Alþýðublaðið - 24.12.1959, Side 11

Alþýðublaðið - 24.12.1959, Side 11
Ritstjóri: Örn Eiðsson Á S. L. hausti sótti Sigurður Sigurðsson, í- þróttaþulur Ríkisút- varpsins þing norrænna íþróttablaðamanna, sem fram fór í Vejle. — Skömmu eftir heimkom una flutti hann snjallt erindi um hinn glæsi- lega íþróttaskóla í Vejle og með góðfúslegu leyfi Sigurðar birtum við hér .kafla úr þessu erindi. ÍÞRÓTTA9KÓLINN í Yejle er ekki ríkisskóli, hann er sjálfs- eignarstofnun, stjórnina skipa fulltrúar íþróttasamtakanna dönsku og bæjarráðsins í Vejle. Stjórnandi skólans og upphafs- maður er Svend Aage Thomsen og á hann, öðrum fremur, heið urinn af því, að hafa komið skóla þessum á fót. Saga skóla- málsins er annars ævintýri lík- ust. Svend Aage Thomsen var á sínum tíma einn fremsti í- þróttamaður Dana. Hann var snjall tugþrautarmaður og bar höfuð og herðar yfir landa sína á því sviði árum saman, og þess má geta til gamans, að engum jóta hefur enn tekist að stökkva hærra í hástökki eða hlaupa grindahlaup á skemri tíma en hann gerði fyr ir næstum tveim áratugum. Svend Aage er steinsmiður að menntun. Nokkru eftir að hann hætti íþróttakeppni, settist að honum þunglyndi, en annars var hann hinn mesti geðprýðis maður og léttur í lund. Það sem angraði hann var helzt það, að hann hafði komist að raun um það á ferðum sínum um land- ið, að ungmennin, sem leggja vildu stund á íþróttir, áttu þess ekki kost að njóta .þeirra til hlýtar, þrátt fyrir þá mögu- leika, sem þjóðfélagið hafði skapað þeim. Hann sá hvert íþróttamannvirkið af öðru rísa af grunni og ungmennin hópast á íþróttasvæðin, en þar voru fárir fyrir, sumsstaðar engir, sem gátu leiðbeint unglingun- um. Steinsmiðurinn ungi hafði einnig ferðast nokkuð til ann- ari'a landa og víða hafði hann kynnst því, hvernig unglinga- leiðbeinendur hlutu menntun til þess að geta hjálpað íþrótta æskunni á rétta braut. Hann var ekki jafn hrifinn af öllu sem hann kynntist í þessu efni, en hann lærði eitt og annað og smám saman myndaðist með honum ákveðin skoðun um það, hvemig vandamál þetta yrði bezt leyst. Þetta varð þó ekki til að bæta skap hans, frekar hið gagnstæða. Eitt sinn, er hann sat heima og var ó- vénju hávær um þessar raun- ir sínar, brást faðir hans reið- ur við, en gamli maðurinn hafði einnig sínar skoðanir á hlutunum, og sagði: „Byggðu þá sjálfur þennan íþróttaskóla, sem þú ert að fjasa um, dreng- ur“. Þessi orð hljómuðu eins og argasta spaug úr munni gamla mannsins, en hann er nú einn hindranir. Hann vann að lok- um sigur, draumur hans varð að veruleika, Svend Aage Thomsen reisti íþróttaskólann sinn. Þegar hann hafði gert sín- ar áætlanir, tók hann hjól- hestinn sinn fram, dældi loft í slöngurnar og hjólaði um Jót- land þvert og endilangt í leit að hentugum stað, þar sem hann einnig gæti unnið hug- mynd sinni lið. Það kom á dag inn, að hentuga staði skorti ekki og smátt og smátt vaknaði áhugi fyrir hugmynd hans, fyr- irhöfn hans var ekki til einsk- is og svo fór að lokum, að menn lofuðu honum gulli og græn- um skógum, hann hlaut ekki eingöngu fjárhagslegan stuðn- ing heldur einnig siðferðilegan. Og kaldasta dag ársins 1942, tuttugasta og fimmta dag árs- ins — frostið mældist 28 stig — var Jóska íþróttaskólanum valinn staður í Vejle. i Svend Aage var nú ekki lengur einn um hugmynd sína, hann kom auga á það strax í upphafi, að einum manni væri um megn að ráðast í slíkt fyr- irtæki. Hann samdi við félög og einstaklinga, sem voru hon- um sammála um þörfina fyrir Danakonungur og Svend Aage við vígsluhátíðina 1958. réiðu fé. Fljótlega var framlag- ið hækkað í 40 þúsund og varð áður en framkvæmdir hófust 64 þúsund danskar krónur, og nöldurskjóður höfðu þegar orð á því, „að hann Svend Aage væri orðinn bænum nokkuð dýr“. Og enn heyrast þessar raddir, — nú, þegar bærinn hefur lagt fram 150,000 krónur til viðbótar, vegna stækkunar- innar. En þeim fer fækkandi, sem sjá eftir þessu fé, því skól- 600 riámskeið af ýmsu tagi höfðu verið haldin, svo oft héf ur verið þröngt á þingi. Þetta eru ótrúlegar tölur. — Það er líklega of mikið sagt að segja að skólinn í Norðurmörk sá heimsfrægur, þó hann hai'i hýst nemendur frá næstum öil um þióðum he ms, og hann hef ur um árabil verið viðurkennd- ur af kunnáttumönnum í Ev- rópu sem .einn fremsti skáli sinnar tegundar, þó þar væii Draumur íþróttamannsins rættist þeirra, sem meina það sem þeir segja, og það vissi sonurinn, °g þar sem hann var hlýðinn sonur, gerði hann það sem fað- írinri fyrirskipaði. í ævintýrunum gömlu hefði það reynzt auðvelt að gera þennan draum að veruleika, en í þessu nútímaævintýri var úlf- urinn grimmi ekki í einu, held- ur mörgum dulargerfum og það tók langan tíma að yfirvinna hann. Hefði steinsmiðurinn ekki verið eins harður og efn- ið, sem hann vann við, hefði úifinum áreiðanlega tekist að éta hann upp til agna. En hann var harkan uppmáluð og hon- um tókst að yfirstíga allar jólskan íþróttaskóla. Þetta var einnig nauðsynlegt þegna þess, að óþægilegt er og raunar ó- leyfilegt, að einstaklingur hefji fjársöfnun sjálfum til til handa með samskotum og öðrum ráð- um, og það vantaði peninga, mikla peninga. Það var engin tilviljun, að Vejle varg fyrir valinu, þegar skólanum var valinn staður. Forráðamenn bæjarins sýndu Svend Aage fagurt svæði í Norðurskógi, sem ekki var of nálægt siálfum bænum og ekki heldur of langt frá. Bærinn bauð honum tíu tunnur lands — með öllu ókeypis — og einn ig 20 þúsund króna framlag í Á þessari mynd sjáíð þið hluta af íþróttamannvirkjum íþrótta skólans í Vejle, en skólabyggingin er mjög umfangsmikil og eiginlegai röð af stórhýsum. sem tengd eru saman í eina heild með smærri byggingum. Á myndinni sést stökkhretti sund- laugarinnar, en það er eins. þriggja og fimm metra. Sund- laugin sjálf er 12,5 x 25 metrar. Til dæmis um stærð skólans má geta þess, að lengsta vegalengd innanhúss í beina línu er 120 metrar. inn hefur verið mjög góð aug- lýsing fyrir bæinn og dregið að fjölda ferðamanna. Og þó erf- itt sé að ákveða, hve miklar ferðamannatekjur bærinn hef- ur haft aðe'ns vegna skólans, er það álit þeirra, sem til þekkja, að bærinn hafi þegar fengið framlag sitt endurgreitt að fullu. Þá þakka menn skólanum bað. að undanfarin ár hefur Vejlebær haft á að skipa einu fremsta knattspyrnuliði Dan- merkur. Það voru fleiri en hinir vísu stjórnendur Vejlebæjar, sem styrktu Svend Aage í upnhafi. Vejlebanki lánaði 100 000 krón- ur til skólans, ríkissjóður lán- aði 125.000 og loks fékk stofn- unin 42 þúsund króna hagnað af sölu svonefndra „múrsteins- merkja“. Allt þetta gerðist á hernáms- árunum og þess vegna tókst ekki að fullbyggia skólann þeg- ar í fyrstu atlögu. Sem betur fer, segja forráðamenn skólans, því ef svo hefði farið, hefði skólinn aldrei orðið neitt lík- ur bví, sem hann er nú eftir stækkunina en segja má, að byggingu skólans hafi ekki lok ið fyrr en árið 1958, þó hann væri starfræktur í 16 ár í bráða byrgðahúsnæði, og það er undravert, hverjum árangri stjórnandi skólans, kona hans og örfáir samstaa’fsmenn, náðu, við bessi skilyrði. Sá hluti skólabyggingarinnar, sem not- aður var þessi 16 ár, er aðeins tuttugasti hluti af núverandi bvggingum skólans. Skólastarf ið hefst 3. iúlí árið 1943 og fram til ársins 1958 höfðu sótt skól- ann yfir 20.000 nemendur og lengi einn minnsti skólafim- leikasalur heims. Þá venaöi honum vel í samkeppninni við samskonar skóla í nágranna- löndunum og þrátt fyr'r smæ'ð' sína var honum líkt við hinar fráfæru _ íþróttastofnanir Finna. Ýmsir íþróttaflokksr hafa búið sig undir stórátök á vegum skólans. árið 1952 æfðu finnskir frjálsíþróttamenn sig þarna undir Olympíuleikana, einnig knattspyrnuliðið finnska. Þá hefur landslið norskra frjálsíþróttamanna dvalið oftar en einu sinni við æfingar í Vejleskólanum og frægasti frjálsíþróttamaður Norðmanna, Egil Danielsen, var mánuði lengur, en ætlunin var í upphafi og hann varð einmitt nokkrum mánuðum síð ar Olympískur meistari í spjót- kasti og setti nýtt heimsmet við það tækifæri. 'tiiimiiisitiiiiMiiiimmiiiiiiMitiiiiiiiiiiiimitiiiiiiiuuMi /jb róttasíð- an óskar lesendum sínum gledilegra •iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiuminsiHb Alþýðublaðið — 24. des. 1959

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.