Skírnir

Árgangur

Skírnir - 01.01.1897, Blaðsíða 11

Skírnir - 01.01.1897, Blaðsíða 11
Gríska stríðið. 11 kom fyrir ekki; liðið hlýddi ekki. Sjálfur var hann síðaatur allra burtu úr borginni; fðr með eimlestinni árla morguns til Farsala. Delyannis forsætisráðherra varð nú frá völdum að víkja, en hann hafði gert sitt til að spana landa sína út í j»etta feigðarflan þvert á mðti vilja konungs og krðnprinsins. Tók nú Rallis við völdum, samvizkusam- ari maður að vísu, en jafnfjarri þvi að bera nokkurt skyn á hernað. Grikkjum hafði vegnað betur í stöku orustum, einkum vestur i Epír- us í fyrstu. En það kom alt fyrir ekki. Þeir urðu að flýja frá Farsala, gefa upp Volo og hrekjast loks hvervetna undan, svo að ekki var annað fyrir að sjá, en að Tyrkir mundu loks geta haldið viðnámslitið til Aþenu. Stðrveldin höfðu látið Grikki vita, að ekki væri um að tala að þau legðu þeim nokkurt líknarorð til friðarleitunar fyrri en þeir hefðu kvatt heim Vassos ofursta frá Krít og setulið sitt alt þaðan. Rallis vildi halda áfram í rauðan dauðann að verjast, en varð þð þess brátt áskynja, að til þess voru engin föng. Kvaddi stjðrnin þá Vassos heim frá Krít og lét stðrveldin vita, að hún vildi flytja lið sitt þaðan alt heim. Þetta skildu stðrveldin svo sem nú vildi Grikkland beiðast miðlunar þeirra, og 12. Maí skoruðu þau á Tyrki og Grikki að hætta ófriði og kváðust skyldu semja um frið með þeim. Grikkir þágu það þegar og Tyrkir kváðust og fúsir til að gera vopnablé, en ekki nema það væri fyrirfram viðurkent, að grundvöllurinn fyrir öllum friðarsamningstilraunum yrði að vera sá, að Grikkir létu af höndum til Tyrkja alla Þessalíu(l), gyldu 10 milíðnir tyrkneskra punda i hernaðarkostnaðar-bætur, numinn skyldi úr samning- um réttarbðt sú, er Tyrkir höfðu verið áður neyddir tií að gefa grískum þegnum í Tyrklandi o. s. frv. Þetta þðtti öllum stórveldum ðsvífin firn. Stðð svo í stappi nokkra daga, og sðttu Tyrkir á meðan að Dómðko, en þar hafði krónprinsinn gríski búist um með 30,000 liðsmanna, og varðist þar vel, enda hafði þar góða aðstöðu. En að kveldi 17. Mai sendi soldán skyndilega hershöfðingjum sínum boð og bauð þeim að hætta öllum ðfriði. Hafði hann eigi skipast í fyrstu við kröfum stðrveldanna, en þá símritaði Rússakeisari einka-orðsending til soldáns, og brá þá svo við að soldán hlýddi þogar. Svo tókust samningar um frið, og drðgst það fram undir jðl (16. Des.) að þeir yrðu staðfestir til fullnaðar. Tyrkir fengu vígstöðvar nokkrar í fjallgörðum álandamærumÞessalíuogurðu Grikkirað greiða 4 milíónir tyrk- neskra punda í herkostnað (tyrkneskt pund er um 16 kr. 40 aura). Setu-

x

Skírnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.