Skírnir

Árgangur

Skírnir - 01.01.1897, Blaðsíða 20

Skírnir - 01.01.1897, Blaðsíða 20
20 Austurríki — Ungaraland. deilast þeir í ekki færri ea 25 þingflokka. Heflr enginn flokkur afla til að koma neinu máii fram á þinginu og er skiljanlegt hverja östjðrn af því hlýtur að leiða. „Austurriksk-ungverska cinveldið“ er lögrétt nafn á því samríki, sem Pranz Jösef ræður fyrir, Austurrikiskeisari og Ungverjalandskonungur. Það er eitt samríki í 2 deildum. Heflr það alt einn sameiginlegan, lög- bundinn einvald yfir sér og sameiginlogar einvalds erfðir, sameiginleg her- mál og utanríkismál og sameiginleg fjármál, að því er til drottinsmötu, hermála, utanríkismála og samþingishalds kemur. í allflestum öðrum mál- um hafa þær 2 ríkisheildir, sem mynda samríkið, sjálfstjörn. Löndin fyrir austan Leithafljótíð mynda aðra ríkisdeildina og nefnast einu nafni Trans- leithania (Austanleithalönd), og er þar konungsríkið Ungaraland aðal-land- ið. Löndin fyrir vestan Leithafljótið eru kölluð Cisleithania (Vostanleitha- lönd), og er það keisaradæmið Austurríki. 1 þeirri ríkisdeildinni er Pranz Jósef Austurríkis-keisari; í hinni ríkisdeildinni er hann Ungverja-konungur. Hefir hann sitt ráðaneyti í hvorri ríkisdeild og sitt löggjafarþingið í hvorri; heitir löggjafarþingið í Vestanleithalöndunum (Austurríki) rílcisráð, en í Austanleithalöndunum (Ungaralandi) ríkisdagur. Ríkisráðið situr í Vínar- borg, en ríkisdagurinn í Buda-Pest. Sameiginlegu málin liggja undir 2 fulltróadeildir og eru 60 fulltrliar í hvorri; kýs ríkisráðið í aðra en rikis- dagurinn í hina og gildir kosning til árs. Vestanleithalöndin byggja menn af ýmsum þjóðernum. Á þingi sitja þar 171 fulltrúi af Slafakyni og 163 af þýzku þjóðerni, 19 ítalir og svo ým?ir menn af öðrum þjóðernum. Bn slafneskir mcnn greinast í ýmsa þjóðflokka, sem sumir eru hvorir öðrum andstæðir, svo sem Tsjekar, Ró- thenar og Pólverjar. Eru því Djóðverjar rétttaldir fjölmennasti þjóðflokk- ur landsins (um 36%); næst þeim eru Tsjekar (22%), þá Ruthonar (13%)> þá Pólverjar (12%); þar næst koma ítalir og svo ýmBÍr aðrir fámenn- ari þjóðflokkar. Þjóðverjar þykjast bera ægishjálm yfir aðra Austurríkismenn fyrir sakir yfirburða þýzkrar mentunar, enda hafa þeir einatt skýrlega sagt svo á þÍDgi, að 011 önnur þjóðerni í ríkinu eigi sér að lóta. Mál þeirra hefir um ómuuatíð verið eina lögheimilaða málið í skólum öllum og fyrir dómstólunum. Hinum þjóðflokkunum hefir nfl stundum komið miðlungi vel saman um ýmislegt; en allir eru þeir á eitt sáttir um það, að spyrna á móti yfirvaldi eða forrétti Þjóðverja. Tijekar fengu því loks áorkað hjá stjórninni, að hfln gaf út þá fyrirskipun, að þeirra tunga skuli i öllu

x

Skírnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.