Skírnir

Árgangur

Skírnir - 01.01.1897, Blaðsíða 24

Skírnir - 01.01.1897, Blaðsíða 24
24 Þjóðverjaland. er það auðvitað, að hvað sem í slæst, má hvert það ríki, sem nýlendur á, búast við að hafa á þeim litla stjórn og missa þær allar, ef í ófriði lendir, nema það eigi svo mikiun flota, að það geti bæði varið þær á- rásuin annara og trygt verzlunarsamgöngum sínum örugga braut um öll heimsins höf. Þetta geta Englendingar langt framar öllum öðrum þjóð- um, en Þjóðverjar eiga þar enn mest ógert. En mcðan þeir eiga ekki nægan herflota, skortir þá fyrsta skilyrði til að geta orðið öflugt ný- lenduveldi. Það er heldur ekkert smáræði, sem keisarinn vill gera til að efla flota sinn. Hann lagði þetta ár fyrir þingið fumvarp um fjárframlög til flota og átti ríkið eftir því, að verja 500 miljónum marka (450 miljónum króna) á næstu sex árum til flotans. Nokkru af þessu á að verja til að byggja ný skip í stað annara eldri, sem örelt þykja eða ónýt. En auk þess á að bæta við flotann alveg að nýju 7 vígskipum, 2 stórum og 7 minni beitiskipum, og er talið, að með vígbúnaði öllum muni þau kosta 1487s miljón króna. Yerði þessari áætlun framfylgt, þá ættu árið 1904 að verða i flota ÞjóðverjaveldÍB 17 vígskip, 8 Btrandvarnarskip, 9 stór og 26 smærri beitiskip, og auk þess í varaflota 2 vígskip og 7 beitiskip, 3 stór og 4 minni. Þjóðverjar búast því rækiiega undir 20. öldina að þessu leyti. Þótt ekki verði það með lögum gert, þá vantar ekki viðleitni á því í Þjóðverjalandi að hafa áhrif á útflutninga fólks. Menn eru þar sem víðar farnir að sjá, að ekki verður við útflutningum spornað með lögum eða stjórnarhöftum; en á hinu hafa menn þó því meiri viðleitni, að beina útflutningunum í þá átt sem bezt má gegna. Nú flytja milli 70 og 80 þús. Þjóðverja búferlum úr landi árlega og í Bandaríkjunum eru margar og víðlendar nýlendur, þar sem heilar sveitir eru Þjóðverjum bygðar, auk þess að urmull er af þeim i öllum stórborgum. Engin aðkomuþjóð vestur þar varðveitir þjóðerni sitt jafn rækilega og jafn-lengi eins og Þjóðverjar; er það oft að þeir halda tungu sinni og þjóðerni í marga liðu. En af þvi að þeir eru í minui hluta, ásamt öðrum þjóðflokkum, gagnvart hinum enskumælandi moiri hluta, þá vorða forlög þeirra þar á endanum hin sömu sem annara útlendinga, að hverfa að lokum í engilsaxneska hafið. Þjóðverjar cru seinir að nema ensku og nema hana aldrei vel, en spánska og portugíska liggur þeim þó miklu fjærri. Það fullyrða Þjóð- verjar, þeir sem bezt hafa rannsakað þetta mál og ættu að vera þvi kunn-

x

Skírnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.