Alþýðublaðið - 03.12.1959, Side 4

Alþýðublaðið - 03.12.1959, Side 4
 Otgefandi: AlþýSuflokkurinn. — Framkvæmdastjóri: Jngólfur Kristlánason. — Hitstjórar: Benedikt Grðndal, Gísli J. Ástþórsson og Helgi Sæmundason <áb.). — Fulltrúi ritstjómar: Sigvaldi Hjálmarsson. — Fréttastjóri: Björg- Vin Guömundsson. — Simar: 14 900 — 14 901 — 14 902 — 14 903. Auglýa- ingasími 14 906. — ABsetur: Alþýðuhúsið. — PrentsmiSja AlþýSublaSslna, ( Hverfisgata 8—10. Fiskilaust haf ? FISKVEIÐAR á Atlantshafi vaxa nú ár frá ári. Togarasmíðar eru geysimiklar um alla norð- : anverða Evrópu, skipin verða stærri og afkasta- meiri. Við hafa bætzt risastór verksmiðjuskip og veiðitækni fleygir fram. Og við spyrjum: Hvar endar þetta allt? íslendingar hafa af þessu mjög alvarlegar áhyggjur. Fiskistofnar Atlantshafsins eru ekki takmarkalausir, og gífurleg aukning veiðanna hlýtur, ef svona heldur áfram> að gereyða stofp- unum á skömmum tíma. Atlantshafið getur orðið fiskilaust haf, og þar með mundi mann- kynið eyðileggja mikilsverða matvælalind. Menn spyrja: Hvað er hægt að gera? Jafnvel . smáþjóð eins og íslendingar fær ekki að vernda ' sína fiskistofna með 12 mílna fiskveiðilandhelgi : án þess að næsta stórveldi sigi á hana herskip- um sínum. Það er aðeins eitt svar til. Það verður að hverfa frá þeirri firru, að fiskistofnarnir séu eina auðlind heims, sem allir aðilar geta vaðið í skipu- lagslaust, ef þeim sýnist. Ef til dæmis Sovét-Rúss- : ar færu að bora eftir olíu á hafsbotni Atlantshafs- ins úti fyrir ýmsum ríkjum, mundi allt fara á ann- an endann. En þeir mega sigla um þvert og endi- langt Atlantshafið og gramsa í fiskistofnunum! Hér er hugmyndin um „frelsi hafsins“ teygð of langt. Höldum fast í fullkomið ferðafrelsi á haf- inu, siglingafrelsi í hvaða heiðarlegum erindum. sem er. En hví skyldi þetta frelsi ná til hagnýting- ar fiskistofnanna? Það verður mjög bráðlega að taka upp al- þjóðlega samninga um fiskveiðar á öllu Norður- Atlantshafi, stranda á milli. Þetta samkomulag | verður að byggjast á þeirri heilbrigðu verka- skiptingu, að þeir veiði fisk» sem bezta aðstöðu hafa til þess, en meginlandsþjóðir ryðji ekki af óeðlilegum ástæðum fiskimannaþjóðum úr vegi. Það verður að tryggja viðgang fiskistofn- anna og sjá um, að mannkynið fái það fiskmagn sem öruggt er að veiða, án þess að stofnarnir eyðileggist. Ef ekki verður gripið til þess fljótlega að skipuleggja fiskveiðar Atlantshafsins, er augljóst hvert stefnir. Stórveldi eins og Sovétríkin, sem af einhverjum ástæðum verja takmarkalausu fé til að koma upp fiskiflota, verður innan skamms langmesta fiskveiðiþjóð heimsins. Sum af sex- veldunum í tollabandalagi Evrópu stórauka fisk- veiðar til að hagnýta tollfrjálsa markaði, t. d. á ItaMu. Árangurinn verður sá, að afkastamestu fiskimenn heims, íslendingar, missa markaði sína og komast á vonarvöl — unz fiskinn tekur að þverra og við höfum grasið eitt og fallvötnin til að lifa af. fyrir dömur, stór númer — Telpinakjólar — Telpu- kápur. Fallegt — Ódýrt. KÁPUSALAN, Laugavegi 11 tefstu hæð. — Sími 15982. 3. des. 1959 — Alþýðublaðið Hannes á h o r n i n u W Minningar og svip-grænni töðu- Fróðir menn telia> M ° ° r að öll mjölvara missi næringar- myndir úr Reykja- gildi með aldrinum, og þá mest vík. W Góð bók Ágústs Jós- efssonar. W Um erlenda mjöl- vöru og heilsu fólks. MINNINGAR OG SVIPMYND- IR úr Reykjavík eftir Ágúst Jósefsson er eina Reykjavíkur- bókin á bókamarkaðinum, ef svo má að orði komast. Þó að getið sé minninga og atburða, sem fyrir Ágúst hafa borið á langri ævi erlendis og hér á landi, þá fjallar meginhlutinn um Reykja vík. Fyrst segir Ágúst frá æsku sinni hér í höfuðstaðnum með móður sinni — og er það á köfl- um átakanleg saga — og ekki sízt fyrir það, að þarna er mjög sterk aldarfarslýsing. Þá segir hann frá ýmsum störfum sínum sem unglingur, en í þá frásögn fléttast lýsingar af stéttamun, starfsháttum og bæjarlífi. í möluðu ástandi. Auk þess hve þessi mjölmatur er bragðlaus og leiðinleg fæða. Þetta hef ég bezt fundið, þegar ég hef á ferðum mínum erlendis borðað brauð úr mjöli, sem var nýmalað af nýrri uppskeru. Hvílíkt sælgæti __ á móti gamla mjölinu, sem við Is- lendingar alla jafna notum. T. D. NORÐMENN hafa lengi flutt inn allt sitt korn ómolað og malað það heima í Noregi. Mun það upphaflega hafa verið ger af heilsufarsástæðum frek- ar en af verzlunarástæðum. Guðm. heitinn Björnsson land- læknir, sá framsýni maður, hvatti einu sinni í tímaritsgrein íslendinga ákaflega til að taka upp háttu Norðmanna að flytja kornið inn ómalað og mala það heima á íslandi og þá eingöngu af heilsufarslegum ástæðum. Nú um 40 árum eftir að landlæknir • inn reit þessa grein, erum við enn í sama farinu. Og líklega noium við óhollara mjöl en fyrir 50—60 árum, því þá var korn víða handmalað eða malað úti í sveitum í vatnsmyllum. EN HVAÐ SKYLDI NÚ þetta dæmalausa kæruleysi kosta þjóð ina? Hversu margir fleiri liggja nú á sjúkrahúsum fyrir lélegt mjöl, en ef gott mjöl væri etið? Væri heilsufarið yfirleitt ekki betra ef mjölið væri fyrsta Framhald á 2. síðu. Opnar daglega kl. 8,30 árdegis. ALMENNAR '] VEITINGAR allan daginn. Ódýr og vistlegur matsölustaður. j Reyníð viðsMptin. Ingólfs-Café. HIÐ SAMA MÁ SEGJA um nám hans og fleira. Ég skal hér ekki ræða um dvöl höfundarins erlendis, og heldur ekki afskipti hans af alþýðuhreyfingunni, en í síðari hluta bókarinnar birtist margvíslegur fróðleikur, sem hvergi er annars staðar að fá í bók eða á blaði og býst ég við að hann hefði týnzt hefði Ágúst ekki bókfest hann. — Bókin er því: Reykjavíkurbók, fróðleg bók — og skemmtileg bók. Aðalsafnaðarfundur Hallgrímspresfakalls verður haldinn í kirkju safnaðarins sunnudaginn 6, desember kl. 17. Dagskrá: 1. Skýrsla stjórnar. 2. Kosning 3ja manna í sóknarnefnd. 3. Önnur mál. S óknarnefndin. MAÐUR, SEM FÓR og keypti sér bókina um leið og hún kom í bókaverzlanir, og las hana strax hringdi til mín í gær og sagði: „Þetta er góð bók. Á hverri blað síðu fær maður góða skemmtun og fróðleik um leið. En höfuð- kostur bóka"innar er sá. að alls staðar skín í gagnum fráaögnina góðsemd og bjartsýni höfundar- ins, jafnvei. í hinum mestu erf- iðleikum. Ég er sannfærður um, að þetta verður talinn einn höf- uðkostur bókar Ágústs.“ MÉR ÞÓTTI VÆNT UM að heyra þetta. Ágúst bað mig að skrifa formála fyrir bókinni og gerði ég það. Það var einmitt þetta, sem ég vildi túlka í þess- um formála. VELVAKANDI skrifar: „Góð ur bóndi reynir allajafna að fóðra fé sitt á góðu fóðri. Með því móti fær hann fallegra fé, stærri dilka, traustara fé, fé, sem gefur honum betri arð en ella. Hinn bóndinn, sem á lé- legt fóður, verður bæði að gefa meira af því og fær þrátt fyrir það Ijótari og minni dilka á haustin en hinn bóndinn, sem fóðrar vel. Bóndinn, sem fóðr- ar vel, kemst venjulega betur af en hinn, sem fóðrar illa. Þetta vita þeir bezt, sem í sveitinni búa og þeir eru margir, sem á mölinni búa, er vita þetta og hafa enda sumir verið aldir upp í sveitinni og í nánum tengslum við sveitafólkið. EN ÞAÐ, sem á við ærnar okk ar hvað fæðuna áhrærir, það á líka við okkur mannfólkið. Núna neytum við mikils af erlendum kornmat, en svo að segja allur kornmatur er malaður erlendis og við kaupum hann í pokum eða jafnvel í pökkum og þá sem rúgmjöl, fínt hvítt hveiti, valsað haframjöl o. s. frv. ÉG HYGG ÞAÐ SÉ svona líkt fóður þessi mjölvara miðað við ,,original“ mjölvöru eins og hrakin taða á móti ilmandi, Orðsending írá Sjómannafélagi Hafnarfjarðar, Stjórnarkjörið er hafið — Kosið verður alla virka daga í skrifstofu félagsins Vesturgötu 10 frá kl. 6—7 s. d. Kjörstjórnin. Uppboð verður haldið í G.T.-húsinu í Hafnarfirði, laugardag inn 5. dels. ni.k. kl. 2 e, h, Selt verður: 1. Ýmis konar upptækur varningur af Keflavíkur- flugvelli, svo slem fatnaður, plötuspilarar, segul bandg tæki o. m. fl. 2. Bifreiðin G-2061, herjeppi, árgangur 1942, selst sam kvæmt kröfu Sigurgeirs Sigurjónssonar hrl. 3. Súþurkunarmótor af Carant gerð, steldur sam- kvæmt kröfu lEinars Viðar hdl. Greiðsla við hamarshögg. Bæjarfógetinn í Hafnarfirði.

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.