Alþýðublaðið - 27.10.1959, Blaðsíða 10

Alþýðublaðið - 27.10.1959, Blaðsíða 10
Sjötugur í dag Páll Árnason á í DAG ei" Páll Árnason bóndi á Litlu Reykjum í Flóa sjö- tugur. Um leið og ég óska hon- um til hamingju á afmælis- daginn, vil ég að nokkru minn ast hans hér í blaðinu, þó það verði að öllum búningi langt- um fátæklegra en honum er samboðið. Páll á Reykjum, eins og hann er nefndur af sveitung- um og sýslungum, er í tölu þeirra bænda í árneskum byggðum í dag, sem verður lengi minnzt af komandi kyn- slóðum og ber margt til þess og verður Páls minnzt sökum dugnaðar hans og framúrskar- andí greiðasemi við nágranna og samferðamenn. Páll er fæddur að Hurðar- baki 27. október 1889. Hann ólst upp í hópi margra syst- kina, sem öll hafa gert garð- inn frægan af dugnaði og at- orku, og mun vart til sá Sunn- lendingur, sem ekki kannast við þau systkini. Páll varð snemma atorkumaður og sótti til fanga jafnt til sveita og sjávar. Hann var lengi sjórnað ur, fyrst á skútum og síðar lengi á togurum. Og lengi eft- ir að hann varð bóndi, fór hann til sjós á vetrum. Var hann ágætur sjómaður og góð- •ur félagi. Ég hef heyrt gamla félaga hans minnast glað- værðar hans og félagslyndis, en það erp einkenni hans, sem öllum eru og verða minnis- stæð, sem kynnast honum. — Enda finnst öllum gott að ver.a með Páli, hvort heldur er við starf eða í leik. Páll byrjaði búskap árið Í918 í Svarfhóli og bjó þar eitt ár. Hann var síðasti bónd- inn þar. En vorið eftir byggði Stefán bóndi Eiríksson á Litlu Reykjum honum hluta af jörð sinni. Hafði hann fengið til- boð frá um tuttugu mönnum, sem vildu fá að komast að Reykjum, og voru það allt efnilegir menn. En Stefán valdi Pál úr hópnum. Ég efast ekki um, ao nann hefur gert val sitt af mjög athuguðu máli og hann varð ábyggilega ekki fyrir vonbrigðum með ungu hjónin, sem hann byggði jörð sína, því að þau reyndust gömlu hjónunum á Revkjum í alla staði sem bezt. Síðan keypti Páll jörðina af Stefáni og býr þar enn áasmt Þórarni syni sínum. Páll á Reykjum hefur kom- ið mjög við sögu ýmissa mála r héraði sínu á langri lífsleið. Til hans hefur gjarnan verið leitað, þegar bændur hafa þurft á að halda dugnaðar- og kjarkmanni til stórræða. T. d. fór hann mörg vor inn á af- rétt til þess að gera við af- réttargirðingu Flóamanna. — Var það oft á tíðum erfitt verk og lenti Páll oft í ævintýrum við þau störf. Einnig var hann mikill og góður fjallamaður og stundum f jallakóngur í for- föllum Magnúsar bróður síns. í mörg ár fór Páll í eftirleit á Flóamannaafrétt. En sú leit var erfiðust allra fjallaleita og ekki valdir til hennar nema hraustustu og dugmestu menn. Reynir mjög á karl- mennsku og kjark leitar- manna og ekki sízt foringjans, en það hlutverk hafði Páll á hendi. Páll lenti í mörgum ævintýrum í fjallaferðum og hefur hann sagt að nokkru frá því í bókinni Göngur og réttir. Stefán á Reykjum var þjóð- hagasmiður, bæði á tré og já-rn. Nyrzt í bæjarröðinni á Reykjum var smiðja, þegar ég var að alast upp. Hún var í fornum stíl. Þar smíðuðu þeir Stefán og Páll margt fyrir sveitunga sína. Þeir voru báð- ir afbragðs smiðir á hestajárn. Ég hef engan vitað né séð, sem er jafnfljótur og Páll að járna hesta. Á stundum, þegar ná- grannarnir komu með hest til Páls til Þess að láta hann járna, smíðaði hann fyrst skeif urnar og járnaði síðan, þó hitt væri tíðara, að búið væri að panta þær áður. Páll var sérstaklega laginn að járna ótemjur og hrekkjótta hesta. Var' það hvorttveggja í senn, að hann var fljótur við járn- ingarnar og hitt að hann var mjög laginn. Ég held, að Páll á Reykjum geti smíðað flest, sem hann vill og hin frumstæðu tæki 'hans leyfa. Ég man einu sinni, að bílstjóri var staddur skammt frá Reykjum, hafði það óhapp viljað til, að hann týndi sveifinni, sem bílnum var snúið í gang með. Kom hann því bílnum ekki í gang, þegar hann ætlaði að fara af stað. Datt þá einhverjum í hug að leita til Páls og freista — hvort hann gæti ekki smíð- að sveif, og tókst það svo vel, að bílstjórinn kom bílnum í gang. Páll á Reykjum er alveg sér stakur greiðamaður og hjálp- samur til hvers sem var. Hann getur ábyggilega ekki synjað neinum um það sem hann hef- ur. Og gestrisni á Reykjum er svo mikil, að á fáum bæjum veit ég hana meiri. Eftir að vegur kom upp í Reykjahverfi og mjólk af næstu bæjum var flutt að Reykjum, fannst Páli það hrein móðgun, ef þeir sem fluttu mjólkina kæmu ekki heim og drykkju kaffi. Ég hef þekkt Pál frá því ég man fyrst eftir mér. Ég hef alltaf haft af honum sömu góðu kynnin, jafnt sem barn og fullorðinn. Ég man, þegar við systkinin vorum við leik, að þegar Pál bar að garði var hann fús til þess að leiðbeina okkur og söng, spil'aði við okkur og tefldi. Og alltaf var hann sami félaginn, jafn létt- ur í lund og sannur í leik og gleði. Með slíkum manni er gott að vera. Páll er kvæntur Vilborgu Þórarinsdóttur Öfjörð, hinni ágætustu konu. Eiga þau sex börn öll 'hin efnilegustu. Ég vil að lokum óska Páli og Bréf: UPPSPRETTU LINDI í BLÁÐINU Þjóðviljinn birt- ist 1. okt. smágrein um útlent heimspekirit nýútkomið, og er greinin eftir mann, sem kallar sig ,,alter ego“, — ann- að sjálf en hans eigið. Fæst rit þetta, eftir því sem segir í greininni, við hina fyrstu grísku heimspekinga, Miletos- menn, sem ásamt nokkrum öðrum Grikkjum þeirra tíma (600—400 f. Kr.) hafa af sum- um verið taldir hinir vitrustu menn, sem uppi hafa verið, og frumhöfundar vísindalegrar hugsunar. Greinarhöfundur tilfærir meðal annars þessi orð bókarinnar: „Mikilfeng- leiki heimspekinganna í Mile- tos er fólginn í því, að þeir settu fram í nýju formi, óháðu og hlutlægu, þau grundvallar- sannindi, sem þröngvazt höfðu inn í vitund frumstæðra manna, en höfðu áður verið sett fram í hlutbundnu og huglægu formi þjóðsögunnar.“ Ég býst við, að margir, sem þetta lesa, styrkist við það í þeirri trú, að heimspeki sé eitthvað mjög óaðgengilegt og torskilið. En þó held ég, að það sé misskilningur. Demo- kritos og Leukippos, sem uppi voru á 5. öld f. Kr., settu fyrst- ir fram frumeindakenninguna, atómkenninguna, sem hverju barni er auðskilin. Demokrit- os sagði, að allir hlutir væru gerðir af atómum, frumeind- um, og að geijnur sá, sem þau hýsir, sé óendanlegur, — og að annað sé ekki til. Eða ná- kvæmar tiltekið: frumeind- irnar eru það sem er, en hinn tómi geimur eða rúmið það, F ORSETI neðri málstofu brezka þingsins var kjörinn s. 1. þriðjudag eftir harðar deilur flokkanna. Hugh Gait- skell foringi Verkamanna- flokksins sagði, að forsetann ætti ekki að kjósa eftir póli- tískum línum ('Verkamanna- flokksþingmaður hefur aldrei verið forseti neðri málstof- unnar), og íhaldsmenn kváð- ust geta fallizt á að sir Frank Soskice, fyrrverandi ríkissak- sóknari, yrði kjörinn en hann gaf ekki kost á sér. Þá buðu íhaldsmenn fram sir Harry Hylton-Foster og var hann kjörinn gegn mótmælum þing manna Verkamannaflokks- ins. Hinn nýji forseti málstof- unnar, sir Harry Hylton-Fos- ter, mótmælti kjörinu mjög harðlega og varð að draga hann með valdi í hið virðu- fjölskyldu hans til hamingju á þessum tímamótum og jafn- framt þakka löng og góð kynni og vona að gæfa og gengi fylgi honum og fjölskyldu hans um alla daga. Jón Gíslason, sem ekki er. Þetta er kenning Demokritosar: „Allt, sem til er, er á sí- felldri hreyfingu. Til eru ó- endanlega margir heimar (hnettir) og eru þeir misjafn- ir að stærð. í sumum er sól og tungl (sjáanlegt), í mörg- um heimum erú þau stærri en sólin og tunglið hjá oss, og sums staðar eru þau fleiri en hér. Mislangt er milli heim- anna, á sumum svæðum í geimnum eru fleiri heimar en á öðrum svæðum. Sumir heim ar eru að vaxa, aðrir standa í stað, enn aðrir eru að minnka. Sums staðar eru þeir að verða til, annars staðar að leysast upp. Endalok þeirra verða með þeim hætti, að þeir rekast á. — Til eru heimar, sem snauðir eru að dýralífi og plöntulífi og algerlega vatnslausir.“ Ekki get ég annað sagt en að þessi senn 2500 ára gömlu orð séu ólíkt auðskildari en hin nýsögðu orð Englendings- ins heimspekilærða, en einnig stórum meira undrunarefni. Hvernig stendur á því, að Demokritos, sem uppi var löngu áður en vitað var, að fastastjörnurnar eru sólir, og áður en nokkúr sjónauki var til, skyldi hafa það rétt, að á sumum hnöttum má sjá fleiri en eina sól og fleiri en eitt tungl? Hvernig stendur á því, að hann veit, að til eru vatnslausir hnettir og snauð- ir að lífi, auk hinna mörgu, sem lífið þróast á? Hvernig stendur á því, að Demokritos talar um þessa hluti, sem svo lega sæti. Englendingar eru fastheldnir við fornar venjur og samkvæmt gamalli hefð neitar hinn nýkjörni forseti að taka við embættinu og draga þingmenn hann í sætið. Þessi formlegu mótmæli stafa frá því, að á tímabilinu frá 14.—17. aldar höfðu þingfor- setar oft góða og gilda ástæðu til þess að sækjast ekki eftir embættinu. Á árunum 1376—- 1504 voru nefnilega sex for- setar neðri málstofunnar háls höggnir og margir þeirra létu lífið á dularfullan máta. Þing- ið hefndi þessara aðgerða kon ungsvaldsins árið 164.9 er það lét hálshöggva Karl I. Einn frægasti atburður í sögu enska þingsins gerðist á árinu 1642 er Karl I. gekk inn 1 þingsalinn með hóp her- manna og heimtaði að fá fram selda fimm menn, meðal þeirra John Pym. Hann hróp- aði nafn Pyms, en fékk ekk- ert svar og sneri hann sér þá að forseta málstofunnar, og spurði hvort Pym væri í saln- um. Svar forsetans er talið hafa valdið aldahvörfum í sögu brezka þingsins: „Ég hef engin, augu til að sjá með, eng'a túngu til að taía með nema neðri málstofan, sem ég þjóna,: gefi mér skipun um að sjá og heyra. Ég get þess vegna ekki svarað þessari spurningu“. ótrúlegt virðist, að hann skyldi hafa nokkra hugmynd um, eins og sá, sem séð hefur og skynjað, enda hefði með ályktunum einum ekki verið hægt að komast svo langt, jafnvel þótt ályktunargrund- völlurinn væri góður. Þessu hygg ég, að hinn lærði Eng- lendingur hafi engin svör við. En ég hygg, að sumir íslend- ingar viti betur. Ég hygg, að meðal íslendinga séu þeir til, sem kunna að gera sér ljósa grein fyrir þessari „upp- sprettulind Demokritosar“, sem hinir gáfuðustu meðal málsvara trúarbragðanna hafa furðað sig svo mjög á. Ég hygg, að á íslandi hafi komið fram merkilegri heimspeki en í nokkru öðru landi, þekking, sem sættir trú og vísindi og gerir ljóst, að lifað er eftir dauðann á öðrum stjörnum, þekking, sem mun vísa mann- kyninu og hverjum einstökum leið til framfara, þegar allt annað hefur brugðizt. Þorsteinn Guðjónsson. Kafbátar Framhald af 12. síðu. Stundum kemur það fyrir að farþegar taka sér far með kafbátum stutta leið. Það gerðist í Norður-Atlantshafi fyrir skömmu, að er skipstjóri kafbátsins kom upp í stjórn- pallinn einn daginn, að selur lá í makindum á dekkinu og horfði forvitnisaugum á manninn. é’ Féiagslíf VALUR Aðalfundur knattspyrnufé- lagsins Vals verður haldinn miðvikudaginn 4. nóv. næstk. kl. 8,30 e. h. í Félagsheimil- inu að Hlíðarenda. 'Venjuleg aðalfundarstörf. Lagabreyt- ingar. — Stjórnin. Húselgendur. önnumst allskonár ir&tas- og hitalagnlr. HITALAGNI* hJL Símar 33712 — 35444. 5. SKIÞA.mtítRB KIMSINS ___usganáfli Baldur fer til Sands, Gilsfjarðar og Hvammsfjarðarhafna á mið- vikudag. Vörumóttaka árdegis sama dag. austur um land til Bakka- fjarðar hinn 31, þ. m. Tekið á móti flutningi til Hornafjarðar Djúpavogs Breiðdalsvíkur Stöðvarfjárðar Fáskr úðsf j arðar Borgarfjarðar Vopnafjarðar og Bakkafjarðar á morgun. Farseðlar seldir á föstudag 10 27. okt. 1959 — Alþýðublaðið

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.