Alþýðublaðið - 27.10.1959, Blaðsíða 3
FIMMBURARNIR —
stúlkubörn — sem fædd-
ust í Bandaríkjunum fyr-
ir fáeinuni dögum, dóu
allir. Hér oru litlu kist-
urnar þeirra í kirkjunni.
| Tilraunaleikhúsið að
j faka fil starfa
Steingesfuriim eftir Puskin
fyrsta viðfangsefnið.
NOKKRIR ungir leikarar
hafa ákveðið að koma á fót svo-
Befndu „Tilraunaleikhúsi“. —
Tekur það til starfa í Sjálfstæð
ishúsinu annað kvöld með sýn-
ingu á Steingestinum
Puskin.
Efnið í leikritinu er sagan um
Don Juan, sem er ævagömul og
hefur í hundruð ára verið stöð-
ugt verkefni í leikhúsum alls-
staðar í Evrópu. Hinir frægu
ítölsku comedie dell’ arte leik-
arar áttu margar útgáfur af
sögunni um Don Juan. Fræg-
ustu verkin er gerð hafa verið
um söguna eru óperan Don Gi-
ovanni eftir Mozart, leikrit Mol
iers um Don Juan og Steingest
ur Puskins.
Frumsýning Tilraunaleik-
hússins á Steingesti Puskins
verður annað kvöld kl. 9 í Sjálf
stæðishúsinu. Leikstjórn ann-
ast Erlingur Gíslason og
Jónasson. Leikendur eru: Er-
lingur Gíslason, Guðrún Högna
dóttir, Karl Stefánsson, Reynir
H. Oddsson, Reynir Þórðarson,
Jón E. Ragnarsson, Jakob Möll
er, Hörður Bergmannsson og
TCa+rív-i
, Fregn til Alþýðublaðsins.
SIGLUFIRÐ lí gær.
HÉRNA er mjög slæmt veð-
s»r. Skarðið tepptist í fyrra-
ikvöld mjög iililega og var lok-
að í fyrrakvöld. Yfirkjörstjórn-
In í Norðurlandskjördæmi
vestra kom hingað í dag til að
Bækja atkvæðakassa. Jarðýta
var í mcrgun að reyna að greiða
fyrir umferð um skarðið.
j Tapar Friðrik
BELGRAD, 26. okt. Úrslit í
26. umferð áskorendamótsins
Mrðu þau, að Petrosjan og Tal
gerðu jafntefli. Peíirosjan hafði
fjögur peð undir, en gat þrá-
Bkákað og varð jafntefli í 24
leikjum. Gligoric vann Smys-
loff með sókn á drottningar-
væng í 18 leikjum og Keres
vann Benkö með kóngssókn í
23 leikjum.
Friðrik lenti í tímaþr'öng og
érfiðri stöðu í skákinni við Fis-
cher. Hefur Fischer vinnings-
Stöðu; en hann á biðleikinn.
Staða hans er bessi (hvítt): Ke4,
Bdl, a2, b2, f2, g3, h2. Friðrik
Csvart): Ke6, Hf7, b5, d4, g5, h7.
Er kjörstjórnin nú á leiðinni
yfir með atkvæðin, en stórhríð
geisar þarna uppi. Er talið mjög
tvísýnt, hvort þeir muni komast
heiiu og höldnu • suður yfir
skarðið eða hvorf snúa verður
við. J.M.
SNJÓAR í KINNARFJÖLLIN
Húsavík í gær. — Hér er leið
indaveður í dag, sjór úfinn og
slydduveður. Hefur aðeins snjó
að í Kinnarfjöllin, en annars er
snjólaust um allar byggðir.
Hins vegar hlýtur að vera hríð
upp til heiða. Veður er kalt og
napurt og eru það vonbrigði
eftir góða tíð og einmuna gott
haust.
Frekar kalt en úrkomulaust
var hér í gær, kjördaginn. EMJ.
iki! efíirspurn efiii
Ljósmyndari Alþýðublaðs-
ins tók þessa mynd í leik-
fimisal Miðbæjarskólans í
gær um 6-leytið er talning
atkvæða í Reykjavík var
nýhafin.
Hallveig í
SAMKVÆMT einkaskeyti, er
Alþýðublaðinu barst frá Grims
by í gærkvöldi, hófst losun úa'
togaranum Hallveigu Fróða-
dóttur í gær. Mikillar óánægju
gætti þó meðal fisklöndunar-
rnanna. Héldu sumir þeirra því
fram, að þeir hefðu veiíið
blekktir til þess að samþykkja
löndun. Hefði þeim verið sagt,
að yfirmenn á togurunum
mundu ekki styðja þá, ef þeir
neituðu losun. En talsmaður yf-
irmanna sagði hins vegar á eft-
ir, að þeir hefðu veitt fisklönd-
uncrmönnum fullan stuðning,
ef þeir hefðu neitað losun.
Hyggja fisklöndunarmenn nú á
annan fund til þess að endur-
skoða afstöðu sína.
STÖÐUGT er mikil sala á ís-
lenzku gæruskinnsúlpunum, eft
irspurnin vex eftir því sem
veðrið kólnar. Reynt hefvp ver-
ið að flytja þær út, en ekki hef-
ur útflutningur á þeim þó ver-
ið í stórum stíl, þar eð tollur á
skinnavöru er mjög hár í flest-
um löndum.
Blaðið átti i gær tal við for-
stjóra Vinnufatagerðar íslands,
en þar er saumað mikið af þeim
kuldaúlpum, sem íslendingar
klæðast daglega á vetrum bæði
í bæjum og sveitum. Gærur
allar eru sútaðar 1 Sútunarverk
smiðjunni, sem Vinnufatagerð-
in hefur komið sér upp. Eru
skinnin sútuð á sérstaklega fag-
legan hátt, en þýzkur, reyndur
sútunarmejstari sér um yfir-
stjórn verksins. Hefur hann
mikla og langa reynslu í starfi,
því að hann hefur verið sútun-
armeistari í sínu föðurlandi í
fjörutíu ár. Sum skinnin eru
görfuð og lituð, einnig notuð í
pelsa.
Yfir tuttugu ár eru síðan að
fyrst var hafin framleiðsla á
einhvers konar kuldaúlpum ís-
lenzkum, en aðalframleiðslan
hófst þó á stríðsárunum. Ekki
hefur verið talið borga sig
vegna fyrgreindia innflutnings
tolla í öðrum löndum að hefja
útflutning á úlpunum í stórum
stíl, þótt flestum útlendingum
falli þær vel í geð. Nokkuð hef-
ur þó verið flutt út til Svíþjóð-
ar.
Ýmsir íslendingar hafa þó
keypt nokkrar úlpur hér heima,
en selt siðan erlendis til að afla
sér gjaldeyris og Færeyingar,
sem verið hafa hér við fiski-
veiðar og aðrir útlendingar —•
hafa haft nokkur stykki af þeim
heim með sér tip sölu. ;
IVAR ORGLAND, norski
sendikennarinn við Háskóla ís-
lands, sýnir litskuggamyndir
frá Noregi í I. kennslustofu há-
skólans miðvikudagskvöldið 2f£
okt. kl. 20.30. Myndirnar, sem
hann hefur tekið sjálfur, eru
aðallega frá Setesdalnum c-g
Þelamörk, tveimur aðalheima-
högum hinna þjóðlegu 3ista í
Noregi. Kynnumst við m. a.
hinni fögru byggingarlist Þela
og Harðangursfiðlunni, sem er
gamalt norskt þjóðarhljóðfæri:
og enn í mikilli notkun. ívár
Orgland útskýrir myndirnar og
kynnir tónlistina á segulbancli.
Sýningin er ókeypis og er
öllum heimill aðgangur.
3 öSnlir vii
A AÐFARANOTT sunnu-
olags voru þrír menn teknir fyr
fr ölvun við akstur í Reykja-
vík.
Enginn þessara manna hafði
áður verið tekinn fyrir ölvun
yið akstur.
Alþýðublaðið — 27. okt. 1959