Skírnir

Árgangur

Skírnir - 01.01.1897, Blaðsíða 29

Skírnir - 01.01.1897, Blaðsíða 29
Bretland ið mikla og Bandaríkin. 2!) og af þeim leiðandi mikil ársútgjðld ríkisBjóðs hafa ekki leyft meiri aða almennari niðurfærslu tollsins en þetta að sinni. í Ástralíu var haldinn samkomulagsfundnr til að undirbúa það, að allar nýlendurnar þar gerðu samband sin á milli og mynduðu eitt sam- veldi, lýðskylt Bretlandi, líkt og nýlendurnar Brezku í Norður-Ameríku gerðu, þær er sameinuðust og mynduðu Canada-veldi. Mál þetta virðist hafa gott fylgi í öllum nýlendunum, þó að ekki næðist fnllt samkomulag nm skipulagið á þessari samkomu. Komu menn sér saman um að halda nýtt samkomulags þing næsta ár og má telja það víst, að þessu máli verði vonum bráðar til lykta ráðið. Um viðskifti Breta við vilta og hálfvilta þjððflokka í öðrum álfum þykir ekki þörf að ræða hjer. Yerkföll urðu með stðrkostlegasta mðti þetta ár í Englandi og kvað mest að hinn mikla verkfalli járnsmiða um alt England, sem byrjaði 3. júlí og var þvi enn ekki lokið í árslok. Bansðknarnefnd setti þingið til að ransaka betur hlutdeild Cecil B.hodes og Chamherlains í árás Dr. Jamesons á Búa árið fyrir. Árangur nefndarinnar, sem Chamberlain sjálfur átti sæti í, varð sá, að Bhodes var í ncfndarálitinu horin á brýn ðsannsögli og tvöfeldni, en að öðru leyti voru þeir Chamberlain báðir þvegnir tárhreinir af öllum ásökunum. Var það einmæli allri sanngjarnra manna af öllnm flokknm að nefndarálitið væri þingi og þjðð til mestu háðungar. Bandaríkin. — McKinley tðk þar við völdum sem til stðð í marz- byrjun um vorið. En lítið batnaði fjárhagur landsins þð að samveldis- menn kæmust að völdum og vildu tekjur ekki við gjöldum hrökkva. Annars var velti-ár i Bandaríkjunum, uppskera góð, og korn hækkaði mjög mikið í verði. í fyrri árs fréttum var þess getið (bls. 47—48), að samningur sá er Clevelands-stjórn hefði gert við England um gerðardðm i ágreiningsmál- um milli hinna enskumælandi bræðraþjðða hefði lítinn byr fengið í efri málstofu Bandaþingsins. Væntu margir þess, að MoKinley mundi betur takast að fá þingið til að fallast á samninginn. Endalokin urðu þð þau, að þingið neitaði samþykki sínu, enda var Sherman, utanríkisráðgjafi Mc- Kinley’s mjög ðheill í málinn. Aftur má hinB geta, að Venezuela samþykti samning þann, er Banda- ríkin höfðu við Bretland gert um gerðardóm í Venezuela málinu, sem getið var um í fyrra. Var gerðardómurinn skipaður og tók til starfa;

x

Skírnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.