Skírnir

Árgangur

Skírnir - 01.07.1897, Síða 16

Skírnir - 01.07.1897, Síða 16
18 Árferði og atvinnumál. Verslun var að ýmsu leyti óhagstæðari en undanfarin ár; kom nú innfiutningsbannið enska frá fyrra ári til framkvæmda. Tilraunir voru gerðar með fjárflutning til Prakklands og Belgíu hjeðan af landi, en þær heppnuðust miður vel. Það varð og til óhagræðis í versluninni að Norð- menn lögðu toll á innflutt saltkjöt. Aptur var verð á útlendri vöru ekki í hærra lagi. Landsbankinn hafði þetta ár verslun og viðskipti svo sem hjer segir: Fasteignarveðslán 255.141 kr., sjálfskuldarábyrgðarlán 345.127 kr. 08 au., handveðslán 41.420 kr.. ábyrgðarlán sveita og bæjarfjelaga 4.700 kr.. Accreditivlán 34.983 kr. 65 au., keyptir vixlar 636.236 kr. 97 au., keypt- ar ávísanir 79.044 kr. 14 au., við árslok námu útistandandi lán frá landsbankanum 1.383.055 kr. 53 au., en innstæðufje í spari- sjóði 1.110.853 kr. 68 au. Þá var varasjóður bankans 184.740 kr. 84 au. og varasjóður fyrverandi sparisjóðs Roykjavíknr 11.820 kr. 94 au. Tekjur bankans í reikningsviðskiptum við Landmandsbankann voru 820,668 kr. 39 au. en útgjöld 574,209 kr. 33 au. Sparisjóðir 5 fengu veitt hlunnindi samkvæmt tilskipun 6. jan. 1874, tveir þeirra voru nýstofnaðir: í Húnavatnssýslu og á Akureyri. Búnaðarfjelög er hlutu landssjóðsstyrk voru 105 að tölu (36 á Suður- landi, 28 á Yesturlandi, 36 á Norðurlandi og 6 á Ansturlandi). Mest hafði verið unnið í Jarðræktarfjelagi Reykjavíkur (1720 dagsverk), og því næst í þessum fjelögum: Middala (1695), Vesturlandeyinga (1302), Grímsness (1262), HoltamaDna (1206), Mosfells- og Kjalarness (1186), Merkurbæja (1136), Stokkseyrar (1039) og Hörðudals (1041). Stofnun almenns bún- aðaifjelags fyrir land allt hefur verið rædd og ráðgjörð hin síðustu miss- iri, en enn þá bíður það mál úrBlita. Tóvinnuvjelar eru komnar á fót í Byjafjarðarsýslu, þær hafa verið settar niður á Gleráreyrum. Samþykkt hefur og verið í Dalasýslu, Stranda- sýslu og Austur-B-irðastrandarsýslu að koma upp tóvinnuvjelum fyrir þær sýslur. Þær eiga að standa í Ólafsdal. Á Seyðisfirði var stofnað verkmannatjelag í líking við þess konar bandalög í öðrum löndum; var svo fyrir mælt í lögum fjelagsmanna, að vinnutími þeirra skyldi eigi lengri vera að j&fnaði en 10 stundir á dag ; ýms önnur ákvæði voru þar og sett, til tryggingar ijettindum daglauna- manna í fjelaginu. Jarðskjálftatjónið frá liðnu ári var metið af tilkvöddum mönnum í hverri sveit og reyndist það nær 260.000 kr., on þegar frá er talinn ýmis-

x

Skírnir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.