Alþýðublaðið - 03.11.1959, Blaðsíða 9

Alþýðublaðið - 03.11.1959, Blaðsíða 9
Josef Malek hefur sett tékk- neskt met í sleggjukasti, hann kastaði 63,01 m., n gamla met- ið var 62,37 m. Torfason, Guðni Skúlason, Ein- ar Magnússon, Einar Norðf jorð, Vilberg Þorgeirsson, Jón Jó- hannsson, Ólafur Marteinsson, Jóhann Ólafsson, Sveinn Pét- ursson, Kristján Ingibergsson og Stefán Bergmann. Valsblaðið er ■ komið út VALSBLAÐIÐ, 13. tbl., er nýkomið út. Efni blaðsins er fjölbreytt að vanda, í því er m. ' | a. Dagbók úr handknattleiksför Vals til Færeyja, Hugleiðingar um mesta sigurárið, Hefur þú farið til spákonu? 2. flokkur 1 norðurför, Unglingastárfið, Hver er Valsmaðurinn? Knatt- leikni — leikgleði o. fl. Bitið ei' prýtt mörgum myndum, en ritstjórar eru Einar Björnsson, Frímann Helgason og Ólafur I Sigurðsson. ; Fremsta röð frá vinstri: Sævar Þórðarson, Ólafur Lárusson, Sævar Tjörvason, Einar Jóns- son, William Þorbergur, Stein- ar Sigtryggsson, Rafn Sveins- son, Sig. Ei’lendsson, Kristján Guðlaugsson, Hjörtur Sakarías- MEISTARAMÓT Reykjavík- ur í handknattleik hélt áfram um helgina og var keppt bæði á laugardags- og sunnudagskvöld. Alls voru háðir 12 leikir. Þessi urðu úrslit á laugardaginn: 2. fl. kvennaA: Ármann — Víkingur — Fram 9:2. KR 5:0. Ármanns og Víkings liðin voru mun sterkari en KR og Þýzkt sund- fólk í Kína Austur-þýzkt sundfólk er á keppnisferðalagi r Kína og á- gætur árangur hefur náðst. Þjóðverjinn Tittes sigraði bæði í 100 og 200 m. bringusundi á 1:11,8 og 2:40,9 mín. Annar í 100 m. varð Kínverjinn Mu Suan Su á 1:12,4 mín., en hann hefur bezt fengið 1:11,1 á þeirri vegalengd. — Fu Ta sigraði í 100 m. skriðsundi á 56,8 sek. og í 200 m. á 2:11,3 og Þjóð- verjinn Millow í 200 m. flug- sundi á 2:28,9 mín. í 4x100 m. fjórsundi sigraði Kína á 4:22,6 gegn 4:22,7 mín.! t Fram, það er augljóst að Vík- ingur er á uppleið sem sterkt handknattleiksfélag. 3. flokkur karla A: Þróttur — Fram 4:3. Víkingur — ÍR 7:2. 2. flokkur karla A: Víkingur •—■ Þróttur 4:10. Valur — KR 5:12. Fram — Ármann 6:10. Á sunnudagskvöldið fóru að- eins fram meistaraflokksleikir og komu úrslit mjög á óvart. Sérstaka athygli vokti sigur Ár- manns yfir KR (Reykjavíkur- meisturunum) og svo sigur Þróttar yfir ÍR. KR-ingar byrj- uðu veþ en Ármann sótti sig mjög og í lokin var staðan 13: 12 fyrir Ármann, mjög spenn- andi leikur. lR sýndi lélegan leik og Böðv ar í markinu varði lítið. Annars er lið Þróttar í framför. ÚRSLIT Á SUNNUDAG: Meistaraflokkur kvenna: Þróttur' — KR 5:12. Ármann — Víkingur 11:2. Meistaraflokkur karla: Ármann — KR 13:12. Víkingur — Fram 6:13. ÍR — Þróttur 6:11. ÞEIR eru ao varpa kulu þessir, eins og þið sjáið og myndin er tekin á svip- uðu augnabliki af þeim öllum. — Sá, sem er lengst til hægri heitir Me- coni og er ítalskur, í mið- ið er Rowe, en hann á Evrópumetið og er ensk- ur og sá þriðji heitir Lind- say, enskur og er talinn sérstaklega efnilegur. Me- coni og Rowe eru einu kúluvarparar Evrópu, sem geta veitt Banda- ríkjamönnum einhverja keppni í Róm næsta sum- ar. WTOUMMWmtWWWW Erlendar fréttir í stuttu máli Rússarnir hafa nú fært frjáls íþróttamót sín suður á bóginn og nýlega kepptu þeir á stór- móti í Jalta og þar náðist m. a. eftirtalinn árangur: Kono- valow 10,4 sek. í 100 m. hlaupi, Artinjuk 29:34,4 mín. í 10000 m. hlaupi, Michalov 13,9 sek. í 110 m. grindahlaupi, Petren- ko 4,40 m. í stangarstökki, Rajchowski 15,51 m. í þrí- stökki Varanauskas 17,53 m. í kúluvarpi og Samosvetov 64,08 m. í sleggjukasti. ursælir Keflvikinpr Á síðast liðnu sumri stóðu keflvískir knattspyrnumenn sig með hinni mestu prýði. Sértaka athygli hefur þó vakið hin glæsi lega frammistað, sem yngri flokkur Í.B.K. hefur náð á sumr inu. Á knattspyrnumóti íslands í 3. 4. og 5. flokki náðu Keflvík- ingar þeim ágæta árangri, að komast í úrslitakeppnina og í 44. flokki urðu Keflvíkingar ís- landsmeistarar, þeir fyrstu sem Í.B.K. eignast. Alls léku þessir þrír flokkar 37 leiki í sumar. Sigruðu þeir í 39 leikjum, gerðu 3 jafntefli og töpuðu aðeins í 4 leikjum. Skoruðú þeir alls 104 mörk gegn 24. Ekki þarf að kvíða framtíð knattspyrnunnar hér, haldi þessir flokkar vel saman og leggi rækt við æfingar, því að æfingin skapar meistarann. Kínverjinn Tsjin Yuan hef- ur sett nýtt Asíu-met í kringlu kasti, hann kastaði 53,48 m. Schar setti ísraelskt met í kúluvarpi með 15,98 m. kasti. Nýjustu fréttir frá þýzka frjálsíþróttaflokknum í Japau eru frá móti í Odawara, en þar sigraði Ogushi í 400 m.. grind með 52,4 sek., en Janz hljóp á 53 sek. Púll stökk 203 og Sji- goka 200, Japaninn Hara stökk 730 í langstökki og Okamota kastaði sleggju 60,39 m., sem er japanskt met. Ágætur árangur hefur náðst í köstum í Búdapest, Klics kast- aði kringlu 55,02 m., Petövary spjóti 77,13 m., og Zsivotsky sleggju 63,30 m. Jon Konrads getur synt 1500 m. skriðsund á 17 mín. réttum, segir þjálfari hans, Don tal- bot. — Met hans nú er 17:28,7 mín. og það er lélegt af hon- um, segir Talbot. Hann gerir það fyrir OL í Róm. Evrópumet Skotans Ian Black er 18:05,8 og heimsmet Arne Borg, sem stóð í 11 ár frá 1926 til 1938 var 19:07,2 ...! son, Birgir Einarsson, Og Sig. Gunnarsson. Miðröð frá vinstri: Gunnar Bergmann, Grétar Magnússon, Stefán Haraldsson, Karl Her- mannsson, Sigurður Hallgríms son, Borgar Óláfsson, Rúnar Júlíusson, Gunnar Þórðarson, Guðni Kjartansson, Sigurjón Jónsson, Einar Gunnarsson og Hafsteinn Guðmundsson, form Í.B.K. Efsta röð frá vinstri; Magnús ■iW Alþýðublaðið — 3. nóv. 1959 ^

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.