Alþýðublaðið - 21.11.1959, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 21.11.1959, Blaðsíða 4
15 Útgefandi: AlþýSuflokkurlnn. — Framkvæmdastjóri: Ingólfur Kristjánsson. I — Eitstjórar: Benedikt Gröndal, Gísli J. Ástþórsson og Helgi Sæmundsson (6b.). — Fulltrúi ritstjómar: Sigvaldi Hjálmarsson. — Fréttastjóri: Björg- j vtn GuSmundsson. — Símar: 14 900 — 14 901 — 14 902 — 14 903. Auglýs- Ingn-iimi 14 906. — ASsetur: AlþýSuhúsið. — Prentsmiðja AlþýðublaOsins, ( Hverfisgata 8—10. ; Vonbrigði Framsöknar TÍMINN og Þjóðviljinn láta í ljós mikil von- brigði yfir samkomulagi því um landsstjórn, sem tekizt hefur með Alþýðuflokknum og Sjálfstæðis- flokknum. Bæði blöðin reyna að túlka stefnuskrá nýju ríkisstjórnarinnar í gær áður en málefnasamn ingur stuðningsflokka hennar var gerður heyrin kunnur. Sannast her eftirminnilega, hvað Fram- sóknarmenn og kommúnistar eru illa því hlut- verki vaxnir að vera í stjórnarandstöðu. Málefni eru þeim aukaatriði. Þeir hafa mótað afstöðu sína fyrirfram. Öllum er ljóst, að kommúnistar lögðu megin- áherzlu á að komast í stjómaraðstöðu eftir haust- kosningarnar. Það hefur ekki tekizt, og þá snúa þeir við blaðinu og fordæma fyrirfram störf og stefnu ríkisstjórnarinnar, sem við tekur. Sama máli gegnir um Tímann. Framsóknarflokkurinn léði máls á forustu í nýrri ríkisstjórn eigi alls fyrir löngu. Hins vegar láðist honum með öllu að gera grein fyrir, hver vera ættu málefni þeirrar ríkis- stjórnar. Hann vildi mynda stjórn upp á ráðherra- stólana. Alþýðuflokkurinn gat ekki sætt sig við því lík tilmæli. Hann vildi ríkisstjórn um málefni. Ekk ert slíkt lá fyrir af hálfu Framsóknarflokksins. Her mann Jónasson gafst upp í hlutverki landsföðurins fyrir ári síðan. Þá var ágreiningur með Framsókn arflokknum og Alþýðubandalaginu um lausn efna hagsmálanna. Sá ágreiningur varð ekki til lykta leiddur, og Hermann og Eysteinn lögðu árar í bát. Nú vildi Framsóknarflokkurinn komast aftur í stjóm án þess að nokkuð lægi fyrir um stefnu eða úrræði hinnar væntanlegu stjórnar. Alþýðuflokk- urinn gat ekki bundið vonir við slíka tilraun. Von- brigði Framsóknar eru því fráleit afstaða. Flokkur inn vildi komast í ríkisstjórn, en hafði ekki upp á nein málefni að bjóða. Samkvæmt þessu ætti Framsóknarflokkurinn að fara sér hægt í andstöðu við nýju ríkisstjórnina fyrirfram. Hafi hann upp á málefni að bjóða, er vert að hlusta á úrræði hans. En málefnalaus hefur hann ekkert við að styðjast nema vonbrigði Her- manns Jónassonar og Eysteins Jónssonar. Sú til- finning getur ekki orðið grundvöllur að stjórnar- samstarfi — að minnsta kosti ekki við Alþýðu- flokkinn. Sfýfkisr óskasf til síldarsöltunar SðHunarsföð Jóns Gísíasonar, Hafnarfirði. — Sími 50165. Auglýsirsgastmi Alþýöublaðsins er 14906 Eftir tillögu forsætisráðherra og samkvæmt 15. gr. stjórnar- skrárinnar hefur forseti Is- lands í dag sett eftirfarandi á- kvæði um skipun og skipting starfa ráðherra o. fl.: I. Forsætisráðherra Ólafur Thors. Undir hann heyra eftir- greind mál: Stjórnarskráin, mál, er varða forsetaembættið, Alþingi, nema að því leyti, sem öðru vísi er ákveðið, almenn ákvæði um framkvæmdastjórn ríkisins, skipun ráðherra og lausn, forsæti ráðuneytisins, skipting starfa ráðherranna, mál er varða stjórnarráðið í heild, hin íslenzka fálkaorða og önnur heiðursmerki. Þing- vallanefnd og mál varðandi meðferð Þingvalla. Ríkisbúið að Bessastöðum. Athuganir á efnahagsmálum í umboði rík- isstjórnarinnar allrar. II. Ráðherra Bjarni Bene- diktsson. Undir hann heyrir dómaskipan, dómsmál, þar und ir framkvæmd refsidóma, hegn inga- og fangahús, tillögur um náðun, veiting réttarfarslegra leyfisbréfa, málflutningsmenn, lögreglumálefni, þ. á. m. gæzla landhelginnar og löggjöf um verndun fiskimiða landgrunns- ins, áfengismál, strandmál, sifjaréttarmál, erfðaréttarmál, persónuréttarmál, eignarréttar- mál, yfirfjárráðamál, lög imi kosningar til Alþingis og kjör- dæmaskipting, umsjón með framkvæmd alþingiskosninga, ríkisborgararéttur, útgáfa Stjórnartíðinda og Lögbirtinga blaðs, húsameistari ríkisins, Ríkisprentsmiðjan Gutenberg. Kirkjumál. Heilbrigðismál, þar undir sjúkrahús og heilsuhæli. Iðju- og iðnaðarmál, þar undir Iðnaðarbankinn, Iðnaðarmála- stofnun íslands, útflutningur iðnaðarvara. Sementsverk- smiðja ríkisins. Landsmiðjan, iðnfélög, öryggiseftirlit. Einka- leyfi. III. Ráðlierra Emil Jónsson. Undir hann heyra sjávarút- vegsmál, nema að því leyti, sem öðruvísi er ákveðið, þar undir Fiskifélagið, Fiskimála- sjóður og Fiskveiðasjóður ís- lands, síldarútvegsmál (síldar- verksmiðjur og síldarútvegs- nefnd), sjávarvöruiðnaður og útflutningur sjávarafurða. Vita- og hafnamál, strandferð- ír. Almenn siglingamál, þar undir atvinna við siglingar. I Skipaskoðun ríkisins, Eimskipa) félag íslands h.f. Félagsmál, almannatryggingar, atvinnu- bó^amál, atvinnuleysistrygg- ingar, Brunabótafélag íslands, vinnudeilur, sveitastjórnar- og framfærslumál, nema að því leyti, sem öðruvísi er ákveðið. Barnaheimili. Félagsdómur. Almenn styrktarstarfsemi, þar undir styrkveitingar til berkla- sjúklinga og annarra sjúklinga, sem haldnir eru langvinnum sjúkdómum. sjúkrasjóðir, elli- styrktarsjóðir, öryrkjusjóðir, slysatryggingasjóðir, lífsábyrgð arsjóðir og aðrir tryggingasjóð- ir. Húsnæðismál, þar undir byggingarfélög. Mælitækja- og vogaráhaldamál. Veðurstofan. IV. Ráðherra Guðmundurí. Guðmundsson. Undir hann heyra utanríkismál, fram- kvæmd varnarsamningsins, þ. á m.- lögreglumál, dómsmál, tollamál, póst- og símamál, flugmál, radarstöðvarnar, heil- brigðismál, félagsmál og önnur þau mál, er leiða af dvöl hins erlenda varnarliðs í landinu. Gildir þetta um varnarsvæðin og mörk þeirra. V. Ráðherra Gunnar Thor- oddsen. Undir hann heyra fjár- mál ríkisins, þar undir skatta- mál, tollamál og önnur mál, er varða tekjur ríkissjóðs, svo sem ef verzlun er rekin til að afla ríkissjóði tekna, undir- skrift ríkisskuldabréfa, fjárlög, fiáraukalög og reikningsskil ríkissjóðs, hin umboðslega end- urskoðun, embættisveð. Eftirlit með innheimtumönnum ríkis- ins, laun embættismanna, eftir- laun, lífeyrir embættismanna og ekkna þeirra, peningamál, þar undir peningaslátta. Yfir- leitt fer þessi ráðherra með öll þau mál, er varða fjárhag ríkisins eða landsins í heild, nema þau eftir eðli sínu eða sérstöku ákvæði heyri undir annan ráðherra. Hagskýrslu- gerð ríkisins. Almannaskrán- ing. Framkvæmdabanki ís- lands. Tekjustofnar sveitar- og bæjarfélaga og gjaldskrár þeirra. Mæling og skrásetning skipa. VI. Ráðherra dr. Gylfi Þ. Gíslason. Undir hann hevra menntamál, þar undir skólar, sem ekki eru sérstaklega und- anteknir, útvarpsmál og við- tækjaverzlun. Menntamálaráð íslands, Þjóðleikhús og önnur leiklistarmál, tónlistarmál, kvikmyndamál, söfn og aðrar menningarstofnanir, sem rekn- ar eru eða styrktar af ríkinu. Atvinnudeild háskólans. Rann- sóknarráð ríkisins. Önnur mál, er varða vísindi og listir. Barna verndarmál. Skemmtanaskatt- ur. Félagsmálasjóður. íþrótta- mál. Bókasöfn og lestrarfélög. Iðnaðarnám. Viðskiptamál, þar Framh. á 5. síðu. H a n nes á h o r n i n u ýý Hefur Æskulýðsráð brotið ákvæði lög- reglusamþykktarinn- ar? ýV Útivist bárna á síð- kvöldum. ýV Reglur skal halda. ýý Hver er „góði maður inn” I útvarpinu? MÓÐIR SKRIFAR MÉr á þessa leið: „Ég vil byrja með því að þakka Æskulýðsráði Heykja- víkur fyrir starf þess með æsku- fólkinu. Ég veit að starf þess ber mikinn og góðan árangur og að því tekst að fylla tómstundir barnanna og unglinganna, en fátt er þeim nauðsynlegra á viss- um aldri. Tómstundir geta orðið hættulegar þegar unglingarnir vita ekki livað þeir eiga við þær að gera. ÉG VONA að Æskulýðsráð eigi eftir að færa út kvíarnar, en mér skilst, að það, sem aðallega hamlar starfi þess, sé skortur á tómstundaheimilum. Ég vil hvetja til þess að smátt og smátt sé komið upp í borginnilitlumog snorum félagsheimilum, að ung- lingarnir myndi félagsskap um þau og sjái um þau, en hverfa- félagsskapur myndi svo sam- band sín á milli um allt þetta starf og sé Æskulýðsráð burðar- ás þess. EN FVRST ÉG ER NÚ BÚIN að bera fram þakkir mínar, vil ég gjarnan mega bera fram að- finnslur án þess að talið sé að mér gangi annað til en gott. Æskulýðsráð hefur gengizt fyrir dansleikjum fyrir börn og ung- linga. Ég er ekki andvíg slíkum dansleikjum, því að dans er leikur og íþrótt, en allt er hægt að afskræma og eyðileggja. En ég vil vekja athygli á því, að með þessum dansleikjum er Æskulýðsráð að brjóta lögreglu- samþykkt bæjarins. DANSLEIKIRNIR standa of lengi fram á kvöldið fyrir þá, sem yngstir eru og heimiluð er þátttaka, enda mælir lögreglu- samþykktin svo fyrir, að þeir skuli vera komnir inn á heimili sín eigi seinna en kl. 22. Hins vegar auglýsir Æskulýðsráð, að dansleikirnir standi til kl. 23. Hér skakkar um einn tíma, en allir vita að það tekur tíma fyr- ir unglingana að komast heim til sín eftir glaðan leik og góða kvöldsund. Þeir komast ekki heim fyrr en undir miðnætti. ÞAÐ ER MJÖG GOTT að starfað sé fyrir æskulýðinn, en það starf má aldrei brjóta lög eða reglur. Það gerir Æskulýðs- ráð í þessu tilfelli og ég bið það að hætta því. Ef dansleikirnir verða að standa í þrjá tíma, þá verður að hefja þá kl. 6.30. Með því ættu yngstu þátttakendurnir að vera komnir heim til sín kl. 22. Ég vænti þess að þetta verði tekið til athugunar af réttum að- ilum. Ég mótmæli því að slakað sé á ákvæðum lögreglusamþykkt arinnar, nóg er samt um brot ein staklinganna á þessu ákvæði þó að samtök standi ekki að þeim.“ ÚTIVIST BARNA á síðkvöld- um er mikið vandamál í borg- inni og ákvæði lögreglusam- þykktarinnar um þetta eru þver brotin. Oft og tíðum sjáum við börn á flækingi jafnvel niðri í Austurstræti ein síns liðs seint að kvöldi. Ég hafði ekki veitt athygli tilkynningu Æskulýðs- ráðs, sem móðirin gerir að um- talsefni. En þessu atriði þarf að kippa í lag hið bráðasta. VINKONA mín skrifar: ,,Þið fylgist eflaust mörg með helgi- stundinni í útvarpinu kl. 8 á morgnana, þið ættuð a. m. k. að gera það. Hver er hann sá góði maður, ungur prestur eða hvað, sem hefur haft þessa stund með höndum undanfarið? Þar fer saman ágæt og skýr rödd, virðu- legur framburður og látbragð og ekki of hratt lesið. Sem sagt allt til fyrirmyndar. Gaman væri að hafa því líkan lesara oftar í Rík isútvarpinu. Þar er oft óskýr lest ur og allt of fljótt lesið, svo lít- ið verður eftir.“ ÞESSI „GÓÐI MADUR, ungi prestur eða hvað“, sem vinkona mín spyr um, er séra Ingólfur Ástmarsson biskupsritari. Ég hef orðið var við það að hann nýtur mikilla vinsælda í þessu starfi. Hannes á horninu. £ 21. nóv. 1659 — Alþýðublaðið

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.