Alþýðublaðið - 04.11.1959, Blaðsíða 11

Alþýðublaðið - 04.11.1959, Blaðsíða 11
25. dagur hún hafa svikið sig? Hún leit á Bill og sagði hræðslulega: ,,Farðu strax með mig til Staffords áður en ég skipti um skoðun“. „Ég vil ekkert fremur“. Hann borgaði kaffið og þau gengu út í sólskinsbjartan októberdaginn. Bíllinn hans var á stæði þar við. „Ég set þig af heima hjá honum og tek þig svo seinna. Þú verður sennilega hjá hon- um í dálítinn tíma. Eigum við ekki annars að hittast á Berkeley klukkan hálf eitt? „Hefurðu ekkert þýðingar- meira að gera en eltast við mig?“ „Ef svo væri myndi ég ekki eltast við þig“. Hann ók hratt og setti hana af í Harley Street klukkan ná- kvæmlega hálftólf. „Þú ert stundvís“, sagði hún og leit á klukkuna á mæli borðinu. Hann brosti. „Sjáumst aftur og gangi þér vel. Þér lízt áreiðanleg'a vel á Stafford. Hann er bezti náungi og mjog gáfaður. Láttu hann borga þér vel, hann hefur efni á því“. Henni deizt strax vel á herra Stafford. Hann var eldri maður með gáfulegt andlit og stingandi blá augu. „Mér skilst að þér vinnið hjá lækni, ungfrú Faulkner?“ „Já, ég hef unnið þar í þrjú ár“. „Þá vitið þér hvers konar vinnu ég bíð yður“. „Hann er aðeins sveitar- læknir“. Hann brosti. „Sveitarlæknar vinna meira en við“. „Sanders læknir vinnur mjög mikið. Þér viljið senni- lega skrifa honum og biðja um meðmæli?“ „Ég geri ekki ráð fyrir að .... áparið yður lilaup 6. mjlli wrgra veralEoxa1- OCkUOöl Á ÓIIUM ««! - Ausfcurstræti þeirra sé þörf. Bill Walker hefur gefið yður mjög góð meðmæli, en það er kannske réttara samt yðar vegna. Veit hann að þér eruð að hugsa um að fara frá hon- um?“ „Já. Ég —“ Hún hikaði og kreppti hnefana fast. Hún vissi að hún gat ekki snúið aftur. „Mig langar til að búa í London". Hún fór tíu mínútum seinna, búin að fá stöðuna og hærra kaup en hana hafði nokkru sinni dreymt um að búast við, hvað þá að biðja um. Þá gat hún flutt til Lon- don ásamt móður sinni og þeim liðið vel þar ef móðir hennar vildi það. Hún safði sagst skyldu byrja aðra viku lagði hendina á handlegg hans. „Þakka þér fyrir allt“. 'Vörðurinn lyfti flagginu. Hún hallaði sér niður á við og Bill teygði sig upp til að kyssa hana. „Brostu“, sagði hann. „Ég sé um mig“. Hún tók kvöldlestina heim því hún vildi ekki vera lengi í London, þó Bill bæði hana um að fara ekki. Hún vildi fara beint til Leigh og segja honum hvað hún ætlaði að gera fyrst hún hafði ákveðið sig. Hún sagði við sjálfa sig, að henni myndi líða betur þegar hann vissi allt, þegar hún hefði talað við hann og séð að hann skildi hana. Góði guð, láttu það ske, bað hún. Hún gæti ekki afborið það, ef af nóvember. Hún hafði ekki enn ákveðið hve fljótt hún færi frá Leigh, það var undir því komið hvað hann segði. Hún vildi helzt fara strax, hana langaði til að taka sér stutt frí og fara eitthvað ein og reyna að sætta sig við að öllu væri lokið milli þeirra. Hún hitti fei-11 og sagði hon- um að allt væri ákvéðið. „Dásamlegt! Það er nú eitt- hvað til að halda hátíðlegt!“ Hún reyndi að gleðjast eins og hann, að segja við sjálfa sig að hún væri fegin að hafa nú loks tekið ákvörðun. Hún var glaðleg og kát og ákveð- in að hugsa ekki um Leigh nú þegar hún vissi að brátt myndi hún aldrei sjá hann aftur. Það var ekki fyrr en hún kom á stöðvarpallinn og Bill var að kveðja hana, sem hún gat það ekki lengur. „Ástin mín, hikaðu nú ekki þegar þú ert komin heim“, sagði hann. „Iíringdu nú ekki til mín og segðu að þú hafir skipt um skoðun“. Hann brosti. „Það væri ekki hægt. Þú getur ekki verið þekkt fyrir að rýra mig í áliti hjá S'tafford gamla“. „Ég svík þig ekki, Bill“, hún GRANNHRNÍN matt tr“a að það skal 1 íka á löngu, áður en ég fel þig afíur. þegar þú átt að fara í bað. í 'Hc hann bæði hana um að hætta við allt. En hann gat ekki beðið hana um það, hann hlaut að sjá það sjálfur, að þau gátu ekki lengur verið eins og hingað til. Klukkan var ekki nema hálf sex, þegar hún kom heim. Mamma hennar ljóm- aði, þegar hún sá hana og sagðist vera svo fegin að hún kæmi svona snemma. „Eg skal hita te elskan.“ „Skemmtirðu þér vel?“ — spurði hún um leið og hún hellti í bollann. „Já, þakka þér fyrir.“ Jill leit áhyggjufull á móður sína. „Eg veit ekki hvað þú segir, mamma, en ég fór til borgarinnar til að fá mér vinnu. Eg er að hugsa um að fá mér nýja vinnu, ég verð einkaritari herra Staffords, skurðlæknis. Það er lík vinna og' ég hef. Frú Faulkner tókst vel að dylja undrun sína. Hún vissi að eitthvað var á milli Jill og Sanders læknis, en hún hafði ekki haldið að það væri svo alvarlegt að Jill skipti um vinnu. „Eg hélt,“ sagði Jill, „að við gætum fengið okkur í- búð þar. Nema þú viljir held ur búa hér og ég komi að heimsækja þig um helgar.“ „Néi, elsku vina mín, það vil ég ekki. Eg vil miklu heldur búa í London. Satt að segja hefur mig oft langað til að-leggja til, að við flytt- um þangað, en ég gerði það ekki, af því að þú varst svo ánægð hér.“ ' Jill kipptist við, hún minntist þess hve ánægð hún hafði eitt sinn verið. „Hvenær ferðu að vinna þarna?“ „Um miðjan næsta mán- uð.“ „Veit Sanders læknir það?“ „Ekki enn. Eg segi honum frá því á morgun.“ „Þá man ég það. Hann hringdi fyrir hálftíma og bað þig um að hringja strax. Hann sagði að það væri á- ríðandi.“ Jill stökk á fætur og ósk- aði að móðir hennar hefði sagt henni þetta fyrr. Hún leit á úrið um leið og hún tók tólið af. Ef hún væri heppin, næði hún í hann áð- ur en hann færi í heimsókn. Ef hann var þá heima. Hann hafði oft svo mikið að gera. /En henni til mikils léttis svaraði hann í símann. „Jill? Guði sé lof að þú ert komin!“ Hún fékk hjartslátt þegar hún heyrði málróm hans. „Hvað, er eitthvað að?“ „Já, Bunty er svo mikið veik ■ og margir aðrir. Það, skeði snögglega, fyrir einum eða tveim tímum. Án efa matareitrun.“ „Ó, Leigh, en hvað það er hræðilegt.“ „Eg legg eins marga og ég get inn á spítalann, en það er ekki pláss fyrir alla. Florris og ungfrú Evans eru veikar, en sem betur fer — sluppum við Adele. Eg veit ekki hvað ég á að gera, sím- inn hringir í sífellu. Eg á að vísu von á hjálp, en hvenær verður það.“ „Viltu að ég komi Leigh? Eg get vel gert það. Ef konan þín kemst ekki yfir þetta ein —“ Hún minntist þess meðan hún talaði, að það var aðeins í gærkvöldi sem Adele hafði beðið hana um að sjá Leigh í friði. En Leigh vissi það ekki. Og henni fannst það ekki skipta neinu máli, ekk- ert skipti máli nema að hjálpa Leigh. „Jill, ástin mín. Það væri yndislegt. Adele verður þér mjög þakklát.“ Jill efaðist nú um það. Þó hún vissi að Adele yrði fegin að fá einhverja hjálp til að annast um sjúkling|ana, þá var hún viss um að hún vildi alla fremur en hana. „Viltu ekki spyrja hana Leigh?“ „Mér dettur það ekki í hug. Komdu strax.“ Hún lagði símann á og fór inn til mömmu sinnar til að segja henni hvað hefði kom- ið fyrir. „Eg skal hringja til þín seinna í kvöld, mamma, og láta þig vita hvernig geng- ur.“ „Gerðu það, vina mín. Mig langar svo til að vita það. Veslings Bunty!“ „Leigh var svo áhyggju- fullur.“ „Leigh?“ Jill roðnaði. „Sanders læknir.“ Hún flýtti sér fram á gang og setti náttföt í tösku. Hún kallaði kveðjuorð til móður sinnar og flýtti sér út. Þeg- ar hún kom að húsinu, sá hún að bíllinn hans var að fara frá því, Hann nam stað ar og leit út um gluggann. „Eg er svo feginn að sjá þig.“ Aldrei hafði hún heyrt hann jafn hrærðan. „Hvernig líður Bunty?“ „Hún er mikið veik, ræf- illinn litli. Eg vonast til að fá hjúkrunarkonu á morgun, því ég vil helzt ekki senda hana á spílálann, ef ég kemst hjá því. Henni liði svo illa þar. Eg sagði henni að þú kæmir.“ Hann leit á hana og öll ást hans skein út úr aug um hans, hve hann elskaði hana og þarfnaðist hennar. „Guði sé lof fyrir að þú verð LISTASAFN Einars Jónsson- ar, Hnitbjörgum, er opið á sunnudögum og miðviku- dögum frá kl. 1,30—3,30. Árbæjarsafn lokað. Gæzlumaður, sími 24073. MINJASAFN bæjarins. Safn deildin Skúlatúni 2 er opin daglega kl. 2—4. Árbæjar- safn opið daglega frá bl. 2 —6. Báðar safndeildir eru lokaðar á mánudögum. ★ Aðalfundur knattspyrnufélagsins Vals er í kvöld kl. 8.30 í félags- heimilinu að Hlíðarenda. Listamannaklúbburinn í baðstofu Naustsins er op- inn í kvöld. k;s Flugfélag íslands. Millilandaflug: Gullfaxi fer til ...... Glasgow og K.- hafnar kl. 8.30 í dag. Væntanleg- •A. £ ur aftur til R.- víkur kl. 16.10 íSsiÆ a morgun. Itm- anlandsflue- f ^*dag er áttlað að fljúga til Akureyrar, Húsa víkur, ísafjarðar og Vest- mannaeyja. Á morgun er á- ætlað að fljúga til Akureyrar (2 ferðir), Bíldudals, Egils- staða, ísafjarðar, Kópaskers, Patreksfjarðar, Vestmanna- eyja og Þórshafnar. Loftleiðir. Saga er væntanleg frá Lon- don og Glasgow kl. 19 í dag. Fer til New York kl. 20.30. Hekla er væntanleg frá New York kl. 7.15 í fyrramálið, Fer til Osló, Gautaborgar og Kaupmannahafnar kl. 8.45. Ríkisskip. Hekla er á Aust- fjörðum á suður- leið. Esja fór frá Rvík í gær vestur um land til Ak- ureyrar. Herðu- breið er á Austfjörðum, Skjaldbreið er á Vestfjörðum á suðurleið. Þyrill er í Rvík. Skaftfellingur fór frá Rvík í gær til Vestmannaeyja. Skipadeild SÍS. Hvassafell er væntanlegt til Reykjavíkur síðdegis í dag. Arnarfell fer frá Óskars- höfn áleiðis til Stettin og Ro- stock á morgun. Jökulfell fór frá Patreksfirði 30. f. m. á- leiðis til New York. Dísarfell er í Reykjavík. Litlafell er á leið til Austfjarðahafna. Helgafell fer væntanlega á morgun frá Gdynia áleiðis til íslands. Hamrafell er í Rvík. Eimskip. Dettifoss kom til Rvíkur í gær. Fjallfoss kom til New York 1/11 frá Rvík. Goðafoss kom til Néw York 1/11 frá Halifax. Gullfoss kom til Reykjavíkur 2/11 frá Leith og Kaupmannahöfn. Lagar- foss fór frá Amsterdam 2/11 til Rotterdam, Antwerpen, Hamborgar og Reykjavíkur. Reykjafoss er x Hamborg. Selfoss kom til Hamborgar 1/11, fer þaðan til Hull og Rvíkur. Tröllafoss fór fíá Hamborg 31/10 til Rvíkur. Tungufoss fór frá Gdynia 2/11 til Rostock, Fur, Gauta- borgar og Reykjavíkur. Alþýðublaðið — 4. nóv. 1959 11

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.