Alþýðublaðið - 19.11.1959, Blaðsíða 10

Alþýðublaðið - 19.11.1959, Blaðsíða 10
HJÚKRUNARFÉLAG ÍS- LANDS er 40 ára í dag. Félag- ið var stofnað af 10 hjúkrun- arkonum, sem allar höfðu lok ið prófi erlendis, 19. nóvember 1919 og nefndist þá Félag ís- lenzkra húkrunarkvenna. — Nafni félagsins var hins veg- ar breytt í Hjúkrunarfélag íslands á síðastliðnu hausti þar sem tveir piltar höfðu þá lokið prófi í hjúkrun og feng- ið inngöngu í félagið. Eru meðlimir félagsins nú 501 að tölu, þar af 2 karlmgnn. Stjórn Iljúkrunarfélags ís- lands og fleiri forustukonur stéttarinnar ræddu við blaða- menn 1 fyrradag og skýrðu frá starfsemi félagsins í stórum diáttum og ýmsu fleiru varð- andi málefni hjúkrunarfólks hérlendis. Hafði formaður fé- lagsins, Sigríður Eiríks, orð fyrir stjórninni og fer útdrátt- ur úr upplýsingum hennar hér á eftir. Árið 1930 urðu þáttaskil í sögu félagsins, en þá tók Landsspítalinn til starfa. Fram til þess árs hafði náms- tími hjúkrunarkvenna skipzt í tvennt. Voru um % hlutar hans teknir hér heima, en Vá erlendis, í Danmörku og Nor- egi, og prófi lokið þaðan. En árið 1931 var Hjúkrunar- kvennaskoli íslands stofnaður í sambandi við Landsspítal- ann. Námstími hjúkrunar- kvenna varð þá 3 ár og loka- próf tekið frá skólanum. Stjórn félagsins hefur frá upphafi haft afskipti af kjör- um hjúkrunarkvenna og möguleikum þeirra til að afla sér framhaldsmenntunar er- lendis. Árið 1923 gerðist fé- lagið aðili að samtökum hjúkr unarkvenna á Norðurlöndum og 10 árum síðar gekk íélagið í Alþjóðasamband hjúkrunar- kvenna. Hefur æ síðan verið um að ræða ómetanlegt sam- band við þessa aðila varðandi utanferðir hjúkrunarkvenna til framhaldsnáms o. s. fvr. Enda telja forráðamenn félags ins undirstöðunámið hér heima ekki fullnægjandi. Hjúkrunarfélag íslands er aðili að Bandalagi starfs- manna ríkis Og bæja og því háð opinberum launalögum. Hjúkrunarkonur eru fyrst í 11. launaflokki ríkisins, en hækka upp í 10. flokk eftir fjögurra ára starf_ Þykir þeim að vonum kjör sín ekki við- hlítandi miðað við menntun og starfsskilyrði stéttarinnar, þar sem nær alls staðar er um vaktavinnu að ræða. Er það von þeirr'a að leiðrétting fá- ist við næstu endurskoðun launalaga. Félagið hefur sér- lífeyrissjóð, sem greiðir fuil eftirlaun eftir 60 ára aldur og 25 ár'a starfsaldur, auk þess sem hann veitir hagstæð lán til íbúðabygginga. Hjúkrunarnámið tekur þrjú ár, auk 10 vikna forskóla, sem er eins konar undirbúnings- námskeið, er iýkur með und- irbúningsprófi. Mikil aðsókn er að Hjúkrunarkvennaskóla íslands, en húsnæðisskortur háir verulega starfsemi skól- ahs. Byrjað var á byggingu nýs skólahúss árið 1953. Árið 1956 flutti starfsemi skólans inn í helming hússins ófull- gerðan, en ekki er enn byrjað á hinum helmingnum. í skól- anum eru nú 108 nemendur, þar af 1 piltur. Undanfarin ár hefur' skólinn útskrifað 25 30 hjúkrunarkonur. Fyrsta árið, 1933, útskrifaði hann 13 hjúkrunarkonur, en alls hafa 424 nemendur lokið prófi frá skólanum, þar af 2 piltar, sem fyrr segir. Hér hefur aðeins verið stikl- að á því stærsta, sem vert er að geta eftir 40 ára starf Hjúkrunarfélags íslands. Mun saga félagsins enda nánar rakin í stóru afmælisriti, sem kemur út í tilefni afmælisins. Er afmælisritið hefti af tíma- riti félagsins, er gefið er út fjórum sinnum á ári_ Þá gef- Ur félagið út fallegt jólakort í tilefni af afmælinu. Fæst •bæði afmælisritið og jólakort in í bókabúðum víðs vegar um land. Hjúkrunarfélag íslands minnst 40 ára afmælis síns með hófi í Sjálfstæðishúsinu næstkomandi laugardags- kvöld. Vill félagið hvetja meðlimi sína, svo og aðra vel unnara, að fjölsækja hófið og taka með sér gesti. Núverandi stjórn Hjúkrun- arfélags íslands skipa þessar konur: Sigríður Eiríks forrnað ur, Guðríður Jónsdóttir vara- forrnaður, María Pétursdóttir ritari, Guðrún Árnadóttir gjaldkeri, Arndís Einarsdóttir, Anna Loftsdóttir og Margrét Jóhannesdóttir meðstjórnend ur. Alþýðublaðið vill að lokum óska félaginu til hamingju með afmælið og láta í ljós Þá von sína, að vegur þess megi vaxa á ókomnum árum, því sjálfu og landsmönnum öllum til heilla. — a. Fríkirkjan • Reykjavík. Sr. Þorsteinn Björnsson safnaðarprestur síðan 1950. skapnum, en sr. Ólafur Ólafs- son tekinn við. Hann var einn ig þegar frægur klerkur, er hann varð fríkirkjuprestur. Og eftir að kirkjan var fullgerð, sem hann sjálfur vígði 22. febr. 1904 og var síðan messað í hvern helgan dag, þá fór óðum að fjölga í söfnuðinum. Bæði var það að allmargir bæjarbú- ar höfðu á sinni tíð viljað fá sr. Ólaf að dómkirkjunni, þegar embættið losnaði 1889. En landshöfðingi og biskup höfðu ekki viljað setja hann á kjör- lista þrátt fyrir áskoranir þeirra. Margir þessara velunn- ara sr. Ólafs munu nú hafa gengið í fríkirkjuna og einnig margt af því fólki, sem flutti í bæinn austan úr sveitum og verið hafði sóknarbörn hans. Prestur hafði hann áður verið í Selvogi, Holtaþingi og Ölfusi. Sjálfur segist honum svo frá í minningaritinu: „Ýmigustur- inn og misskilningurinn, sem áður hafði bólað á ekki svo lít- ið, eyddist og hvarf eins og næturþokan fyrir morgunsól, góð og vingjarnleg samvinna hófst á milli Þjóðkirkju- og frí kirkjuprestanna; studdu þeir hvor annan og rét*u hvor öðr- um bróðurhönd í öllu starfi. og hefur svo jafnan verið“. Sókn varð svo mikil í hina nýja kirkju. að sama árið og hún var fullsmíðuð var ákveðið að lengja hana nærri því um helming. Hún var 20 álnir á lengd og 18 á breidd og kost- aði 18.000 kr. Bæta skvldi nú við hana 15 álnum, hvað gert var á næsta ári eftir uppdrætti Rögnvalds Ólafssonar og kost- aði sú viðbót 12.500 kr. Sr. Ól- afur víffði hana í 2. sinn 12. nóv. 1905. Alltaf stækkaði FRÍ KIRK JU SOFNUÐUR- INN í Reykjavík var stofnað- ur 19. nóvember 1899 og voru stofnendur 250 talsins. í fyrstu safnaðarstjórn voru þessir Arinbjörn Sveinbjarnarson bók bindari, Þórður Narfason, tré- smiður, Sigurður Einarsson verkamaður, Jón Brynjólfsson kaupmaður og Gísli Finns- son járnsmiður. Fyrsti prestur safnaðarins var sr. Lárus H. Halldórsson. Fríkirkjusöfnuðurinn á nú 60 ára sögu. Ekki verður hún sögð hér nema í fáum drátt- um, enda hefur hún á fyrri merkisafmælum verið rakin allýtarlega. Einnig er nú í prent un saga Kvenfélags Fríkirkj- unnar, sem Jón Björnsson rith. hefur tekið saman. Þar koma fram helztu atriðin í sögu safn aðarins til þessa dags. Kvenfé lagið er aðeins sex árum yngra. Um starfsemi safnaðarins og vöxt skal þessa getið: MESSAÐ í GOÐTEPLARA- HÚSINU. Á prestskaparárum sr. Lár- usar voru guðþjónustur haldn- ar í Góðtemplarahúsinu. Hin fyrsta var flutt I. s. d. í jóla- föstu eða 3. des. 1899 og mun síðan hafa verið messað hálfs- mánaðarlega. Sr. Lárus gaf einnig út mánaðarritið „Frí- kirkjan11 í hálft fjórða ár 1899 —1902. Merkisrit, sem nú er í fárra eigu. Áður en konungleg staðfesting fékkst fyrir safnað armynduninni höfðu stofnend- ur orðið að heita því að koma sér unp viðunandi híbýlum til guðþjónustuhalds, sem allra fyrst. Höfuðverkefnið var því að sjálfsögðu kirkjubygging. Þetta reyndist býsna mikið á- tak. — Söfnuðurinn var fá- mennur í byrjun og ekki heldur nf efnafólki sam- settur. — Kirkjan var því ekki komin upp fyrr en í árslok 1903. Þá var sr. Lárus hættur prest- söfnuðurinn. Þegar sr. Ólafur lagði niður prestskap við Frí- kirkjuna hér 1922 og sr. Árni Sigurðsson var kosinn voru 4000 manns á kjörskrá. — Var þá farið að tala um að stækka þyrfti kirkjuna enn. Og 1924, þegar söfnuðurinn var 25 ára var það gert í þriðja sinn og í það form, sern hún nú. hefur. Bætt var. við hana myndarleg- um kór, steyptum og hvelfing hækkuð um 5 álnir eða upp í 15. — Um 1100 manns rúmar hún í sæti og er það langmesta, sem nokkur kirkja og samkomu hús hér á landi tekur. Hall- grímskirkjan fyrirhugaða á að eins að fara fram úr henni um 100 manns. Uppdrátt að þessari breytingu og stækkun Fríkirkj unnar gerði Einar Erlendsson húsameistari, en yfirsmiður var Sigurður Halldórsson, sem síð- ar varð um langt ára bil for- maður safnaðarstjórnar. Sr. Ólafur vígði hina endurbyggðu kirkju í 3. sinn 21. des. 1924. Hann var þá að vísu hættur þjónustu fyrir 2 árum, en sjálf sagt hefur þótt að hann vígði hana í þetta sinn eins og áður. 7500 í SÖFNUÐINUM NÚ. Sr. Árni Sigurðsson var kos inn fríkirkjuprestur 23. júní Á hans prestskapartíð (1922— 1949) hélt söfnuðurinn enn lengi áfram að vaxa og náði þá því fjölmenni, sem hann hefur mest haft. Sr. Árni hafði líka flest það til að bera, sem glæsi legan klerk má prýða — útlit, gáfur og lærdóm. Hann var og raddmaður ágætur og gat pre- dikað af tilfinningahita ekki síður en forveri hans — þó með öðrum hætti. Hann stofn- aði 1942 kristilegt félag ungra manna Fríkirkjunnar og hélt fundi með þeim annan hvern sunnudag yfir vetramánuði, en barnaguðþjónustu þess í milli. Föstumessur flutti hann alla langaföstu á miðvikudagskvöld um og er svo enn. Þegar sr. Árni féll frá, mjög um aldur fram 1949, þá mun hafa verið í söfnuðinum á 9. þúsund manns. Við prestskosninguna í byrjun árs 1950 voru 5900 á kjörskrá. En þar höfðu kosn ingarétt allir, sem orðnir voru 15 ára. Þannig mun einnig hafa verið þegar sr. Árni var kosinn 1922, Állir sem búa inn an lögsagnarumdæmis Reykja- víkur, Seltjarnarneshrepps og Kópavogsbæjar hafa rétt til að vera í Fríkirkjusöfnuðinum — ef þeir vilja, og um allt þetta svæði er hann dreifður nú. Þau sinn, sem fjölgað hefur verið prestaköllum á þessu svæði 1941 og 1942 hefur smávegis kvarnast úr honum. Þó eftir á stæðum furðu lítið. Og aftur hefur bætzt í skörðin. Mesta skarðið, sem komið hefur í hann var eftir kosninguna 1950. Þá var Óháði söfnuðurinn stofnaður, sem kunnugt er. í hann munu hafa gengið um 600 manns úr Fríkirkjunni. Nú eru í henni um 7500 og fer fjölg- andi. Síðan kirkjan sjálf var fullgerð eins og hún nú stend- ur, var næsta stórátakið, sem söfnuðurinn gerði, að kaupa til hennar þýzkt pípuorgel 1926. Það kostaði 44 þúsund krónur og er enn talið mesta hljóð- íæri sinnar tegundar hér á landi. Segja fróðir menn, að svona löguð orgel verði með aldrinum hljómfegurri og fínni líkt og góðar fiðlur. Sama ár varð Páll ísólfsson organisti við kirkjuna og var það til 1939. Þá tók Sigurður bróðir hans við. Hann er organisti nú og veíður vonandi enn lengi. Fyrsti organistinn var föður- bróðir þeirra Ján Pálsson (1903 —15), næsti var Pétur Lárus- son Halldórssonar fríkirkju- prests (1913—19) og sá þriðji Kjartan Jóhannesson (1917— 26). Allir hafa þessir 5 menn veitt söfnuðinum mikla og góða þjónustu. Einnig hefur kirkjan alltaf haft góðum söngkór á að skina. Árið 1935 var byggt íbúðar- hús fyrir prestinn. Það stendur við Garðastræti. í því er lítil kapella til að skíra í og gifta. Ög eftir lát sr. Árni S’igurðsson ar keypti söfnuðurinn íbúð fyr ir ekkiu sr. Árna heitins, frú Brvndísi Sigurjónsd. Fyrir nokkrum árum voru ný hitun- klukkunum artæki sett í kirkjuna. Kostaði það yfir 60 þúsund krónur. Og nú nýlega rafmagnstæki til að hringja með klukkunum. í þess um framkvæmdum safnaðar- ins að kalla öllum er varla of- m.ælt, að kvenfélag hans hafi Firamhald á 2. síðu. 10 19- nóv- 1959 — Alþýðublaðið

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.