirspennt, þó sker nr. 39 sig úr, sem vel uppbyggt verk. Verk frú Barböru Árnason era yfirlætislaus og einlæg að venju. Sigurður Sigurðsson skapar verk sín í hefðbundnum nat- úralisma, en þó er léttara yfir þeim en áður. Hjörleifur Sigurðsson á eitt málverk á sýningunni frá 1955 og hefði verið fróðlegt að sjá nýrri verk. Skarphéðinn Haraldsson hefur mjög fágaða tækni í vatnslitum. Magnús A. Árnason á eina mynd, sem er saklaust nat- uraliskt verk. Kristján Davíðsson á fjórar terra cotta myndir, sem sýna nýja hlið á listamanninum. Einair E. Baldvinsson hélt sýningu fyrir tveimur árum síðan og málaði þá naturalist- iskt, nú hefur hann horfið af. þeirri braut til óhlutkenndr- ar myndsköpunar og kemur þar fram hve vandmeðfarin sú listsköpun er. því lista- manninum tekst nú miður en áður og þarf þó ekki að efast um hæfileika málarans. Verk Kristins Sigurbjcl-ns- sonar eru traus og gerð af einlægni, en um of þunglama leg og líflaus. Af nýliðum í málaralistinni finnst mér Steinþór Sigurðsson Iang efni legastur, að vísu hvílir nokk- ur drungi yfir verkum hans, en það leynir sér ekki að hér er efni í góðan málara á ferð. Mæðgurnar Málfríður Kon- ráðsdóttir og fr. Guðrún Svava Guðmundsdóttir vekja á sinn hátt athygli, verkin eru kvenleg og finnst mér móðir- inni takast betur. Magnús Þór Jónsson mun vei'a yngsti þátttakandi á mál verkasýningunni hér til þessa, mynd hans er laglegt skóla- stykki. Auðsær byrjandablær er á geðþekku verki Helgu Jónat- ansdóttur. Vilhjálmur Bergsson hefur gjörsamlega tekið Vasarelv til fyrirmyndar og BjtUni Jóns- son fer dyggilega í fótspor Dewasnes. Vera má að slíkt sé nauðsynlegt til þess að fá reynslu á einhvern hátt, en ómögulegt er að meta hæfi- leika manna af slíkmu til- raunum. S*gurjón Ólafsson á þrjú ágæt verk á sýningunni, og er nr. 10 þeirra bezt. Jón Gunnar Árnason á skemmtilegt verk, í allhefð- bundnum stíl. Verk Guffmunlar Bene- diktssonar gefa til kvnna gott verklag og hugkv.æmni, er kem ur skýi't fram í ,stálverki‘ nr. 4. í heild er góður blær yfir sýningunni, henni lýkur á kosningadaginn. G. Þ. Bárður iakobsson lögfræðingur Hafnarstræti 11 Sími 16188 ■■■■■■■■■■•■•■■■■■■■■■•■■■■•■■Bfftí Innilegustu þakkir sendum við öllum þeirn sem auðsýndct samúð og vináttu við fráfall og útför eigipmanns míns cjf föður okkar, DR. MED. BJÖRNS SIGURÐSSONAR. Una Jóhannesdóttir, Edda Sigrún Björnsdóttir, Sigurður Björnsson, Jóhannes Örn Björnsson. Alþýðublaðið — 25. okt. 1959 ^

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.