Skírnir

Årgang

Skírnir - 01.07.1897, Side 1

Skírnir - 01.07.1897, Side 1
Fi'jcttir frá íslandi 18‘J7. Eftir Bjarna Síinonarson. Lög-gjöf og landstjórn. Alþingi var sett fimmtudaginn 1. jfilí og slitið 26. ágúst. Forsetar urða á þinginu: Hallgrímur biskup Sveinsson í sameinuðu þingi, Árni landfógeti Thorsteinsson í efri deild og Þórhallur lektor Bjarnarson í neðri deild. Alls hafði þetta þing 84 lagafrumvörp til meðferðar, 23 stjórnarfrum- vörp en 61 frá þingmönnum. Af þeim náðu 47 fram að ganga (20 stjfrv., 27 þmfrv.), 23 voru felld (3 stjfrv., 20 þmfrv.), 11 (þmfrv.) óútrædd og 3 (þmfrv.) tekin aptur. — Ályktunartillögur 27 að tölu, komu fram á þinginu. Af þeim varð 19 framgengt, 5 felldar, 1 tekin aptur og 2 ekki ræddar til fullnustu. Þingmálafundir til undirbúningB undir alþingi höfðu verið haldnir í flestum kjördæmum, eins og vandi er. Margir þessir fundir voru í fá- mennara lagi. Hvervetna kom stjórnarskrármálið til umræðu og var víða vikið til væntanlegra svara frá stjórninni upp á tillögur síðasta al- þingis, sem fyr hefur verið getið í riti þessu, því að stjórnarsvörin urðu eigi almenningi kunn fyr en um það leyti er alþingi var sett. En af boðskap kouungs til alþingis (21. maí) og ráðgjafabrjefi um þetta efni (29. maí) sást, að tillögunum var lítill gaumur gefinn, hafði þó lands- höfðingi lagt það til við ráðaneyti konungs að sinna þeim að nokkru leyti vildi hann að skipaður yrði sjerstakur ráðgjafi fyrir ísland, er mætti á alþingi, og að eigi sjeu lögð undir atkvæði ríkisráðsins þau lög eða stjórn- arathafnir, er snerta sjerstök málefni íslands, og að íslandsráðgjafi beri fyrir alþingi ábyrgð á embættisfærslu sinni yfirleitt. Aptur lagði hann á rnóti þeim atriðuin alþingistillögunnar 1895, þar sem farið var fram á að stofnaður verði sjerstakur dómstóll, skipaður innlendnm mönnum, er dæmi í málum þeim er konungur eða neðri deild alþingis kynni að höfða gegn æðsta stjórnanda hjer á landi. í boðskap konungs og erindi ráðgjafans var allri tilslökun tekið fjarri. 1*

x

Skírnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.