Alþýðublaðið - 21.11.1959, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 21.11.1959, Blaðsíða 3
Vill baiita... FranVhnl.'l af 12 «í<Sn þeirrar skoðurar, að fjár- hættuspil sé ekki afbrot og hefur jafnyel notað bað til að safna fé í kirkjusjóði. — Enska kirkjan aftur á móti telur að fjárhæt.tuspil sé hættulegt og ætti að banna það“. ALÞINGI var sett í gær. — Fyrst hlýddu þingmenn messu í Dómkirkjunni eins og venja er íil en síðan gengu þeir til þinghúss og forseti fslands, — herra Ásgeitr Ásgeirsson fiutti jþingsetningarræðu. Forseta íslands fóru svo orð m. a-: Hnn 10. nóvember 1959 var gefið út svohljóðandi forseta- foréf: Forseti íslands gj örir kunn- ugt: — Ég hef ákveðið samkvæmt tillögu forsætisráðherra, að reglulegt Alþingi 1959 skuli koma saman til fundar föstu- daginn 20. nóvember 1959. Um leið og ég; birti þetta, er öllum, sem setu eiga á Alþingi fooðið að koma nefndan dag til Reykjavíkur og verður Þá AI- þingi seft að lokinni guðsþjón- ustu í Dómkirkjunni, er hefst kl. 13.30. Gjört kunnugt að Bessastöðum, 10. nóvember 1959. Ásgeir Ásgeirsson, Emil Jónsson- Forsetabréf um að reglulegt Alþingi 1959 skuli koma sam- an til fundar' föstudaginn 20. nóvember 1959. Samkvæmt því bréfi, sem ég nú hef lesið, lýsi ég yfir því, að Alþingi íslendinga er sett. Frá þvi er Alþingi var stofn- að, eru nú liðin 1029 ár. Frá því er Alþingi var endurreist, og kom saman að nýju fyrir 114 árum, er þetta 95. samkoma þess, en frá því að Alþingi fékk aftur löggjafarvald fyrir 85 ár- um, er þetta hið 80 í röðinni, en 62. aðalþing. Ég býð alla nýkjörna hv. al- þingismenn og nýskipaða hæst virta ríkisstjórn velkomna til þingstarfa. Eins og oft vill verða, og ekki sízt nú, þá bíða Alþingis ýmis mikilsverð mál og vandasöm viðfangsefni. — Stjórnmálabaráttan er háð á vettvangi líðandi stundar og margt orkar tvímælis áður en nokkur reynsla er komin á þær úrlausnir, sem þing og stjóm veitir. Hjá því verður ekki kom izt, þó allir geti tekið undir þá ósk, að deilum és haldið í þeim Bkefjum sem þjóðarheill heimt- ar. Góður vilji oi'kar miklu um farsælleg málalok, og er það ósk mín og von, að störf þessa þings og stjórnar megi verða itil gæfu og gengis fyrir land og lýð. STOFN f NÝJUM HÉRUÐUM. Þetta hið nýkjörna Þing kem- ur saman á tímamótum. Kjör- dæmaskipun hefur oft verið Ibreytt, og ætíð í þá átt, ,að jafna kosningarétt, en þó mun sú Bkipun, sem nú var kosið eftir í fyrsta sinn, einna mest allra ikjöi’dæmabreytinga. Þó at- kvæðisréttur sé jafnaður, bá er œtíð um fleiri en eina leið að iræða til að ná því marki. En ekki kæmi það á óvart, að hin nýju, stóru kjördæmi yrðu með tímanum stofninn í nýjum hér- uðum, félagsheildum, sem ætl- að væri víðtækara samstarf en það eitt, að kjósa saman til Al- þingis. í niðurlagi ræðu sinnar bað forseti Islands, aldursforseta -al þingis, Gísla Jónsson fyrsta þingmann Vestfjarða að taka við fundartsjórn, þar til kjör þingforseta Sameinaðs þings hefði farið fram. Gísli Jónsson bauð hina nýju ríkisstjórn og þingmenn velkomna og sendi fyrrverandi þingmönnum kveðj ur sínar STJÓRNARANDSTAÐAN RÍS UPP. Þá kvaddi Ólafur Thors for- sætisráðherra sér hljóðs og gerði grein fyrir verkaskiptingu stjórnarinnar (sjá 4. síðu) og' stefnu stjórnarinnar (sjá for- síðu). Er hann hafði lokið máli sínu, tók Eysteinn Jónsson for- maður þingflokks Framsóknar- flokksins til máls. Hann skýrði frá því, að Framsóknarflokkur- inn hefði viljað koma á nýrri vinstri stjórn en með því, að bað hefði ekki náð fram að ganga væri aug'ljóst að Fram- sóknarflokkurinn hvorki styddi né veitti núverandi stjórn hlut leysi. Einar Olgeirsson, formað ur þingflokks Alþýðubandalags ins kvaddi sér einnig hljóðs og sagði. að Alþýðubandalagið yrði í andstöðu við þessa ríkisstjórn. Hvatti hann samtök vinnandi stétta til þess að halda vöku sinni. Ólafur Thors forsætisráð- herra tók til máls er Einar hafði lokið máli sínu og kvaðst vilja heita á þióðina að halda vöku sinn og íhuga vel skýrslur bær — er væntanlegar væru um á- stand efnahagsmála þjóðarinn- ar. — Síðan fór fram rannsókn kjörbréfa en að því loknu var fundi frestað. PRESTVÍGSLA fer fram í Ðómkirkjunni á morgun kl. 10 3!) rrdeffss. Biskuninn yfir fslandh séra Sitrurhiöra Einars- vívir hriá guðfræðinga: — Tíiaita Guðhra^dsson. sem ráð- ínn Ttfeiit- v°rið oresttt|7 h’á ís- Tnn^ka sö^ntiðÍTtttiri { Mantfttha í Norður-Dakoía: Si"U’’ión E'n- ttrccon snm snffttr h"fur vt'rvö -ð t>inno Ttrýánslækiamrnsfa Tralli í B3'rðasfran<Tarn’’ófpcf,c;. ds»m,i oe Skamhéðinn Péturs- con. s't-m fonsrið hefur vpit’nvn fvrtr Biafnanost-^ostahalli í A-- Skaftafellsnrófastsdæmi. Séra Óskar J. Þorláksson, — dómkirkiuprestur. þjónar fyrir altar við guðsþjónustuna, en vígsluvottar auk hans verða: Séra Sigurbjörn Á. Gíslason, sem lýsir vgslu, Séra Ólafur Skúlason og Séra Þórir Stephen sen. — Séra Skarphéðinn Pét- urssön prédikar. Tálknafirði, 20. nóv. BÁTARNIR tveir, sem gerðir eru út héðan, Tálknfirðingur og Guðmundur á Sveinseyri, hafa aflað með afbrigðum vel að und anförnu. Hafa þeitr fengið 10— 12 tonn í sjóferð á 36 bjóð, sem er mjög gott. Aflinn er mestmegnis þorsk- ur og ýsa og fer allur í fryst- ingu í frystihúsinu hér. Hefur verið óhemjumikil vinna í frystihúsinu og unnið til mið- nættis flesta daga. Kvenfólk hefur sama kaup og karlmenn- irnir hér, svo og unglingar 15 ára og eldri. Hafa menn haft af þessu óhemju tekjur og fólk fengið úr sveitunum í kring til Það slys vildi til fyrir nokkr- um dögum, að trillubátur héð- an brotnaði í spón, en mann- björg varð. Báturinn var stadd- ur á Patreksfirði. Tók hann þar farþega, sem hann ætlaði að setja á land út með Patreks- firði á móts við Hlíðardal. En svo óhepplega vildi til, að við þetta brotnaði trillan í spón sem fyrr segir. — K.H. að hafa undan. AFMÆLI í KVÖLD verður minnst 25 ára leikafmælis Regínu Þórðardóttur í. Þjóðleik- húsinu. Hún leikur aðal- kvenhlutverkið í leiknum „Edward, sonur minn“. - Myndin er tekin af henni í hlutverkinu í gær. EFTIRFARANDI tilkynn- ingu hefur Rannsóknarlögregl- an sent blöðunum vegna þjófn- aðar hjá Húsnæðismálastjórn, sem framinn var daginn eftir að þeir Hannes Pálsson og Sig- irður Sigmundsson tóku aft- ur við störfum sínum hjá stofn uninni: „Aðfaranótt 18. þ. m. var stol ið litlum peningakassa frá „ÞJÓÐLEIKHÚSSTJÓRI þakkaði listamönnunum fyrir komuna, og endaði ræðu sína á þessum orð- um: „Og að lokum vil ég leyfa mér að þakka fyrir þær dýru perlur, sem þér hafið látið rigna yfir oss úr regnboganum“.“ Tíminn á þtriðjudag. teiknistofu Húsnæðismálastofn unarinnar, á Laugaveg 24. — Hafizt hefur upp á þjófnum. •— sem. er gamall viðskiptavinur lögreglunnar. í kassanum voru röskar 200 kr. í peningum, — tékkávísun á rúmar kr. 6000, á- samt nokkrum reikningum til- heyrandi teiknistofunni. Pen- ingunum var hann búinn sð eyða, en skilaði ávísuninni, en kassanum kvaðst hann hafa fleygt í húsasund þar nálægt og hefur kassinn ekki fundizt. Kassi þessi er lítill borðkassi grængrár að lit og er hann læst ur með tveim töluiásum, en ekki lykli. Þeir er kynnu að hafa fundið kassa þennan, eru góðfúslega beðnir um að láta rannsóknarlögregluna vita. Rannsóknarlögreglan í Reykjavík. Það er vinsamleg ósk hús- næðismálastofnunarinnar um að mál þetta verði ekki gert að stórmáli, í blöðunum“.. Málfundahépur NÆSTI málfundur Félags ungra jafnaðarmanna í Reykja- ýík verður n, k- þriðjudags- kvöld kl. 8,30 stundvíslega í Ingólfskaffi uppi„ inngangur frá Ingólfstscæti. Umræðuefni verður: Á að leyfa bruggun áfengs öls til neyzlu á fslandi? Tveir fram- sögumenn. — Félagar, mætið vel og stundvíslega. MÁLFUNDAHÓPUR Full- trúaráðs Alþýðuflokksins í Reykjavík er nú tekinn til I starfa. Leiðbeinandi verður J.ón Sigurðsson. Málfundahóp- urinn verður til hiísa í Grófin 1 og heldur fundi sína «11 þriðjudagskvöld kl. 8.30. — Alþýðuflokksmenn eru hvattir til að fjölmenna. véi í hafið — Óþekkt flugvél féll í hafi® við Garganoskaga á austur- strönd Ítalíu í kvöld, segir fréttastofan ANSA. Kom fregn um þetta frá ítölsku tollgæzlu- skipi. Ekki er vitað um hvers ’ konar flugvél er að ræða r»é i hvaðan hún er. Sandgerð í gær. ALLIR bátarnör voru úti í nótt. Aflinn var sæmilegur, 70 —120 tunnur hjá reknetabát- unum. Þrír bátar voru með hringnót: Jón Gunnlaugs var í fyrsta iróðrinum og fékk 50 tunnur, Víðir II. fékk 400 tunn- ur og Rafnkell II. 600 tunnur, sem hann lagði upp í Grinda- vík. Var aflinn fluttur þaðan í bílum hingað. Þetta var jafnbezti afladagur inn til þessa eða IV—1800 tunn ur samtals. Var talsvert um smá síld hjá rhingnótabátunum og fór mest í frystingu. Allir bát- arnir eru nú að fara út. Norð- austan kaldi er á miðunum cg ekki vel gott veiðiveður fyrir hringnótabátana. — Ó.V. Akranesi í gær. UM 800 tunnur síldar hafa borizt á land hér í dag af 9 bát- . um. Aflahæstur er Höfrungur með 123 tunnur, Sigrún er með 113 og Keilir 101 tunnu. Fylkir er á leiðinni með 200 tunnur. 6—7 bátar komu ekki inn, •—• fengu lítinn eða engan afla. —■ Síldin er óvenju smá í lag cg ekkert saltað af henni. Alls- mun vera búið að salta 14—■ 1500 tunnur hér á Akranesi. Alþýðublaðið •— 21. nóv . 1959 ^

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.