Alþýðublaðið - 19.11.1959, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 19.11.1959, Blaðsíða 5
■ ■ w r n sjo i is HEIMSHOFIN SJO eftir Peter Freuchen er meðal nýrra bóka frá ísafoldarprentsmiðju, sem koma á jólamarkaðinn í «1 ag. Freuchen þarf ekki að kynna fyrir íslending'um, en Heims- I zpieriík'ndtí ótj iilieiliilii’íi' - som huiú>t Freuchen á danskri auglýs- ingu um hina miklu bók hans. höfin sjö er mikil taók og vönd- uð; hún er 520 blaðsíður og prýdd 120 myndum. Þessi útgáfa á bók Freuchens er byggð á bandarísku útgáf- unni, sem er stærri og viða- meiri en sú danska og 150 blað- síðum lengri. Hersteinn Páls- son ritstjóri þýddi. ísafoldar- útgáfan kostar 240 krónur. Þetta er reyfarakaup; danska útgáfan kostar 224 krónur í hérlendum bókabúðum, en sú bandaríska á fjórða hundrað. Þess má geta, að formálann, sem Freuchen skrifar fyrir bókinni, ritaði hann þremur dögum fyrir andlát sitt. Hér er nafnalisti yfir hinar bækurnar, sem ísafold nú send ir frá sér: Bréf Matthíasar Jochumsson- ar til Hannesar Hafstein (1885 —1920). Þessi bréf hafa aldrei komið út áður. Kristján Al- bertsson sá um útgáfuna. Bók- in er 188 bls. Álitamál eftir dr. Símon Jó- hannes Ágústsson. Erindi og ritgerðir. Katla gerir uppreisn eftir Ragnheiði Jónsdóttur. Ungl- ingabók með teikningum eftir Sigrúnu Guðjónsdóttur. Komin af hafi eftir Ingi- björgu Sigurðardóttur. Og loks fjórar þýddar bæk- ur fyrir börn og unglinga: Feg- urðardrottningin, Tatarastclp- an, Dísa á Grænalæk og Jan og stóðhesturinn. WWWWWWWVWMMMMMMW Hvað er að gerast 18. nóvember Mýff flugvélaskip PORTSMOUTH, (Reuter). - Brezki flotinn fékk í dag formlega afhent sjöunda flugvélaskip sitt, Hermes, er kostaði 20 milljónir sterl- ingspunda. Skipið er 27.500 tonn og getur haft innan- borðs 45 flugvélar, er flutt geta kjarnorkuvopn og fjar- stýrð skeyti. línu eða 3-7 fonn í rólri Ólafsvík, 18. nóv. BÁTARNIR hafa nú róið á línu í mánaðartíma. Hafa þeir fengið reytingsafla, miðað við áirstíma, eða 3—7 tonn í róðri. Mun aflahæsti báturinn vera með um 130 tonn. 8 bátar róa héðan og 2 landa í Rifi. Stapafell hefur þegar farið tvær söluferðir til Áberdeen og selt vel, sérstaklega í síðustu ferðinni. Unnið er að því að breyta símakerfinu í þorpinu. Nýtt póst- og símahús er senn til- Leyniráðstefna Framhald af 1. síðu. fara, áður en næsta sjói'éttar- ráðstefna kæmi saman í Genf í marz eða apríl 1960. ,,Við höf- um átt slíkar viðræður við ýmis lönd í marga mánuði. Við vilj- um ekki gefa út neinn lista um þau ríki, er Bretar hafa ráðgazt við, og við höfum ekki sagt, að við höfum ekki rætt við'Norð- menn og Dani“, sagði þessi brezki aðili, er stóð nálægt fyrr nefndum fundi. Lagði þessi brezki aðili á- herzlu á, að tilgangurinn með Lundúnarfundinum væri að foiðast óhófleg bréfaskipti og símskeytasendingar milli aðil- anna. Það hefði verið tilvilj- un, að blöðin fengu ekki að vita, að fundurinn skyldi hald- inn. Grundvöllur viðræðnanna var bandaríska tillagan um 6 mílna landhelgi og 12 mílna fiskveiðitakmörk með þeirri mikilvægu undantekningu, að þjóðir, sem í meira en fimm ár hafi fiskað á vissum miðum inn an fiskveiðimarkanna nýju, — fái að halda þeim veiðum á- fram. búið og þarf að leggja nýjan jarðstreng um þorpið. Er mikil vinna í sambandi við það. Enn er unnið að hafnarfram- kvæmdum hérna. Tvö ker voru sett niður í sumar og lengdist viðlegukanturinn um 31 metra við það. Er búið að steypa upp vegginn og fylla upp í, en ver- ið er að steypa plötuna um þessar mundir. — O. Á. Segir af sérr ef TUNIS, (NTB-AFP). — Ut- anríkisráðherrann í algi- ersku útlagastjórninni, Mo- hammed Lamine Debaghi, hefur ákveðið, að segja af sér, ef stjórnin ákveður að taka tilboði de Gaulles, Frakklandsforseta, um samn inga, segja góðar heimildir í Túnis. Innanríkisráðherra stjórnarinnár mun nú vera í Frankfurt í Þýzkalandi í leynilegum erindagjörðum. Milierand segir sljérnina vemda glæpaflokka hægri manna PARÍS, (Reuter). — Fran- cois Mitterand, öldungadeild arþingmaður og fyrrverandi ráðherra, sakaði í dag ríkis- stjórnina um að vernda ekki frjálslynda stjórnmálamenn fyrir „vernduðum“ glæpa- flokkum hægrimanna. Þá sakaði hann núverandi for- sætisráðherra, Michel De- bré, um að hafa reynt að þagga niður banatilræði það, er gert var við Salan hers- höfðingja i Algeirsborg og nefnt hefur verið „házooka- samsærið“. Kom þetta fram í ræðu í neytið hefur farið fram á, að þinghelgi Mitterands verði Genfarfundur í apríl! WASHINGTON, (NTB-Reu- ter). — Viðræður milli vest- urveldanna um það hvenær fundur æðstu manna aust- urs og vesturs skuli haldinn halda áfram og hefur enn ekki verið tekin nein ákvörð un í málinu, segja góðar heimildir hér í kvöld. Ame- rískur embættismaður sagði þó að ekki væri hægt að úti- loka þann möguleika alveg, að fundurinn yrði haldinn í Genf í lok apríl. tWWMMWWMMWWWMWWWW að þnghelgi Mitterands verði aflétt, til þess að hægt sé að lögsækja hann vegna flók- ins máls, er risið hefur af því, að skotið var á hann í s. 1. mánuði. Kvað Mitterand alla vita — líka stjórnina — hvar þessir glæpaflokkar héldu sig og að þeir væru vernd- aðir og hvers vegna svo væri. — Debré hefur neitað þeirri átökun Mitterands, að hann hafi beðið um að „ba- zooka-málið“ væri þaggað niður, af því að hans nafn kæmi þar við sögu. — Á- kvörðun var frestað. erzlun Stokkhólmi, (NTB). 11 RÁÐHERRAR frá löndun um sjö í litla fríverzlunairsvæð inu munu setjast við samninga borðið í sænska utanríkisráðu- neytinu á morgun til þess að leggja síðustu hönd á samning- inn um fríverzlunarsvæði þetta. Á fundinum munu ráðlierrairn- ir reyna að ljúka endanlega við samningauppkastið, svo að hægt verði að senda það til höf uðborga Noregs, Svíþjóðar, — Danmerkur, Bretlands, Sviss, Aisstii ríkis og Portúgial till formlegrar undirritunar. Hafa menn von um, að þau vanda- mál, sem enn eru óleyst, muni leysast á iráðherrafundinum, eftir að sérfpæðingar hafa gert úrslitatilraun til að útkljá þau. Mikið vandamái er staða fiskafurða í samningnum. <— Telur dönsk heimild í kvöld, að brezku ráðherrarnir Maudling Heathcoat-Ámory, hafi með sér ákveðin fyrirmælj frá London um, að fallast með engu móti á, að Skandínavía flytji út meir en 20.000 tonn af frystum fiski til Bretlands á ári. Skaug, — verzlunarráðherr.a Norðmanna, segir, að enn sé verið að semja um málið. Um fiskveiðitakmörkin sagði Skaug, að það hefði verið skoð- un Noregs, að sem slíkt kæmi það vandamál fríveizlunarsamn ingnum ekkert við, einkum þar eð máUð kæriai fyrir hina miklu ráðstefnu Sameinuðu þjóðanna á næsta ári. „Fiskveiðitakmörk in eru ekki mál, er aðeins koma við Bretlandi og Noregi“, sagði hann. Önnur mál, sem ráðherrarnir þurfa að taka afstöðu til, er m. a. hvar framkvæmdastjórn bandalagsins skuli hafa aðset- ur, og er líklegast, að París verði fyrir valinu. Þá þarf að ákveða hvernig meirihluti skuli reiknaður í híinni nýju ráð- herranefnd, er bera á ábyrgð á túlkun samningsins, ef til á- greinings kemur um innihald hans. Er um að ræða 4 atkvæði gegn 3 eða 5 gegn 2 til að úr- skurða. Ný atómtiilaga NEW YORK, (NTB-Reuter). - Indverjar skoruðu í dag á allar þjóðir, sem ekki hafa þegar gert tilraunir með kjarnorkuvopn, að hætta við þær, þó að möguleikarnir væru fyrir hendi. Kom þetta fram í ræðu indverska full- trúans á allsherjarþinginu, er hann lagði fram í póli- tísku nefndinni í dag álykt- unartill. Indverja, Svía og Austurríkismanna, þar sem hvatt er til að sem fyrst verði gerður alþjóðlegur samningur um algjöra stöðv- un tilrauna með atómvopn. Gerðust 22 þjóðir aðilar að tillögu þessari, þegar er hún liafði verið lögð fram. Luodýnaviðræður j LONDON, (NTB-Reuter). — Ferðaáætlun Adenauers kanzlara, sem nú er í heim- sókn í Bretlandi, var í dag bréyít hokkuð til þess að hann gæti hitt hinn aldna stjórnmálaskörung Sir Win- ston Churchill, sem hafði náð sér eftir smávægileg veildndi. Kom Adenauer við hjá Churchill á leið sinni til sumárbústaðarins Chequers, þar sem hann mun ræða við Macmillan um alþjóðleg vandamál. Viðstaddir við- ræðurnar þar verða utan- ríkisráðherrarnir Lloyd og von Brentano. PARIS, (NTB-AFP). — Frakkar munu á árinu 1960 hefja smíði 50 sprengjuflug- véla, er eiga að geta flutt atómsprengjur, en jafnframl verður hafizt hamla um und- irbúningsrannsóknir að þyí að geta framleití meðal- langdræg flugskeyti með kjarnorkuhleðslu. Aiómivar Tungulipur MEGUM við kynna ykkur fyrir Dorit Oliver, sem er nýjasta jazzstjarna Þjóð- verja. Hún er 23 ára. Og hún kann meira en að syngja. Hún talar átía tungumál, þar á meðal tyrknesku, grísku og he- bresku! WASHINGTON, (NTB-Reu- ter). — Dean Acheson, fyrr- verandi utanríkisráðherra Bandaríkjanna, lýsti því yfir í dag, að NATO hefði ekki \ gert það nægiiega ljóst, að : ’nver sovézk árás á 'Vestur- ÍIEvrópu mundi hafa í för ineð sér, að kjarnorkuvopn- um yrði beitt. Sagði hann þetta á ráðstefnu þingmanna ■ NATO-landanna i Was- i hington og kvað vesturveld- ; in ekki hafa getað haldið í iivið Sovétríkin í smíði atóm- iivopna. Hann kvað varnir iiEvrópu ekki vera eins sterk- far og miklar og yfirhers- |höfðinginn krefðist. Til Afríky |LONDON, (Reuter). — Mac- i í imillan. forsætisráðherra, ; mun fara í heimsókn til Afríku í janúar. Ruando BRUSSEL, (Reuter). — Belgíska stjórnin fullvissaði í dag kynþætti þá, sem eru í meirihluta í Ruanda, að Belgíumenn mundu ekki fara á burtu og skilja eftir minnihluta afrískra léns- herra við völd. %WWWWWWWWMW»M»MtMW%WMWMMMWWWMMMMMMW Alþýðublaðið — 19. nóv. 1959 Rg

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.