Alþýðublaðið - 25.10.1959, Qupperneq 11

Alþýðublaðið - 25.10.1959, Qupperneq 11
18. dagur voru þýðingarmeiri fyrir Leigh en allt annað. Hún von- aði þýðingarmeira en Jill. Hún hafði hugsað málið vand lega undanfarna daga og séð að Jill og Leigh elskuðu hvort annað. Hún sat á sér til að sýna stúlkunni ekki neina ó- vináttu. Hún varð að losa sig við Jill en það varð að ske á fínan hátt. Ef mögulegt væri yrði Jill sjálf að ákveða að fara. Einhvern tímann hlyti henni að skiljast að hún fengi Leigh aldrei. Að hún, Adele, eiginkona hans og móðir Bunty væri komin heim fyrir fullt og allt og að allt' sem þeim Leigh hefði borið á milli, jafnvel brottför henn- ar, væri gleymt og fyrirgefið. „Ó, en mamma, Jill finnst það gaman, er það ekki Jill?“ Jill hikaði. Adele, sem skildi, að það var ekki rétt hjá henni að heimta að Jill kæmi ekki, reyndi að bæta fyrir það með því að taka undir orð Bunty. „Mér þætti mjög gaman að fá yður, ef þér haldið ekki að yður leiðist um of, ungfrú Faulkner. Það koma fáeinir á eftir. Það væri satt að segja indælt að hafa yður hér“. Jill sagði: „Fyrst svo er, kem ég“. Hún vissi að hún vildi ekki frekar koma en Adele vildi hafa hana. Hún sagði við Leigh, þegar þau voru ein stutta stund á lækningastofu hans: „Hvers vegna neydd- irðu mig til þess? Ég vildi ekki koma“. Hann sagði að sér þætti það leiðinlegt. En Bunty langaði svo til að fá hana og hann langaði til þess líka. „Það er svo — svo erfitt fyrir mig, Leigh“. „Ég veit það“. Hún sagði við sjálfa sig að svona gæti það ekki gengið ...................... .... áparið yður hlaup & raiUi margra veralanaí WkUOöL Á ÖllUM ($1$) - AustarstTseti léngur. Hún yrði að segja Leigh það á mánudaginn, vera staðföst, hve mjög sem hann reyndi að fá hana til að hætta við að yfirgefa sig. Hún var í nýja kjólnum, sem Jane hafði gefið henni. Hann var ljósgrár, einfaldur en mjög vel sniðinn. Jill hafði sagt, að kjóllinn klæddi hana vel. Móðir hennar sagðist aldrei hafa séð hana í neinu sem klæddi hana betur. „Er ekki synd að vera í honum í barnaboði?“ „Það veit ég ekki. Ég skal passa hann vel. Það kemur fullorðið fólk seinna. Ég verð að líta vel út þó ég sé aðeins einkaritari læknisins11. „Aðeins einkaritari!“ sagði frú Faulkner reiðilega. „Það segja nú allir að hann hefði aldrei komizt af án þín. Hvernig gengur allt núna, þegar konan hans er komin heim?“ „Ágætlega held ég“. „Er hún ekki óvinsæl?“ „Hvernig ætti ég að vita það?“ „Þá veiztu það. Mér finnst það, sem hún gerir, ekki mögulegt fyrir lækniskonu. Hún er svo ókurtéis við sjúkl- ingana, þegar þeir hringja og hún svarar í símann“. „Það er nú víst ekki oft. Eg er alltaf við“. „En ekki á kvöldin og ekki varstu við á mánudaginn. Frú Baker hringdi til að biðja lækninn um að líta á Tony litla. Hann var með svo háan hita og frú Sanders var svo frek að hún ákvað að hringja til Hunt, læknisins í Bar- stairs“. „Það var gott að hún gerði það ekki. Bakers hjónin eru ríkustu sjúklingar læknisins“. Jill leit á klukkuna. „Ég þarf að flýta mér, mamma. Bunty fyrirgefur mér það aldrei, ef ég verð of sein“. Hún kom einmitt um leið og boðið hófst. Bunty var í nýj- um hvítum tjullkjól með blátt belti og bláan borða í ljósu hárinu og hver einasta móð- ir hefði glaðzt yfir að sjá hana. Það var farið í leiki og fjársjóðsleit um allt húsið og það var mikið og gott með súkkulaðinu enda borðuðu börnin vel. Bunty skar kök- una með aðstoð Leigh og blés á kertin sín sjö. Það var varla að hún leyfði gestunum að fara. Aðeins eitt eða tvö af eldri bömunum, sem máttu bíða eftir foreldr- um sínum, hinkruðu við. Adele kyssti á ennið á henni og sagði henni að fara að hátta. „Æi, nei, mamma! Ekki á afmælisdaginn minn!“ Það hafði komið margt fólk. Þetta fáa fólk, sem Adele sagð ist hafa boðið, var heill hópur. Jill gekk um með glasabakka, lifandi eftirmynd rólegs, góðs einkaritara, sem gerir allt sem hægt er til að að- stoða húsbændur sína. Adele var aldrei jafn töfrandi og þegar hún tók á móti gestum. Þetta var sigurstund fyrir hana. Hún var ákveðin að sýna öllum að þau Leigh væru sátt heilum sáttum, en Leigh, sem skildi hvað hún var að gera, var frá sér af reiði. Hann óskaði þess að einhver hringdi og bæði hann um að koma strax. Hann vildi gera hvað sem var til að komast að heiman. „En dásamleg veizla!“ Frú Stevens, sem var rík ekkja og sem Adele hafði gert sitt bezta til að koma sér í mjúkinn hjá, brosti til Jill um leið og hún fékk sér ann- að glas. Hún hallaði sér að henni og sagði svo lágt að eng inn annar heyrði: „Ég er svo hrifin yfir að frú Sanders skuli vera komin heim aftur. Ég vorkenndi aúmingja lækn inum að vera einn um að ala Bunty litlu upp“. Jill fór hjá sér. Hún hafði hvorki kunnað vel við frú Stephens né treyst henni. Það sem hana langaði sízt til var að tala við hana um Leigh og Adele. „Finnst yður þeim ekki koma vel saman, ungfrú Faulkner?” „Jú“. „Þetta er góður endir á hryllilegu hneyksli. Þér vor- uð að vísu ekki hér í þorpinu, en þér hljótið að hafa heyrt það allt“. „Já. Afsakið mig, ég þarf að bjóða hinum gestunum“. Hún gekk fram hjá Leigh á leiðinni til dyranna. „Hvað var gamla skessan að segja við þig?“ „Ekkert merklegt“. „Ég skil ekki hvers vegna Adele bauð henni. Guð minn almáttugur, Jill, hvað ég vildi að allt þetta fólk færi, ég hafði ekki hugmynd um RENÉSHANN: ASTOG ANDSTREYMI að hún myndi bjóða svona mörgum“. Loks fór fólkið. Jill aðstoð- aði við að laga til. Hún bar glösin fram. „Ef þú þværð, skal ég þurrka“, sagði hún við Flor- rie. „Viltu það virkilega? En hvað það er fallega gert af þér. Ég hélt að ungfrú Evans byðist til að hjálpa mér“. „Hún er uppi á lofti hjá Árbæjarsafn lokað. 'Gæzlumaður, sími 24073. Gullbrúðkaup eiga á morgun, mánudag- inn 26. okt., Þorsteinn M. Jónsson bókaútgefandi og Sig urjóna Jakobsdóttir, Eskihlíð 21. Reykjavík. Bunty“,- Florrie brosti. „Litla skinnið skemmti sér sannarlega vel“. Hún tók pakka með sápuspænum í og henti þeim út í heitt vatnið og þeytti unz löður myndað- izt. „Það er sennilega bara gott að mamma hennar er komin heim“, sagði hún loks. „Vitanlega er það gott“. Florrie leit á Jill. Hún hafði sínar eigin hugmyndir um lækninn og ungfrúna. Frú Ford fannst það sama. Henni hafði þótt leiðinlegt þegar frú Sanders kom heim og allar hennar vonir brugðust. „Ég get ekki þolað hana“. Jill breytti um umræðu- efni og kom í veg fyrir frek- ari tilraunir Florrie til að tala um það sama. Loks voru glös- in hrein og komin inn í skáp. „Það er vont veður“, sagði Florrie og leit út um glugg- ann. „Það er eins og hellt úr fötu“. „Ég veit það. Ég verð renn- andi blaut“. „Sennilega keyrir læknir- inn þig. Þú getur ekki gengið í þessu veðri“. „’Víst get ég það. Ég er með regnhlíf og regnkápu. Ég tók það með ef það skyldi rigna. Mér fannst svo rigningar- legt“. Frá Hinu íslenzka náttúrufræðifélagi. Samkoma verður haldin í 1. kennslustofu Háskólans mánudaginn 26. október kl. 20.30. Þorkell Grímsson flyt- ur erindi með skuggamynd- um: Um myndlist á ísöld. MINJASAFN bæjarins. Safn deildin Skúlatúni 2 er opin daglega kl. 2—4. Árbæjar- safn opið daglega frá kl. 2 —6. Báðar safndeildir eru lokaðar á mánudögum. W,OK*.Jv.,*V-,A,AV I m s Fiugfélag íslands. Millilandaflug: — Hrímfaxi er væntaníegur til Reykjavíkur kl. 15.40 í dag frá Hamborg, Kaup mannahöfn og Osló. Flugvélin fer til Lundúna kl. 9.30 í fyrra- málið. — Millilandaflugvélin Gullfaxi fer til Glasgow og Kaupmannahafnar kl. 8.30 í fyrramálið. Innanlandsflug: í dag er áætlað að fljúga til Akureyrar, Húsavíkur og Vestmannaeyja. Á morgun er áætlað að fljúga til Akureyr- ar, Hornafjarðar, ísafjarðar, Siglufjarðar og Vestmanna- eyja. Hún fór fram á gang og var að færa sig í regnkáp- 9 una, þegar Leigh kom út af læknisstofunni. „Þú þarft ekki að fara í regnkápu. Ég skal keyra þig heim. Það var verið að hringja til mín. Ég þarf að fara útá Longmead búgarðinn og ég fer framhjá hjá þér“. „Ertu viss? Mér finnst ekk- ert leiðinlegt að vera úti í rigningu“. „Það getur verið. En það er heimskulegt að verða blaut ur þegar maður þarf þess ekki“. „Jill, komdu og kysstu mig góða nótt“. Bunty kallaði til hennar. „Farðu bara upp“, sagði Leigh. „Ég fer líka til henn- ar. Ég hef ekki enn boðið henni góða nótt. Hún er svo spennt í kvöld. Hún er orðin sjö ára. Það er ekki svo lítið“. Jill hló. Loftleiðir. Saga er væntanleg frá Am- sterdam og Luxemborg kl. 19 í dag. Fer til New York kl. 20.30. Hekla er væntanleg frá New York kl. 10.15 í fyrra- málið. Fer til Glasgow og London kl. 11.45. Skipadeild SÍS. Hvassafell er í Stettin. Arnarfell fór frá Siglufirði 22. þ. m. áleiðis [ til Ventspils, Ósk- árshafnar, Stettin og Rostock. Jökulfell lestar á Norðausturlandi. Dísarfell er væntanlegt til Reyðarfjarð ar á morgun. Litlafell er á leiðinni til Faxaflóahafna að norðan. Helgafell er í Óskars höfn. Hamrafell fór frá Bat- um 17. þ. m. áleiðis til Reykja víkur. „Nei, það eru komin elli- mörk á hana!“ Adele var inni hjá Bunty og sat á rúmstokknum hjá henni. Hún stóð upp þegar Jill og Leigh komu inn. „Ég var að reyna að svæfa hana“. „Ég er ekkert syfjuð, mamma“. Adele kyssti hana. „Þú ættir að vera það. Þú hefur ekki verið kyrr í allan dag“. Leigh kyssti einnig litlu dóttur sína. „Góða nótt, kerl- ing, og sofðu vel“. Augnablik stóðu þau Adele við rúmið og horfðu brosandi á dóttur sína. Jill fann sting af því sama og hún hafði fund- ið um morguninn, þegar Eimskip. Dettifoss fór frá Gdynia í gær til Hull og Reykjavíkur. Fjallfoss fór frá Reykjavík 23/10 til New York. Goðafoss fór frá Reykjavík 23/10 til Halifax og New York. Gull- foss fer frá Kaupmannahöfn 27/10 til Leith og Reykjavík ur. Lagarfoss kom til Nörre- sundby í gær, fer þaðan á morgun til Kaupmannahafn- ar, Amsterdam, Rotterdam og Antwerpen. Reykjafoss fór frá Bremerhaven í gær til Hamborgar. Selfoss kom til Riga 22/10, fer þaðan til Vent spils, Ramborgar, Hull og Reykjavíkur. Tröllafoss fór frá Antwerpen í gær til Ham- borgar og Reykjavíkur. Tungufoss fór frá Raufarhöfn 22/10 til Lysekil,. Kaup- mannahafnar, Aahus, Gdynia og Rostock. Alþýðublaðið — 25. okt. 1959 JJ

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.