Skírnir - 01.07.1897, Page 20
22
Misferli og raannalát.
Eeykjavík (1. mai). Þá brotnaði og veBtfirsknr hvalabátur i ÞArshöfn og
vöruekip við Hjeraðssand og fiBkiskúta isfirsk í Hornshöfn á Ströndum
og önnur frá Eyjafirði. Yöruflutningaskip strandaði á Siglufirði (í ágúst)
og annað á Krossvik (16. sept). Ura sömu mundir braut kaupfar i Papðs.
Vöruflutningaskip brotnaði í Hænuvík (6. des.).
Manntjón af slysförum var ðgurlega mikið jiett.a ár. í jan. (14.) fðrst
bátur á Álptafirði vestra með 2 mönnum. 21. s. m. drukknaði maður við
bryggju í Keykjavík. 23. s. m. varð stúlka úti á Fjarðarheiði. í febrúar
(16.) hrapaði aukapðsturinn milli Akureyrar og Þönglabakka, þar sem
heitir Faxafall á Svalbarðsströnd. 19. s. m. varð maður úti hjá Keflavik
syðra. í mars (20.) fðrst skip frá Stokkseyri með 9 mönnum. 23. b. m.
varð maður undir skipi i Þorlákshöfn. í s. m. varð maður úti á Ófeigs-
fjarðarheiði. í apríl (28.) týndist bátur frá Akranesi með 3 mönnum. í
s. m. fðrst hvalaveiðamaðurinn Amlie á ferð hingað til lands við 33. mann.
í s. m. fðrst þiljubátur á leið frá Eskifirði til Papóss með 3 mönnum. í
maí (1.) fórst bátur frá Hjörsey með 6 mönnum. S. d. drukknuðu 6
menn á Patreksfirði. S. d. varð stúlka úti á Lágheiði í Stýflu. S. d. fjell
maður útbyrðis af þilskipi á ísafjarðardjúpi. Um sömu mundir fórust
þilskipin Draupnir (með 8 mönnum), öestur (10 menn) og Stormur (12
monn) frá Eyjafirði, Viggo frá Patreksfirði (12 menn) og Þráinn frá
ísafirði (10 menn). 16. b. m. fjell maður útbyrðis af þilskipi á Hafnar-
firði. 23. s. m. drukknuðu 2 menn í Hvítá í Borgarfirði, 30. s. m. drukkn-
aði maður í Árósum í Helgafellssveit, 29. s. m. fórst bátur úr Hjörsey
með 2 mönnum. í s. m. drukknuðu 4 menn úr Eyrarsveit. í júní
(1.) drukknaði maður í Gönguskarðsá, 16. s. m. drukknaði maður á Soyð-
isfirði, 19. s. m. drukknaði Tðmas bðndi Eyjðlfsson i Gerðakoti, einn á
bát. í s. m. hrapaði maður í Málmey og beið bana af. í júlí (11.)
drukknuðu 2 menn á bát frá Seyðisfirði. 17. s. m. drukknaði maður í
Jökulsá, 23. s. m. drukknaði unglingur í tjörn hjá Gilsárvelli í Borgar-
firði. í ágúst (25.) hrapaði maður í Vestmannaeyjum, 29. s. m. drukkn-
aði maður á Kollafirði, 31. s. m. fjell hÚBveggur á bðnda á Mjósundi í
Flóa og beið hann þegar bana. í s. m. sló heBtur barn til bana í Öxl í
Þingi. í sept. fóret bátur á Norðfirði með 3 mönnum. í s. m. ljest i
Reykjavík ensk stúlka af heldri stigum, Jane S. Paterion úr afleiðingum af
byltu frá heetbaki. í okt. (6.) fórst bátur á Arnarfirði með 2 mönnum, s. d.
drukknuðu 3 menn á bát frá Seyðisfirði. í s. m. drukknaði maður i Húna-
ósi. í nóv. (4.) íórust 4 bátar á ísafirði og drukknuðu þar alls 18 menn, s. d.