Alþýðublaðið - 03.11.1959, Síða 3

Alþýðublaðið - 03.11.1959, Síða 3
g sýmng USA-BALLETTINN sýndi í fyrsta sinn í ÞjóSleikhúsinu á sunnudagskvöld og er óhætt að fullyrSa aS þetta sé ein glæsi- legasta og lish'ænasta sýning, sem sézt hefur á íslenzku leik- sviði. Fagnaðarlátum leikhús- gesta ætlaði aldrei að linna í lok sýningar. Ballettflokkurinn kom hing- að seint á laugardagskvöld og yar þvf mjög skammur tími til æfinga: — en allt tókst samt vél. Undirleikur Sinfóníuhljóm- sveitarinnar vár með ágætum Og hinar hröðu skiptingar á leiksviðinu gengu fljótt og vel <og ljósatækninni var beitt af mikilíi smekkvísi. í hléinu var stjórnandi flokksins, Jerome Robbins, kynntur fyrir forseta íslands. VEIZLA Á EFTIR Að sýningu lokinni bauð þjóð leikhússtjóri öllum þeim, sem að sýningunni stóðu, upp á hressingu í Kristallssal Þjóðleik hússins. Þar voru einnig boðnir menntamálaráðherra, utanríkis ráðherra og ameríski sendiherr ann. Þjóðleikhússtjóri ávarpaði ballettflokkinn og þakkaði stjórnanda hans, Jerome Rob- ins, fyrir komuna og sagði að þetta væri ein skemmtilegasta og listrænasta danssýning, sem. hér hefði nokkurn tíma sést. Stjórnandi þakkaði og gat þess, að það hefði verið flokknum á- nægjuefni að koma til ísiands. r r NÝ útvarpssaga hefst kl. 20.35 í kvöld: Sólarhring- ur eftir Stefán Júl íusson (höfundur les), Kl. 21 María Maxkan syngur ís- lenzk lög. Kl. 21.30 Með köldu blóði (Sigurbjörn Einarsson biskup). Kl. 22.10 Trygg- ingamál (Guðjón Hansson trygginga fræðingur). Kl. 22.30 Lög unga fólksins. Kl. 23.25 Dagskrárlok. FYRSTU bækur Bókaútgáfu Menningarsjóðs á þessu ári rru komrnar á markaðinn. Eru þetta fjórar bækur, þar á meðal þjóð sag'nabók Ásgríms. í henni eru myndir, fi,- Ásgrímur hefur gert við 30 þjóðsögur og þjóðsögurn ar sjálfar eru prentaðar með. Gils Guðmundsson, forstjóri Bókaútgáfu Menningarsjóðs, ræddi við blaðamenn í gæi' og skýrði þeim frá þessum' bókum útgáfunnar. Fer frásögn hans hér á eftir: 50 HEILSÍÐUMYNDIR í Þjóðsagnabók Ásgríms eru 50 heilsíðumyndir eftir Ásgrím er hann hefur gert við 30 bjóð- sögur. Inngangsorð hefur Einar Ólafur Sveinsson ritað. Upp- haflega var geit ráð fyrir, að m.yndamót í bókina yrðu gerð erlendis, en horfið var frá því og ákveðið að vinna bókin að öllu levti hér. Voru myndamót- in garð í Prentmót h.f., en bók- in prentuð. í Odda og bundin í Sveinabókbandinu. Kvaðst Gils þeirrar skoðunar, að verkið hefði tekizt mjög vel og væri þeim, er unnið hefðu það, til sóma. NORÐLENZKI SKÓLINN Þá er komin út á vegum. Menningarsjóðs bókin Norð- lenzki skólinn eftir Sigurð höit inn Guðmundsson skólameist- ara á Akureyri. Var bókin til í handriti, er Sigurður lézt, en Þórarinn Björnsson skólameist- ari hefur búið bókina til prent- unar. í bókinni er rakin saga Hólaskóla, Möðruvallaskóia og Menntaskólans á Akureyri. Þá er enn fremur komið út á vegum Menningarsjóðs þriðja og síðasta bindið af verkum Pálma heitinns Hannessonar rektors. Nefnist það Mannraun- ir. Eru í bindi þessu ýmsar rit- fferðir og ræður Pálma heitins Hannessonar. Fremst í bókinni er minningargrein um Pálma eftir Jóhannes Áskelsson. Og fjórða: bókin, sem út ex* komin á vegum Menningar- sjóðs, er Grafið úr gleymsku. eftir Árna Óla. Eru það þjóð- lífsmyndir frá ýmsum tímum. ! Sumt í bókinni hefur birzt áður í Lesbók Morgunblaðsins. tinni stórgjö ÞESSA dagana er staddur hér á landi Ludvig G. Braat- hen, útgerðarmaður og flug- vélaeigandi. Braathen er Is- lendingum að góðu kunnur, einkum vegna höfðinglegra gjafa hans til skógræktarinn- ar og samvinnu hans við Loft- leiðir. Nú hefur Braathen enn einu sinni gefið Skógrækt rík- isins 10 þúsund norskar krón- «r, sem verja á til skógræktar og hefur hann þá gefið alls 50 þúsund norskar krónur á 4 ár- «m. Blaðamenn voru kynntir fyr- ir Braathen á fundi í fyrradag, Sem þeir Hákon Bjarnason, skógræktarstjóri, Kristján Guð laugsson, Alfreð Elíasson og Sigurður Magnússon hjá Loft- leiðum héldu. Á fundinum færði Hákon Bjarnason Braathen þakkir fyrir hinar höfðinglegu gjafir !hans og þann áhuga sem hann sýndi á málefnum íslenzku skógræktarinnar. Jafnframt skýrði Hákon frá því, að þegar væri búið að gróðursetja 115 þúsund trjáplöntur í Braat- henskógi í Skorradal. Sagði hann, að nýjum Braathenskógi yrði komið upp í Haukadal eða Vífilsstaðahlíð. Þeir Kristján Guðlaugsson, form. stjórnar Loftleiða, og Al- freð Elíasson, framkvæmda- stjóri Loftleiða, ræddu sam- starf félagsins við Braathen og fóru miklum viðurkenningar- orðum um hann og færðu hon- um þakkir fyrir samstarfið, sem þeir kváðu vera forkunn- ar gott og ánægjulegt. Sem kunnugt er, sér Braathen um viðhald á flugvélum Löftleiða, en tekið var skýrt fram á inum, að Braathen sé ekki með eigandi í félaginu. Loks flutti -Braathen stutta ræðu og ræddi fyrst .um ræktina, sem hann kvað mjög þýðingarmikla fyrir þjóðarbú- skap Norðmanna. Sagði hartn, að á íslandi væri hægt að rækta mikla nytjáskóga og kvaðst vona að ráðamenn kæmu auga á hina miklu þjóð- hagslega þýðingu þeirra. Einnig þakkaði Braathen hið góða samstarf við Loftleiðir. Hann ræddi og um framtíð flugsins og kvað það sína un, að í framtíðinni myndu farmflutningar í lofti stói'auk- ast. Sagði Braathen að íslend- ingar hefðu mikla möguleika til þátttöku í framtíðarverk- efnum flugsins. 9 nýir cióseníar við Háskólann HINN 24. október 1959 voru eftirgireindir læknar skipaðir dósentar í læknadeild Háskóla fslands: Dr. med. Friðrik Ein- arsson, Haukur Kristjánsson, Kristbjörn Tryggvason, Krist- ján Sveinsson, Ólafuir Bjarna- son, Stefán Ólafsson og Theó- dór Skúlason. Sama dag voru þeir K. Guðmundur Guðmunds son tryggingafræðingur og SvaVar Pálsson, löggiltur end- urskoðandi, skipaðir dósentar í laga- og viðskiptadeild. Jafnaðarmenn unnu verulega á. KOSNINGAR til Stúdenta- ráðs Háskóla íslands fóru fram síðastliðinn laugardag. Mark- verðustu úrslit þeirra kosninga urðu þau, að Vöku-íhaldið missti me'i.'ihluta sinn, sem það hefur haft undanfarin þrjú ár, og hins vegar veruleg fylgis- aukning jafnaðarmanna eða úr 9,6% gildra atkvæða í 12,3% Það kemur ef til vill spánskt fyrir í augum sumva, að koma með jólaglugga 1. nóvember. En sannleikurinn er sá að einmitt núna er rétti tíminn, að kaupa jólagjafir fyrir æítingja og vini erlendis. Til hægðarauka fýíir viðskiptavini sína annast minjagripadeild Rammagcrð- arinnar um sendingar „um allan heim.“ WWWWWWWWWWMW'twwwwwwwwwwww Úrslit urðu annars sem hér segir: A-listi Stúdentafélags jafnað armanna hlaut 68 atkvæði eða 12,3% og einn mann kjörinn, Jónatan Sveinsson, stud. jur. B-listi framsóknar, þjóðvarn- ar og kommúnista hlaut 159 at- kvæði éða 28,6% og þrjá menn kjöina, Jón Jakobsson, stud. jur., Vilborgu Harðardóttur, stud. philol. og Jóhann Gunn- arsson, stud. philol. C-listi óháðra vinstri manna hlaut 91 atkvæði eða 16,4% cg einn mann kjörinn, Þórarin Ó1 afsson, stud. med. D-listi Vöku-íhaldsins hlaut 237 atkvæði eða 42,7% og fjóra menn kjörna, Árna Grétar Finnsson, stud. jur., Jóhann G. Þorbergsson, stud. med., Njörð P. Njarðvík, stud. mag. og Grétar Br. Kristjánssn, stud. jur. Á kjörskrá voru rúmlega 800 m gild atkvæði voru 555. ’JRSLIT í FYRRA. 1 Stúdentaráðskosningunum í 'yrra hlaut A-listi Stúdentafé- ags jafnaðarmanna 59 atkvæði ða 9,6% og 1 mann kjörinn, B- isti framsóknarmanna hlaut J.03 atkvæði eða 16,7% og 1 mann kjörinn, C-listi kommún- ista og Þjóðvernar hlaut 146 at- kvæ-ði eða 23,5% og 2 menn kjörna og D-listi Vöku-íhalds- ins hlaut 294 atkvæði eða 47,7 %> og meíin kjörna. Gild atkvæði voru þá 616. Alþýðublaðið — 3. nóv. 1959 J

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.