Alþýðublaðið - 04.11.1959, Blaðsíða 10

Alþýðublaðið - 04.11.1959, Blaðsíða 10
Furðulegur fundur í Sardes SARDIS, Tyrklandi. — Bandaríkis fornleifafræ'öing- ar hafa komið upp um glsep, sem framin var fyrir tvö l>ús und árurn, í hinni fornu borg Sardis í vesturhluta Tyrk- Iands. Fornleifafiræðingar frá há- skólunum í Harvard og Corn- ell fundu þarna gríðastórt leir ker, sem var vandlega lokað með. blýloki en þegar það var opnað var þar ekkert að finna nema steinvölur og mold. Þyk ir einsýnt að þarna hafi ver- ið settir gimsteinar og dýrir málmar í upphafi en einhver, sem vann við það verk hafi blátt áfram stolið auðæfunum og fyllt kerið með grjóti í stað inn. Hlýtur þetta að hafa ver ið gert meðan verið var að grafa kerið niður. Miklar og merkilegar forn- minjar hafa fundist í Sardes í sumar, verzlanir veitingahús og jafnvel almenningssalerni. Þarna er gnægð glervarnings og ber það vott um auðlegð borgarinnar á sínum tíma. Einhver furðulegasti fundur- inn eru tvær marmarastyttur, sem lágu andfætis einni bygg ingunni. Vantar höfuðið á þær báðar en talið er að þær séu af rómverskum embættis- manni og konu hans. Þær hafa augsjáanlega verið grafnar niður en hvers vegna er óleys anlegt vandamál. Sveinn Einarsson: í UPPHAFI þessarar ald- ar gerðist bylting í danslist- inni. Isadora Duncan sagði skilið við hinn klassiska ball- ettskóla og leitaði fyrir sér um nýjar leiðir, og þeir Foik- ine og Diaghileff tóku hönd- um saman um að koma í list- rænt form hugmyndum sínum um nýja, frjálsari túlkun. Bréf Foikines til The Times 1914 hefur orðið einskonar stefnuskráryfirlýsing, en þá voru sýningar á verkum hans ekki síður lifandi hvatning; sannleikurinn er sá að hér urðu ekki aðeins straumhvörf í danslist, heldur allri sviðs- list. Síðan hafa verið eins og tveir álar í einum farvegi: hinn klassiski ballett, lútandi sínum gömlu lögmálum, en þó enn fær um að hrífa og grípa hug og hjarta áhorfenda í Moskvu, London, París, Kaup mannahöfn og annars staðar, og svo nútímaballettinn, speg ill samtíðarinnar. Annars er nútímaballettinn varla nema nafn eitt, sem felur í sér ólík- ar stefnur og stíla: ekki eru allir forvígismenn hans jafn róttækir, sumir eru með ann an fótinn í hinni klassisku hefð og aðrir ekki. Einn af athyglisverðustu listamönnum nútímaballetts- ins, Jerome Robbins hefur að undanförnu haft sýningar í Þjóðleikhúsinu með ballett- flokk sínum: USA-ballettin- um. Þessi flokkur var stofnað ur fyrir hálfu öðru ári í því skyni að koma fram á lista- hátíð í Spoleto á Ítalíu, en ævi þessa dansflokks virðist ætla að verða lengri en í fyrstu var til ætlazt; að undanförnu hefur hann verið í sýningar- ferð um Evrópu og það hefur verið mikil sig'urför. Annars var Robbins síður en svo ó- þekktur listamaður áður en ballettflokkur hans var til, hafði árum saman starfað við Ballet Theatre og. New York City Ballet, sem dansari, dansasmiður og listráðunaut- ur. Þegar á stríðsárunum (1944) vakti hann athygli sem dansasmiður; það var þegar Ballet Theatre flutti verk hans Fancy Free, sem er sagt gamansamt verk, mjög ame- rískt að anda (hann skýtur t. d. þar inn djitterbúggi, án þess þó að fyrirlíta tækni hins klassíska ballettskóla).. Hér höfum við strax nokkur ein- kenni, sem finna má á sýn- ingu Robbins í Þjóðleikhúsinu núna, 15 árum síðar. Að undanförnu hafa ýmsir avant-garde menn í dans- heiminum samið dansa við elektróníska músik. Robbins gengur feti framar í „Möver“ (Hreyfingum), fyrsta liðnum á efnisskránni (og síðasta verki sínu) — hér er dansað án tónlistar og athyglinni allri beint að hreyfingunni. Hann fetar hér í fótspor Lic- hines, sem samdi Création fyr ir Les Ballets des Champs- Elysées fyrir nokkrum árum, og til eru auðvitað smærri dansþættir, sem fluttir eru á eða hafa verið án tónlistar. Næst kom „Afternoon of a faun“ (Síðdegi skógarpúkans), 6 ára gamalt verk. Frægur er ballett Nijinsijs L’Aprés- midi d‘un faun (hugmyndin úr kvæði Mallarmés), frum- sýndur hjá Diaghileff 1912. Robbins notar sömu tónlist (eftir Debussy), en túlkar síð an minnið (mótívið) á mjög sjálfstæðan hátt. Þetta ein- kennilega verk dönsuðu Wil- ma Cusley og John Jones af listrænni hófsemi og þokka. New York Export op. jazz, ballettinn, sem næstur kom, vakti kannski mesta athygli. Nú voru evrópskar erfðir og hefðir látnar lönd og leið, Listafólkið var í essinu sínu, hrynjandi hinna- amerísku al þýðudansa túlka ekki aðrir betur. Leiktjöld Ben Shawns juku á ánægjuna. Loks kemur ballettinn „Tón leikarnir“ eða „Hættuspil haers manns“. Gamansamar útleggingar á því, sem fólki dettur í hug á hljómleikum. Tónlist eftir Chopin. Góðlát- legt grín gert að ýmsum fyrir brigðum hins klassiska ball- etts, og minnir þá á Gala Per- formance eftir Anthony Tud- or, gamlan læriföður Robb- ins. En þó um flest ólík verk, manni finnst „Tónleikarnir" vera sérstaklega „amerískt“ verk. Og þá er efnisskránni lok- ið og við sjáum að hún er fjöl breyít, og gefur dansflokkn- um tækifæri til að sýna hæfi leika sína frá ýmsum hlið- um og á ýmsum sviðum. Og þó verður manni ljóst ein grundvallarhugmynd bak við hin ólíku verk. Það skilzt manni við þessi orð, sem Jer- ome Robbins hefur látið hafa eftir sér: „Við í Ameríku klæð um okkur, borðum, hugsum, tölum og göngum öðru vísi en fólk annars staðar. ‘Við dönsum líka öðru vísi“. List- in fær lit af því þjóðfélagi sem hún á að dafna í, ameríski dansinn er eins og ameríska þjóðin, rætur í Evrópu og víð- ar, en hins vegar búin að fá á sig eigið snið. Eins og Jerome Robbins og flokkur hans túlka okkur þetta, er það listrænt snið, og því eru þau aufúsugestir. Við bjuggumst við miklu og, við urðum. ekki fyrir vonbrigðum. Sveinn Einarsson. ☆ NYJAR BÆKUR ☆ Bók um heim- rHanna eignasf vinFr ili á ymsum tímum „HEIMA í koti karls og kóngs í ranni“ heitir bók eftir B. Bailey og E. Selover í ís- lenzkri þýðingu Steingríms heitins Arasonar kennara. Bókin er ætluð börnum og er mjög fróðlegur lestur fyrir þau. Hún fjallar um húsagerð og húsbúnað á ýmsum tímum og með ýmsum þjóðum og Þjóðflokkum, allt fiá tímum frummannsins, er byggði hella og staurabýli. Bókin er prýdd fjölda mynda. Hún er um 100 blaðsíður. a SJÖUNDA Hönnubókin, „Hanna eignast vin“, er kom- in út hjá Leiftri. Höfundur Hönnubókanna er Britta Munk. Þessi bók ei' 108 blað* síður að stærð. Næsta bók í þessum flokki heitir „Hanna í vanla“. eftir Euð~ frá runu Lundi GUÐRÚN frá Lundi sendir nú frá sér nýja skáldsögu, er heitir: „Á ókunnum slóðum“. Leiftur gefur skáldsöguna út. Hún er 243 blaðsíður, prentuð í prentsmiðjunn Leiftri. Sag- an er framhald skáldsögunnar „Svíður sárt brenndum“, sem kom út í fyrra. Guðrún frá Lundi er stór- virkur höfundur. Seljast sög- ur hennar jafnan mjög vel, og eins eru þær mikið fengnar að láni í bókasöfnum. „Nýi drengurinn,F NÝI DRENGURINN heitir ný drengjabók, sem út er komin hjá Leiftri. Hún er eft- ir Georg Andersen og þýdd af Gunnari Sigurjónssyni, Hún er 160 blaðsíður að stærð. HRÓI HÖTTUR og hinir kátu kappar hans heitir bók um hina vinsælu unglinga- sagna persónu Hróa Hött, út komin hjá bókaútgáfunni Eld ingu í Reykjavík, prentuð í Prentsmiðjunni Leiftri. Bókin er 150 blaðsíður að stærð, prýdd mörgum teiknimynd- um. rr „Skinnfeldur INDÍÁNASAGAN „Skinn- feldur" eftir J. F. Cooper er komin út hjá Bókaútgáfunni Eldingu í Reykjavík. Hún er rúmlega 100 blaðsíður að stærð, prentuð hjá Leiftri. Síðasii „Kveðjuhros” Móhíkaninn ny Ijóðabók KVEÐJUBROS heitir ljóða bók eftir Guðrúnu Guðmunds dóttur frá Melgerði út komin hjá Bókaútgáfunni Leiftri. Bókin er 160 blaðsíður. Áður er út komin eftir sama höfund Söngur dala- stúlkunnar, og auk þess hafa komið út ljóð eftir skáldkon- una í „Kristilegu vikublaði“. Hún er fædd 1889 á Kollafjarð arnesi í Strandasýslu. Lengi átti hún heima á Hvamms- tanga, en nú hefur hún legið rúmföst á Elliheimilinu Grund um sjö ára skeið. SIÐASTI Móhíkaninn, kunn indíánasaga eftir J. F. Cooper, er komin út hjá barnabókaútgáfunni Ylfingi í Reykjavík. Bókin er 128 blað síður að stærð, prýdd mörgum teiknuðum myndum. Ný Mölfu-Haju bók FJÓRÐA Möttu-Maju bókin er komin út hjá Leiftri. Heit- ir hún „Matta-Maja leikur í kvikmynd“. Höfundur Möttu- Maju bókanna er Björg Gaz- elle. Fimmta bókin, sem kem- ur út bráðlega, heitir „Matta- Maja sigrar“. Framhald af 9. síðu. sitt af hverju. Fannst mér enn að rætzt hafi það sem þeir segja, að Smith hafi verið leng- ur að taka niður knöttinn en Rússar ‘að taka mynd af tungl- inu. Svíarnir voru jafngóðir: þó myndi ég hiklaust telja. mark- manninn beztan í þessum leik. Simonsson ber kannski hæst vegna markanna, annars bar hann Htið af öðrum, en er auð- sjáanlega fyrsta flokks leikmað ur. Þó grunar mig, að hann sé hægfara, en hann virkaði þann- ig. Og læt ég nú útrætt um þenn an leik. Af mér er það að frétta, að ég er meiddur, og verð að taka það rólega. Hugsa ég að ég verði lengur að jafna mig til fulls en ég ætlaði í fyrstu. Ég vona nú samt að geta farið að æfa aftur eftir mánaðamótin, en um leiki þarf ekki að ræða, þegar svona stendur á. Ferðin hefur gengið samkvæmt áætlun og vel það, og vona ég að við Akurnesingar njótum sameiginlega ávaxt- anna af þessari ferð. En þá er tilganginum náð og mér fyrir mestu. Að lokum bið ég íþróttasíð- una fyrir kveðjur. Ríkliarður Jónsson. Menneinsog ... Framhald af 12. síðu. en það hve krokkt er af fólki á bitum og stögum brúarinn- ar sýnir, hver flóttinn af norð an var ör í desember 1950. 10 4 nóv. 1959 — AlþýðublaðiS

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.