Skírnir - 01.07.1897, Qupperneq 2
4
Löggjöf og landstjðrn.
Bn brátt kooi það þó i ljós, að stjórnia yar eigi raeð ölln ófús til
nokbnrra breytinga á stjórnarskrá íslands, slíkra sem Dr. Valtýr Guð-
mundsson hafði minnst á í brjefi sinn í fyrra. Gjörðist hann þegar í
þingbyrjun fiutningsmaður að frumvaipi til breytingar á 3., 26., 34., 61.
gr. í stjórnarskránni. Aðalatriði breytinganna var það, að ráðgjafanum
fyrir ísland skyldi heimilt að mæta á alþingi og taka þátt í umræðunum.
Hann mætti og veita öðrum manni umboð til þess að mæta á þingi með
sjer: Fyrir sitt leyti skyldi alþingi koma fram ábyrgð á hendur ráð-
gjafanum, eptir þeim reglum, er síðar yrðu settar um það efni, en þang-
að til þær reglur yrðu ákveðnar, skyldi hæsti rjettur dæma i slikum mál-
um. Nýjar kosningar og aukaþing út af stjórnarskrárbreytingum, skyldi
eigi fram fara, nema því að eins að stjórnin vildi styðja hinar væntan-
legu breytingar.
Um þetta mál urðu mikiar umræður. í fyrstu virtist það eiga fáa
formælendur nema flutningsmann, og stappaði nærri að neðri deild felldi
það, án þess nefnd yrði kosin til að íhuga það. Nefnd var þó sett til að
fjalla um frumvarpið og urðu flestir nefudarmennirnir á það sáttir, að
ganga nokkuð lengra og fara sem næ3t því er landshöfðingi hafði lagt
til. En margir óttuðust að ákvæðin um útilokun sjermála íslands úr rik-
isráðinu mundu verða frumvarpinu að fótakefli, þegar til stjórnarinnar
kæmi, og því felldi efri deild þau ákvæði úr. Bn þegar málið var aptur
borið undir neðri deild, var meiri hluti hennar ófús á að samþykkja
breytingar hinnar deildarinnar, og fór svo að lokum að frumvarpið var
felit þar. Dá var liðið að þinglokum. Dá sendi nær helmingur þingmanna
almenningi ávarp, þar sem menn voru hvattir til að reyna samkomulag í
þessu máli, „til þess að koma fram nauðsynlegum verklegum umbótum á
stjórnarfarinu, án þees þó að sleppa í nokkru landsrjettindum vorum eða
sjálfstjórnarkröfum11. Bjuggust margir við að stjðrnin mundi leysa upp
alþingi og stofna til nýrra kosninga, því að landshöfðingi flutti þann
boðskap frá henni, að henni væri ákugaefni að fá samþykkt slíkt frum-
varp um breytingu á stjórnarskipuninni, sem Dr. Valtýr hafði borið fram
á þinginu.
Leiðarþing voru haldin í nokkrum sýslum norðan lands og austan.
Þar urðu flestir á móti frumvarpi Valtýs og slíkt hið sarna ýms af þjðð-
blöðum vorum en önnur mæltu því bót.
Um fjárlögin, er hjer verður síðar nánar getið, spunnust miklar um-
ræður að vanda. Auk þeirra hafði og alþingi til meðferðar ýms merk