Skírnir

Árgangur

Skírnir - 01.07.1897, Síða 23

Skírnir - 01.07.1897, Síða 23
Misferli og maunal&t. 25 minnug og mjög drenglynd. Ástríöur Melsteð (d. 14. júní, f. 20. febr. 1825), dóttir Helga biskups en ekkja Sigurðar lektors, gáfuð kona og vel rnennt- uð, var meðal annars mjög vel að Bjer í tungumálum. — Herdís Bene- diktsen (d. 23. ágúst, f. 22. sept. 1820), dóttir Guðmundar eýslumanns Sehevings og Halldóru Benediktsdóttur frá Staðarfelli. Hún átti Brynjólf stúdent Benidiktaen (d. 1870), en börn þeirra hjóna 14 að tölu dóu öll í æsku. Hún var göfuglynd og gat sjer binn besta orðstír þeirra, er kynni höfðu af henni, en merkastan minnisvarða hefur hún reist sjer með hinni stórmannlegu dánargjöf, sem fyr heflr verið minnst á. Landar vorir fyrir vestan haf. Brottferðir hjeðan af landi til Ameríku voru nokkru meiri en allra síðustu árin áður, en eigi voru þeir þó margir, er þangað leituðu; yfirleitt var allvel látið af hag íslendinga þar, enda varð uppskeran í góðu lagi og verð hátt á hveiti, en það ein helsta varningstegund landa vorra þar, þeirra er halda þar jarðir. Eitt af aðaláhugamálum íslendinga þar í álfu er skólastofnun, sem þegar fyrir löngn hefur verið vakið máls á og fje safnað til, hefur því máli þokað drjúgum áfram þetta ár, en eigi eru menn á einu máli um hvar hann muni heppilegast settur þar; á kirkjuþinginu var ákveðið, að hann skuli reisa í Park River í Norður-Dakota, ef bæjarmenn þar ieggja fram 10 ekrur lands til skólastæðis og 6000 dollara, og ef eigi yrðu kom- in fram önnur enn betri tilboð annarstaðar frá fyrir árslokin. Á þing- inu var og rædd innganga kirkjufjelagsins i kirknabandalagið General- Council, en þvi máli var þó ekki enn ráðið til lykta til fullnustu. Fyrir- lestrar voru fluttir á kirkjuþinginu af sjera Jóni Bjarnasyni (út úr þok- nnni) og sjera Birni B. Jónssyni (um guðsorð). Þeir voru síðan prentaðir í kirkjuársriti Vestur-íslendinga, Aldamótum. Dar voru og haldnar um- ræður bæði trúmálsumræður og aðrar almennar. Kirkjuþingið var að þessu sinni haldið í bænum Minneota; það er í Minnesotaríki í Banda- ríkjunum. íslensk mær ein, Ólafía Jóhannsdóttir, fór þetta ár til Yesturheims til að kynna sjor hagi landa vorra þar; hún ferðaðist þar um byggðir íslendinga og flntti fjölda af tölum, um menntamál, trúmál, bindindi og ýms önnur áhugaefni. Yar máli hennar vel tekið. Jón Ólafsson, fyrrum ritstjóri og alþingismaður, flutti hingað til lands alkominn frá Ameríku. Skömmu eptir að hann var hingað kominn hjelt hann langa tölu í Reykjavík og ljet síðan prenta í tímaritinu „Sunn-

x

Skírnir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.