Alþýðublaðið - 03.11.1959, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 03.11.1959, Blaðsíða 6
í PARÍS er' til klúbb- ur, sem. eingöngu þeir, sem eru 200 pund og þar yfir, fá að gerast félagar í. Klúbburinn heitir ,Hinir tvíbreiðu* og hafur staifað með miklu fjöri — Fyrir skemmstu gekk fjörið og hamagangurinn svo úr hófi fram, að veit- ingamaðurinn og hús- leigjandinn urðu að kalla á lögregluna til þess að skakka leikinn. Þegar hún kom á vettvang vai' aðkoman síður en svo glæsileg: í einum saln- um var allt veggfróðrið rifið af, að ekki sé talað um brotna stóla og annað þess háttar. — „Hinir tvíbreiðu" eru nú húsnæðislausir, en hafa. í hyggju að byggja eigin húsnæði — húsnæði, sem „þolir kröftugan dans þeiira, sem eru dálítið meira en skinnið og beinin“! SÆNSKIR og finnskir læknar hafa í seinni tíð í æ ríkara mæli sent áfengis- sjúklinga til yogasérfræð- ings i Kaupmannahöfn. Sér fræðingurinn heitir Paul Kofod og hann hefur haft í nógu að snúast undanfarið. Aðferðin, sem hann notar, er eins konar sefjun og hon- um hefur heppnazt hvað eftir annað að fá algera drykkjusjúklinga til þess að hætta að drekka að fullu og öllu. Mörg fyrirtæki í Kaup- mannahöfn hafa leitað að- stoðar Kofods varðandi hátt setta starfsmenn, sem hafa gerzt of nánir kunningjar Bakkusar. Kofod getur því aðeins læknað áfengissjúk- linga, að þeir vilji það sjálf ir, og efsvo er, er árangur- inn mjög jákvæður eins og fyrr er sagt. >að er ekki hægt að varast þá grunsemd í sambandi við fyrirtækin, að starfsmenn þeirra þurfi að vera heldur betur hátt- settir til þess að vera send- ir til Kofods í staðinn fyrir að vera reknir. Að sögn hafði Kofod fyr- ir skemmstu undir höndum áfengissjúkling, sem þarfn- aðist hvorki meira né minna en eins og hálfs líters af á- fengi á degi hverjum. Hon- um tókst að minnka áfeng- isneyzlu hans niður í ekki neitt og sjúklingurinn er nú alheilbrigður. Kofod segist ekki beita dáleiðslusvefni við Iækningar sínar, eins og sumir hafa notað til þess að lækna eiturlyfjaneytendur. Þegar sjúklingurinn hefur játað, að hann vilji hætta að drekka, beitir Kofod að- eins sálfræðilegri kunnáttu sinni, gerir sjúklinginn að trúnaðarmanni sínum og tal ar við hann í einlægni. Svolítið um RÍKIÐ Nigeria hefur heitið 1000 punda verðlaun um fyrir samningu þjóð- söngs. Það er sannarlega hærri upphæð en Carey fékk fyrir „God Save The King“ eða de Lisle fyrir ,,Marseillaisen“. Þjóðsöngur Austurríkis er saminn af Mozart og þjóðsöngur Þýzkalands af Haydn. Verdi samdi eitt sinn þjóðsöng fyrir Egyptaland. en hann hvarf með Faruk. Ef við sleppum stórþjóðunum og snúum okkur að hinum smærri: Þjóðsöngur Hawaii (við höfum reyndar aldrei heyrt hann, en hann hlýtur að vera eitthvað í ætt við húla-húla) er saminn af Kong Kalakan (1874—91) og þjóðsöngur Etiopiu er saminn af bandarískum hljómsveitarstjóra, M. K. Nalbadian. Hinn nýi þjóð- söngur Rússa er saminn af Alexandrov, nemanda Rim- sky-KorsakoV og Glazunov. Að launum fyrir ómakið fékk hann prófessorsnafn- bót. -X Wm ; 3 j ' fWÉ FLESTIR láta sér nægja eina athöfn, þegar þeir ganga í heilagt hjónaband, kirkjulega eða borgaralega eftir atvikum. Frönsku hjónin Francine Parry og Roland Schmith létu ekki staðar numið, þegar kirkj- unni sleppti. Þau giftu sig í annað sinn við hátíðlega at- höfn — á línu, sem strengd var milli tveggja gamalla turna, 30 metra fyrir ofan La Rochelle í Frakklandi. Málið skýrist, þegar sú vit- neskja er látin í ljós, að hjónin eru bæði loftfimleika menn og hafa verið í loftinu meira og minna undanfarin ár. Mikill mannfjöldi horfði á loftbrúðkaupið, enda hafði það verið auglýst rækilega áður. Það var ka- barettsöngvari, sem tók að sér hlutverk prestsins og framdi hjónavígsluna. Hann varð að klifra upp átján þrepa brunastiga til þess að ná til brúðarparsins. Frsmfíto- eldhúsið AMERÍSKT tímarit hefur gert sér til gamans að spá, hvernig eldhús framtíðar- innar muni vera. Hér eru nokkur atriði úr spádómin- um: Sérstakur fataskápur, þar sem fötin eru hreinsuð yfir nóttina með ultra-geislum. Þvottavél, sem þvær, rullar, þurrkar, strau- ar og brýtur saman þvott- ínn. -jL- ísskápur, sem er hvort tveggja í senn: ísskáp- ur og eldavél. Einungis þarf að setja matinn í skápinn og út úr honum kemur hann tilbúinn á matborðið. Vél, sem skúrar og bónar gólfin. -JV, Sjónvarp, þar sem' hús- freyjan getur fengið sjálfan kjötkaupmanninn á skerminn og gert öll inn- kaup við hann fyrir heim- ilið þannig að hún þurfi ekki að fara svo mikið sem eitt fet út úr húsinu! # * NORSKT vikublað efndi til myndlistarkeppni og þrautin var þessi: að gera teikningu af konu í sem fæstum og einföldustum dráttum. Myndin hér að of- an hlaut fyrstu verðlaun, og einfaldari gat hún varla ver ið, eða hvað finnst þeim, sem vit hafa á myndlist? BANKAR í Bandaríkjun- um hafa látið teikna sér- stakt letur, sem bæði menn og rafmagnsvélar eiga að geta lesið. Við fyrstu sýn virðist manni letrið öllu bet ur fallið til lestrár fyrir síð- arnefnda aðilann, en hvað um það. Samtímis því, sem banka- starfsmenn þar vestra þurfa að leggja á sig að læra að lesa upp á nýtt, er hætt við að margir þeirra missi sföð.ti sína á næsunni. í ráði er að bankarnir taki í þjónustu sína rafmagnsheila, sem á að geta leyst af hendi verk 45 starfsmanna. Rafmagns- heilinn getur flokkað ávís- anir og flokkar ekki minna en 1500 ávísanir á mínútu. Sömuleiðis getur hann fært inn á reikninga viðskipta- manna bæði innlagt fé og úttekið og gert yfirieitt allt það, sem óbreyttir starfs- menn hafa innt af hendi hingað til. EFTIRFARAN Bob Hope vi bróður sinn í vei; var haldinn til Krústjov, er hann um Bandaríkin: •— Við skulum k< er allt of mikið af leikurum! ir ár og dag“ he í 400 000 eintökum þýdd á 15 tungumí Og fjórða og bók skáldkí „Geðjast yður að B hefur þegar selzt í eintökum. NÝJA skáldsagai Francoise Sagan, yður að Brahms? valdið ákafri deil bókmenntafræðingí skiptast algerleg: flokka — þá sem h unni á hvert reipi hana til bókmennt: aftur hina, sem fim flest til foráttu og t< og sögur Sagan yfir ert eiga skylt við b ir. — Hvað sem stö cois Sagan í bókmei líður, þá er eitt vís hennar seljast með um vel. Fyrsta bók „Bonjour tristí ur selzt í 850 000 e og verið þýdd á 2. mál. Önnur bók „Eins konar br ur selzt í 550 000 e verið þýdd á 1' FANGAR FRUMSKÓGARINS VILLIMAÐURINN hugs- ar sig ekki um eitt andar- tak, heldur ræðst umsvifa- laust á Frans með eitur- spjótið á lofti. Það varð Frans til bjargar, að honum tókst að stökkva eldsnöggt til hliðar. Að því búnu kast- ar hann sér á villimanninn. Báðir velta á jörðinni. Mót- stöðumaðurinn er og lætur ekki yfirb á svona auðvelda: Bara að fleiri vi komi nú ekki á v< g 3. nóv. 1959 — Alþýðublaðið

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.