Alþýðublaðið - 14.11.1959, Síða 10

Alþýðublaðið - 14.11.1959, Síða 10
Rœtt við Rolla Gústavsson stud. theoL OKKUR langaði til að fræðast ögn um félagslíf stúd- epta innan Háskólans og sner- um okkur til Bolla Gústavs- sonar fyrrverandi fulltrúa stúdentafélags jafnaðarmanna í stúdentaráði og spuirðum hann álits um helztu mál sem þar eru á döfinni. ★ — í fyrstu langatr okkur að spyrja þig, sem fyrrverandi fulltrúa í stúdentaráði, um áhrif stjórnmála á félagslífið innan Háskólans. — Fyrir síðast liðnar kosn- ingar til stúdentaráðs komu fram háværar raddir um það, að stjórnmál settu um of svip sinn á störf ráðsins. Af þessu spratt nokkuð öflug hreyfing á meðal stúdenta, sem leildi til þess að fram kom ópólitísk ur listi fyrir kosningarnar. •— Stuðningsmenn hans nefndu sig „óháða“ og komu þeir að einum manni. Hlutverk hans 1 verður að stuðla að því að pólitíkinni verði með öllu út- hýst úr ráðinu. Að sjálfsögðu væri þetta mjög æskilegt, þar sem að að- al verkefni þessa vettvangs er að vinna að ýmsum hagsmuna málum stúdenta, en reyndin er sú að pólitískar vangavelt- ur og deilur hafa um of setið fyrirrúmi. Nú er það svo, að margir stúdentar eru pólitísk- ir og hafa flest allir ákveðnar * skoðanir á hinum ýmsu stefn- um og er það mjög eðlilegt og sjálfsagt. Það er því ljóst að . stjórnmálafélögunum verður seint útrýmt innan skólans, enda ekki æskilegt. Þeim verð ur því að finna annan vett- vang og hygg ég að vænlegast yrði að stofna málfundafélag, sem þau stæðu að. Hvernig kosningum til ópólitísks stúd- entaráðs yrði svo hagað er ó- leystur vandi og rétt leið vand fundin. Kommlúnistar innan skólans hafa fram að þessu verið hvað hatrammastir and- stæðingar þessarar -stefnu, — hver svo sem orsökin er. — Hvað vildurðu segja um samband íslenzkira stúdenta annarra þjóða? — f heiminum eru nú tvö alþjóðleg stúdentasambönd og stafar það af pólitískum á- !■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■ ■ m ■ ■ I Ur heimi I ■ ■ | unga j | fólsins I ■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■ greiningi í alþjóðamálum. — Hér kemur járntjaldið al- kunna enn til sögunnar. — Stúdentar austan þess mynda hið svokaUaða IUS-samband, sem mjög er háð stefnu komm únista. Má geta þess að á þingi, sem það stóð fyrir í Prag fyrir fáum árum, — eða rétt eftir Ungverjalands-bylt- inguna kom fram tillaga þess efnis, að stúdentar vottuðu Ungversku þjóðinni samúð og styddu stúdenta þar í lanli í frelsisbaráttu þeirra. Tillaga þessi var felld með yfirgnæf- andi atkvæðamagni. íslenzkir háskólastúdentar eru aðilar að vestræna sambndinu, sem nefnist ISC-CoSec. Hefur það gengizt fyrir alls átta alþjóðlegum stúdenta- þingum. M. a- í Stokkhólmi, á Ceylon, í Nigeríu og nú síð- ast í Perú. Eitt af hlutverk- um þessara þinga er að kjósa nefnd manna, sem ferðast um og kynnir sér hag stúdenta í ýmsum ríkjum. Á það helzt við um lönd, sem skammt eru á veg komin og eins þeim sem átt hafa í ófriði. Skilar nefnd þessi síðan áliti og eru þá skipulögð ráð til úrbóta. M. a. lét CoSec sig mjög skipta hag ungver'skra stúdenta eftir bylt inguna og það var og á vegum þess, sem að tveir íslenzkir stúdentar fóru fyrir skömmu suður til Túnis til að vinna, ásamt með stúdentum víðsveg ar að úr heiminum, að endur- byggingu skólahúss, sem orð- ið hafði fyrir loftárás. — Hvað hefurðu svo að segja um félagslíf innan Há- skólans? — Það stendur til bóta. — Stúdentakór var stofnaður fyr ir tveim árum og æfir hann af kappi. Samþykkt var tillaga í stúdentaráði s. ]. vetur, þess efnis, að fenginn verði að Há- skólanum tónlistarráðunaut- ur. Mæltist þessi hugmynd mjög vel fyrir í Háskólaráði og er vænzt góðra málalykta. Þá er nýstofnað leikfélag inn- an skólans og hefur mér skil- ist að forráðamenn þess undir- búi nú starfsemi, sem vonandi verður blómleg. Stúdentaráð gekkst fyrir bókmenntakvöld- um í fyrravetur og er þess að vænta, að þeirri starfsemi verði haldið áfram. Kaffi- kvöld eru tvisvar í viku á Gamla-^Garði. Er þar oft fiutt ýmislegt til skemmtunar og fróðleiks. Meðal gesta sem þangað hafa komið í heimsókn og skemmt er t. d. Tómas Guð- mundsson skáld. Innan Iíáskól ans eru svo skákfélag og bridgefélag, sem efna til keppnismóta á hverjum vetri. Geta má þess að allar deildir skólans hafa með sér féiög, sem starfa með misjöfnum blóma. Tvær deildir, lækna- deild og lögfræðideild, gefa. út blöð, sem að mestu taka til meðferðar tilheyrandi vísinda greinar. Að endingu vil ég taka það fram, að almennum áhuga fyr ir félagslífinu hefur verið á- bótavant og er það ósk mín að við stúdentar megum bera gæfu til að reka það slyðruorð af okkur, að um of skorti á félagsþroska innan Veggja Há- skóla íslands. Baðvafnsgeymar nýkomnir. Sighvafur Einarsson & (o. Skipholt 15 — Sími 24137 — 14233 Kolakatlar Litlir kolakynntir miðstöðvarkatlar fyrirliggjandi. Sighvaiur Einarsson 4 (o. Skipholt 15 — Sími 24137 — 14233 Sefbaðker Nokkur gölluð setbaðker seld næstu daga. Sighvafur Einarsson 4 (o. Skipholt 15 — Sími 24137 — 14233 Framhald af 12. slðu. við bálin og virðast eiga ræt- ur aftur í grárri forneskju. Downer segir að fáir komi til með að lesa kennslubók sína í Yao en þó geti svo far- ið, að einstöku ferðamcnn á þessum slóðum hafi einhvern tíma gagn af henni. í SAMTALSÞÆTTI í Ríkis- útvarpinu á sunnudagskvöld komst Helgi Þorláksson skóla- stjóri m. a. svo að orði, að vafa- laust mætti ætla, að óregla og vandræði á heimilum væri miklu víðar en menn héldu. Af því tilefni átti Alþýðublaðið tal við hann um þessi mál. „PABBI ER ALLTAF FULLUR“ Helgi kvaðst hafa sterkan grun, þótt hann hefði fáar eða engar sannanir, að óregla og vandræðaástand á heimilum væri miklu almennara en ætlað væri. Hann kvaðst nýlega hafa haft orð á því við kennara sína í Vogaskólanum, að í fjölmörg- um tilfellum mætti rekja slæm- an heimanbúnað barna um nám til óreglu, drykkjuskapr og laus ungar' á heimilum. Þetta kæmi bezt í ljós er skólar smækkuðu, kennurum fjölgaði og betra færi gæfizt á að fylgjast með hverjum einstökum. Lítill drengur hefur t. d. í vetur kom- ið -í skólann mjög illa lesinn. Aðspurður af skólastjóna og kennara hví hann lærði ekki, sagði hann: „Ég get það ekki, því að pabbi er alltaf fullur.“ Að vísu kvaðst hann hafa her- bergi, sem hann ætti að geta lært í, en þegar pabbi hans væri fullur, þá væri hvergi friður. Helgi kvaðst enn fremur Vkf. Framsókn draga ályktun sína af kynnum við eldri börn. Þau væru miklu ófúsari að segja satt og rétt frá orsök fyrir lélegum lestri en yngri börn, sem ekki hefðu vit á að þegja. Hann kvaðst þó geta markað það af ýmsu, hver kæmu frá óreglu- og vand- ræðaheimilum. Stundum talaði hann við börn til dæmis og lýsti fyrir þeim slíkum heimilum og bölvun drykkjuskapar. Hefði hann þá jafnan auga með þeim börnum og unglingum, sem hann hefði grun um að kæmu frá slíkum heimilum og byrgð- ist ekki á svip þeirra að sjá, að þau þekktu þau af eigin reynd. U- Félagslff Knattspyrnufél. VALUR: Framhaldsaðalfundurinn verð ur á morgun, sunnudag, í fé- lagsheimilinu að Hlíðarenda, og hefst kl. 2 e. h. Fundarefni; Deildaskiptingin. Fjölmennið stundvíslega. Stjórnin. KFUM Á morgun: Kl. 10 f. h. Sunnudagaskólinn. Kl. 1.30 e. h. Drengir. Kl. 8.30 sd. Samkoma. Jóhannes Sigurðsson prentari talar. — Allir velkomnir. (Framhald af 4. síffu). Verkakvennafélagið Fram- sókn hefur alla tíð notið for- ustu hinna ágætustu kvenna og stjórnarskipti í félaginu fá tíð. Aðeins tvær konur hafa verið formenn félagsins. Frú Jónína Jónatansdóttir fyrstu 20 árin og frú Jóhanna Egils- dóttir síðan, eða í 25 ár. Þetta mun einsdæmi í sögu verka- lýðssamtakanna. í stjórn félagsins nú eru auk Jóhönnu þessar konur: Jóna Guðjónsdóttir, varafor- maðup. Guðbjörg Þorsteins- dóttir, ritari. Guðrún Þorgeirs dóttir, gjaldkeri. Þórunn Valdi marsdóttir, fjármálaritari. Kristín Andrésdóttir, varastj. Pálína Þorfinnsdóttir, varastj. í þessari stuttu frásögn af starfi félagsins hef ég á eng- an hátt leitazt við að skrifa sögu þess, heldur aðeins reynt að draga fram, hvernig kjörin voru á fyrstu árum þess og hvað áunnizt hefur til dagsins í dag. Á 30 ára afmæli félagsins 1944 skrifaði frú Svava Jóns- dóttir sögu þess af sinni al- kunnu vandvirkni og er nauð synlegt að þar verði við bætt og heildarsaga gefin út að fimm árum liðnum, þegar fé- lagið hefur starfað hálfa öld. Það yrði merkileg saga, er margur mun vilja eignast, saga mikilla framfara og stórra sigra íslenzkrar alþýðu og brot úr lífssögu þjóðarinn- ar um 50 ár. Á þessum merku tímamót- um • verkakvennafélagsins Fi'amsóknar þakka ég forustu konunum og félaginu sem heilcT mikið og ágætt starf í þágu alþýðunnar og árna fé- laginu framtíðarheilla. Jón Sigurðsson. VERA MACKEY skemmtir í kvöld, INCOUrS ALMENNAR VEITINGAII allan daginn. Cdýr og vistlegux matsölustaður Reynið viðsMptla. !si|éEfi-Café. ÍAFfer Síminn er 3-59-36. |,0 14. nóv. 1959 — Alþýðublaðið

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.