Alþýðublaðið - 13.01.1960, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 13.01.1960, Blaðsíða 3
Sigga Vigga SKYGGNIÐ •'VIUN ER SVAKAIEGA RIK. PABB/ HENNAR 'A TVO TO&ARA 'A 'ÓRÚGGUM TAPREKSTRI" marveður Rangárþingi Hvolsvelli, 12, jan. HÉBNA hefur verið einmuna tíð síðan um áramót, sumarveð- ur má segja, svo að menn muna ekki eftir öðru eins. í dag er loks aðeins aS kólna í veðri aftur, en þó er sól og bjart veð- ur. Þessi veðrátta er sérlega hag- kvæm fyrir bændur og hefur Sumarveður á Patreksfirði, 11. jan. HÉR HEFUB verið sumar- veðrátta undanfarið. Skotfæri er um allar vseitir, enda snjó- laust með öllu. Einn bátur hefur róið héðan að undanförnu og tveir frá Tálknafirði. Hafa beir aflað vel. Þrír bátar verða gerðir út héð- an í vetur. — ÁHP. Akranesi, 11. jan. KVENFÉLAGIÐ efndi fil skemmtunar fyrir aldrað fólk. Kom Leikfélagið í heimsókn á skemmtunina og sýndi 3. atriði úr Nýársnóttinni, 'Skemmtunin, sem var haldin á Hótel Akranesi, var vel sótt og tókst ágætlega. Skemmtiatr- iði voru fjölbreytt og var gamla fóikið mjög ánægt með daginn. — H. Sv. stytt veturinn til muna. Fé hef- ur víða gengið sjálfala alla daga og nætur og aðeins rekið í hús til að hleypa til. Eins og kunnugt er, eiga bændur víða lítinn og slæman heyfeng og hefur Þessi góðveð- urskafli áreiðanlega býargað miklu hjá ýmsum bændum. Vegir eru yfirleitt sæmilegir, en þó nokkuð aurblautir og frekar þungir. Hvergi mun þó hafa runnið úr vegurn og skörð komið í. Vermenn eru að fara suður í stríðum straumum, einkum til Vestmannaeyja. Hafa margir farið héðan úr sýslunni, svo og Skaftafellssýslu. Mikið hefur verið um manna mót að undanförnu. T. d. hafa nýlega farið fram grímudans- leikir, ásamt álfadansi og brenn um, að Gunnarshólma og Goða- landi. Var fjölmenni saman- komið á báðum stöðum. — Þ.S. FLOKKSFÉLAGAR Spilakvöld Alþýðuflokksfélag Reykjavík ur efnir til spilakvölds n. k. sóknarhúsinu kl. 8,30. föstudagskvöld kl. 8,30 í Iðnó. Þetta er 1. spilakvöldið í 5- kvölda keppni. — Alþýðuflokks I fóllc er hvatt til að fjölmenna. ÞOKAN, sem umlukti Reyk- víkinga í gær, náði yfir nokk- urn hluta Faxaflóa og Breiða- fjarðar, en var þó farin að minnka við Breiðafjörðinn. Síð degis í gær fór þokan minnk- andi, og var búizt við, að hún hyrfi í nótt. Samkvæmt upplýsingum Veð urstofunnar var ástæðan fyrir þokunni sú, að hið hlýja og raka loft, sem hér hefur verið undanfarið, var farið að kólna. Vegna lognsins hér við Faxa- flóann gat vindurinn ekki hrak Óveður í Evrópu STOKKHÓLMUR, 12. jan. — Mikil illviðri ganga nú yfir alla Evrópu allt frá Spáni til Kir- jálabotna. Fjöldi skipa hefur orðið að leita landvars í dönsk- um og sænskum höfnum, með- al annars voru 100 fiskiskip í höfninni í Rönne á Borgund- arhólmi £ dag. Sex manjps króknuðu í hríð- arveðri á Spáni í dag, og í Norð ur-Grikklandi sprakk stífla og misstu 12000 manns heimili sín. Snjókoma er um alla álf- una. ið þokuna burtu, eins og gerð- ist á Suður- og Austurlandi. Skyggnið í Reykjavík var um 50 til 100 metrar og er það mjög sjaldan svo lítið. Afleið- ingin var sú, að allt flug frá Reykjavíkurflugvelli lagðist niður, bæði innanlands og til útlanda. í gærkvöldi, þegar þokunni létti átti iað reyna að fljúga til nokkurra staða. Síld í Oslófirði NORSKA Arbeiderbladed skýrir frá því fyrir skömmu, að mikil síld hafi gengið inn á Oslófjörð og inn í Skagerak, en það mun ekki hafa átt sér stað síðan 1890. Þá var síldar- aflinn svo mikill, að hann fyllti allan. sölumarkað. Var síldin þá keyrð í sveitirnar og notuð þar fyrir áburð. Nú hafa veiðzt um 1100 hl. af síld rétt við Tönsberg, og vona Norðmenn, að það sé byrjun á nýrri síldargöngu á þessar slóðir. Straummælingar í Þorlákshöfn Hédelfilraunir í Þýzkalandi Mótmæli WASHINGTON, 11. jan. (NTB) — Bandaríska stjórnin hefur borið fram formleg mótmæli við ríkisstjórn Kúbu vegna þess að hún hefur gert upptæk- ar ýmsar eignir bandarískra borgara á Kúbu. Telur Banda- ríkjastjórn þessar aðgerðir Kúbustjórnar brjóta algerlega í' bág við alþjóðalög. STÖÐUGT er unnið að undir búningi að hafnargerðinni í Þor lákshöfn. Ríkisstjórn Emils Jónssonar útvegaði sem kunn- ugt er 30 milljón króna lán til framkvæmdanna á sínum tíma og er þess því að vænta, að þessu mikla hagsmunamáli Sunnlendinga miði vel áfram. Alþýðublaðið sneri sér í gær til Aðalsteins Júlíussonar, vita- og hafnarmálastjóra, og spurði hann frétta af fyrirhugaðri hafn argerð. Hann kvað m. a. straum- og bylgjumælingar standa yfir um þessar mundir þar eystra. Þá væru módeltilraunir á veg um Tekníska háskólans í Honn over í Þýzkalandi í þann veg- inn að hefjast. Ekki væri unnt að gera sér grein fyrir, hvenær þeim til- raunum mundi verða lokið, því að ef til vill þurfti að gera víð- tækari módeltilraunir heldur en áætlað hefði verið í fyrstu. Búast má því við, að skriður sé kominn á málið og fram- kvæmdirnar gangi snuðrulaust ú.r þessu. Rjómi fluttur enn oð norðan RJÓMI hefur verið fluttur til Reykjavíkur að norðan frá því í haust. Nokkur mjólkur- skortur liefur verið sunnan- lands vegna minnkandi mjólk- urframleiðslu og aukinnar neyzlu. Byrjað var að flytja rjóma til Reykjavíkur í október s. 1., og mjólk í nóvember og fram í desember. Flutningarnir fóru að mestu landleiðina Færð var mjög góð. Rjómi er eiín fluttur land- leiðina til Reykjavíkur frá Ak- ureyri, Blönduósi, Hvamms- tanga, Sauðárkróki og Húsavík. Flutningarnir hafa gengið greiðlega, þótt ófærð væri nokk ur um áramótin. Mjólkursamsalan gerir ráð íyrir því, að rjómaflutningarn- ir haldi áfram fram í febrúar- mánuð, en þá á framleiðslan sunnanlands að fullnægja eft- irspurn. Mér varð ekki um sel... ... þegar ég Ias frásögn- ina í Tímanum síðastlið- inn sunnudag um beljak- ana, sem fóru að skjóta hreindýr. „Urðu þéir fimm saman“, segir í frétt inni, „og héldu á jeppa inn að Snæfelli“. Alþýðublaðið — 13. jan. 1960 J

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.