Alþýðublaðið - 21.11.1959, Blaðsíða 9

Alþýðublaðið - 21.11.1959, Blaðsíða 9
Mikil effirspurn effir a göngumiðum á OL í Ensrs og kunnugt er, verða Olympíuleikarnir háðir í sautj- ánda sinn á næsta ári, og fara þeir fram í Rómaborg frá 25. ágúst til lil. september. Ferða- skrifstofa ríkisins, sem hefur íimboðið á íslandi, vill í sam- vinnu við Olympíunefndina hér ibenda á eftirfarandi atriði til leiðbeiningar þeim, sem hafa Ihug á að fara á leikana: Stjórn Olympíuleikanna hef- ur nú nýlega tilkynnt, að Ferða skrifstofan hafi leyfi til að selja alla þá aðgöngumiða, sem óskað verður eftir, enda berist pant- anir til hennar fyrir miðjan desember. Skilyrði fyrir því, að menn fái aðgöngumiða er, að þeir hafi áður tryggt sér hús- næði, og getur Ferðaskrifstofan pantað það hjá húsnæðismála- deild leikastjórnarinnar. Endanleg dagskrá Ólympíu- leikanna hefur og borizt, og er þar að sjá, hvar og hvenær hvað eina fer fram. Verð aðgöngumiðanna, sem greiða verður í gjaldeyri, um leið og pöntun fer fram, er all- mismunandi. í fyrsta flokki kosta þeir 25—300 kr., í öðrum flokki 25—200 kr„ í þriðja fl. 25—100 kr. og í fjórða fiokki 13—50 króunr. Auk þess er hægt að fá „seríur“ af miðum á sérstakar íþróttagreinar, og er verðið þá eitthvað hagstæðara. Verð á húsnæði er sem hér segir, og er miðað við eins manns herbergi án baðs: Hótel- herbergi 60—170 kr., herbergi í matsölu (Pensjón) 60-90 kr., og í prívathúsi 75—110 krónur á dag, án morgunverðar: Nú mun vera orðið erfitt að fá hótelher- bergi, en hægt er að fá inni í „pensjónum“ og prívathúsum. Vegna þess að pantanir þurfa að hafa borizt stjórn Ólympíu- leikanna fyrir áramót, eru það ■ vinsamleg tilmæli Ferðaskrif- stofunnar, að menn snúi sér til hennar sem fyrst, ef þeir æskja fyrirgreiðslu í sambandi við Ol- ympíuleikana að sumri. | Ferðaskrifstofan hefur í at- hugun að bjóða upp á hópferð á Ólympíuleikana fyrir þá, sem vilja dveljast í Róm allan tím- ann, sem leikarnir standa, og svo verða einnig í boði ódýrar ferðir handa einstaklingum, hvort sem þeir hafa hug á lengri eða skemmri dvöl í borginni ei- lífu. Á næsta ári verða slíkar ódýrar „inclusice“-ferðir einnig í boði til margra annarra staða, en framkvæmd allra ferða er að sjálfsögðu háð samþykki gj aldeyrisyf irvaldanna. 44 EYRÓPUMET STAÐFEST í FfUÁLSUM ÍÞRÓTTUM. Á FUNDI Evrópunefndar alþjóða frjálsíþróttasambands- ins í Zúrich um síðustu helgi voru staðfest 44 Evrópumet í frjólsíþróttum. Af þessum metum höfðu 19 áður verið staðfest sem heimsmet. Á skránni sakna margir meta Martins Lauer í 110 og 200 m grindahlaupi, sem bæði voru sett í Zurich í júní sl. sum- ar. Sumir álíta að verið sé að bíða eftir*því hvað gert verði, þegar met þessi verða tekin til umræðu sem heimsmet af alþjóðasambandinu. Eftirtalin met voru staðfest sem Evrópumet: Ensk míla: 3:57,2 mín. Derek Ibbotson, England, 19/7 ’57. 4X 1500 m boðhlaup: 15:11,4 mín. A-Þýzkaland ( S. Her- mann, K. Richtzenhain, H. Reinnagel, S. Valentin) 9/8’58. 1 ensk míla: 16:30,6 mín. England (M. Blagrove, P. R. Clark,, D. Ibbotsson, Brian Hewson), 27/9 ’58. 3000 m hindrunarhlaup: 8:35,6 mín. S. Rzhishchin, Sovét- ríkin, 21/7 ’58. 3000 m hindrunarhlaup: 8:32,0 mín. J. Chromik, Póllandi, 2/8 ’58. 10 000 m kappganga: 42:18,3 G. Panishkin, Sovét 7/5 ’58. 20 000 m kappganga: 1:27,05,0. V. Golubnitchy, Sovétrík- in, 23/9 ’58. 20 mílna kappganga: 2:31,33,0. A. Vedyakov, Sov. 23/8 ’58. 30 000 m kauppganga: 2:19,43,0. A. Vedyakov, Sovétríkin, 23/8 ’58. 50 000 m kappganga: 4:16,08,6. Lobastov, Sovét, 23/8 ’58. 100 vds hlaup: 9,4 sek. A. Hary, V-Þýzkalandi, 30/5 ’59. 400 m hlaup: 45,8 sek. Karl Kaufmann, V-Þýzkl. 19/9 ’59. 1000 m hlaup: 2:17,8 mín. Dan Waern, Svíþjóð, 21/8 ’59. Ensk míla: 3:56,5 mín. S. Valentin, A-Þýzkal. 28/5 ’59. 2 mílur: 8:33,4 mín. J. Chromik, Póllandi, 3/8 ’58. 200 m grindahl.: 22,6 sek. Martin Lauer, V-Þýzkl. 1/7 ’59. 2 klst. kappganga: 25 883 m. A. Vedyakov, Sovét 23/8 ’58. Langstökk: 8,01 m. I. T. Ovanesian, Sovétríkin, 16/5 ’59. Stangarstökk: 4,62 m. Bulatov, Sovétríkin, 2/5 ’59. Kúluvarp: 18,03 m. S. Meconi, ítalíu, 7/5 ’59 18,19 m. Me- coni, Ítalíu, 24/5 ’58 — 18,48 m. Meconi, ítalíu, 24/5 ’59 18,59 m. A. Rowe, England, 14/8 ’59. Kringlukast: 57,89 m. Piatkowski, Póllandi, 10/5 ’59. Tugþraut: 8042 stig. Kusnetsow, Sovétríkin, 30—31/9 ’58. KONUR: 100 m: 11,4 sek. Krepkina, Sovétríkin, 1/9 ’58. 440 yds: 56,4 sek. S. Pirie, England, 7/6 ’58. ÞAÐ er mikið fjör í knatt- spyrnunni á meginlandinu og margt hefur komið á óvart upp á síðkastið. Austurríkismenn undirbúa sig af mklu kappi fyr- ir leikinn gegn Spánverjum í undankeppni Olympíuleikanna. Nýlega var háður æfingarleikur í Vín milli OL-liðsins og lands- liðsins austurríska (atvinnu- menn) og það óvænta skeði, að OLliðið vann með yfirburðum eða 6 gegn 3. Miðjutríó áhuga- mannaliðsins (Neuhauer, Hof, Pickler) sýndu frábæran leik eða mun betri e natvinnumenn irnir. Ólympíulið Austurríkis- manna er ekki hátt skrifað þar í landi, en atvinnulið Austurrík i,s sem keppti í heimsmeistara- keppninni 1958, fær ekki að taka þátt í Ólympíukeppninni. LEIKUR Frakklands og Lux emburg í undankeppni OL varð mun jafnari en búizt var við, þeir fyrrnefndu sigruðu með 1 marki gegn engu. Þessi lönd eru í 7. ríðli Evrópu. Handknallleiks- métið heldur áfram á morgun Á MORGUN hellur Hand- knattleiksmót Reykjavíkur á- fram að Hálogalandi. Kl. 4 fara fram sex leikir í yngri flokkunum. í 3. fl. karla (B) leika Fram-ÍR og KR-Víkingur, en í 3. fl. (A) ÍR-Ármann. — í 2. fl. (B) leika Víkingur-Fram. Loks fara fram tveir leikir í 1. fl. Ármann-Þróttur og ÍR-Val- ur. Kl. 8,15 um kvöldið heldur mótið áfram og þá verða ein- göngu háðir meistaraflokksleik ir. í kvennaflokki keppa Þrótt- ur-Ármann og Valur-Víkingur. Fyrri leikurinn á að vera auð- unninn fyrir Ármann, en sá síðaii getur orðið harður. Þrír leikir fara fram í karla- flokki, fyrst leika Ármann-Vík- ingur og sennilega sigra Þeir fyrrnefndu, þó að allt geti skeð. Fram sigrar Þrctt auðveldlega. Loks keppa ÍR og Valur og það getur orðið skemmtilegur leik- ur og jafn. Sigurmöguleikar ÍR eiga þó að vera meiri. Engir leikir verða háðir í kvöld. P N ö DANSLEIKUR í kvöld kl. 9. CITY SEXTETTINN ásamt söngvaranum Þór Nielsen skemmta. Skemmtiatriði: Gestir fá að reyna hæfni sína í dægur- lagasöng. Aðgöngumiðasala kl. 4—6 og eftir kl. 8. Sími 13191. ..IÐNð. China Reconslrucls mánaðarrit á ensku. Árið 1960 mun hvert eintak þessa ágæta tímarits flytja yðuf fyllra og fjölbreyttara efni um hina hröðu framþróun í Kírey Gerist áskrifendur nú til þess að tryggja að þér fáið China> Reconstructs reglulega. Sem nýjaráskveðju fá þeir sem gerast áskrifendur á tímabil- inu 15. nóv. 1959 til 15, febr. 1960 6 kínverskar litskrúðugajf- klippmyndir. Áskriftarverðið kr. 35,00 árgangurinn greiðist fyrirfram við fpöntun (2. árg. kr. 65,00). Kínversk rit, Pósthólf 1272, Reykjavík, Sími 11576. S s s s $ V Sendið mér tímaritið China Reconstructs. Áskriftarvferðið kr. ........... fylgir í ávísun heimili: 1 S S s s s s s c Sinfóníuhliómsveit fslands TONLEIKAR n.k. þriðjudagskvöld 24. þ. m. kl. 8,30 í Þjóðleikhúsinpt. Stjórnandi Henry Swoboda. Viðfangsefni eftir Beethoven, Haydu og Mussorgsky, Aðgöngumiðar selddr í Þjóðleikþúsinu. » íinirii ifiMiir I'inmninn'w 11IIM ■—nMwggB—B——c Fundur fullskipaðrar j stjórnar SUJ í dag 1 FUNDUR fullskipaðrar stjórnar Sanibands ungra jafna®« ai-manna verður haldinn í dag og á morgun ef þörf ki'efur*, Fundurinn hefst kl. 3 á laugardag í Alþýðuhúsinu við Hverfi- isgötu. Rætt verður um vetrarstarf unghreyfingarinnar, skipst lagsmál SUJ o. fl. Fulltrúar og formenn FUJ-félaga eru hvatS ir til þess að mæta og hafa samband við skrifstofu FUJ, siml: 16724. Alþýðublaðið — 21. nóv . 1959 k

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.