Skírnir

Ukioqatigiit

Skírnir - 01.07.1897, Qupperneq 13

Skírnir - 01.07.1897, Qupperneq 13
Kirkjumfil. 15 Stjórn Biílíufjelagsins fjekk háskðlakandídat Harald Níelsson til þess að byrja á rækilegri endurskoðun á biflíuþýðingu vorri; nefnd var og sett (Hallgrímur biskup Sveinsson, Þórhallur lektor Bjarnason og Steingrímur yfirkennari Thorsteinsson) til þess að vera í ráðum með honum við það starf. Prestaskólinn hjelt hátíðlegt 50 ára afmæli sitt, 1 október. Hátíð- arljóðin orti Yaldimar prófastur Briem, en þeir biskup og lektor presta- skólans hjeldu ræður við það tækifæri. Dá bárust og prestaskólanum ávörp og hamingjuóskir frá öðrum íslenzkum menntastofnunum. Það hefur nokkrum sinnum komið til umræðu að Beykjavíkursöfnuð- ur tæki að sjer dómkirkjuna til eignar og umsjónar. Eptir áskorun al- þingis var það mál nú borið upp fyrir söfnuðinum, er kaus nefnd manna til þess að koma fram með ákveðnar tiliögur um það efni. En svo fór, að safnaðarfundur var hvergi nærri lögmætur vegna fámennis, og er því það mál enn óútkljáð. Kirkja fauk í Haga á Barðaströnd 20. nðv., var hún nýleg og ein- hver vandaðasta kirkja á Yesturlandi. í riti þessu hefur áður verið minnst á hið endurreista trúboð ka- þólskra manna í Beykjavík. Ekki er kunhugt að þeim hafi mikið ágengt orðið í því efni. Nú hafa þeir reist sjer þar snotra kirkju í stað kapellu þeirrar, er þeir áttu í Landakoti. Yar hin nýja kirkja vígð á jóladaginn með mikilli viðhöfn, eptir því sem ákveðið er í helgisiðum þeirra. Um haustið kom til Beykjavíkur Davíð Östlund, norskur maður, sendiboði trúflokks þess, er nefnist „7. dags adventistar"; halda þeir helg- an laugardaginn og hafa einkennilegar og frábreyttar skoðanir á ýmsum trúaratriðum kirkjunnar, t. a. m. eðli mannsins, dauða og dómi. Trúboði þessi tók þegar að halda guðsþjónustusamkomur í Beykjavík og voru þær fjölsóttar. Samg'dngumál. Qufubátsferðir hófust að nýju um Faxaflóa, eins og í ráði hafði verið haustið áður, heitir bátur þessi „Beykjavík“ og er frá Handal í Noregi, en umsjón hans og aðalútgerð bjer hefur á hendi Björn múrari Guðmundsson í Beykjavik. Að öðruleyti var skipaferðum hagað líkt og næsta ár á undan og gufubátar hinir sömu og þá hjer við land. Þess hefur þegar verið getið, að framkvæmd eimskipsútgerðarlaganna var frestað um næsta 5 ára bil; því að nú kom hið sameinaða gufuskipa- fjelag með aðgengilegri tilboð en nokkru sinni fyr, bæði um gufuskipa-

x

Skírnir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.