Alþýðublaðið - 13.01.1960, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 13.01.1960, Blaðsíða 2
Útgefandi: Alþýðuflokkurinn. — Franikvæmdastjóri: Ingólfur Kristjánsson. i — Ritstjórar: Gísli J. Ástþórsson (áb.) og Benedikt Gröndal. — Fulltrúi | ritstjómar: Sigvaldi Hjálmarsson. — Fréttastjóri: Björgvin Guðmundsson. 1 — Símar: 14 900 — 14 901 — 14 902 — 14 903. Auglýsingasími 14 906 — AÖ- setur: Alþýðuhúsið. — Prentsmiðja Alþýðublaðsins. Hverfisgata 8—10. — \ Áskriftargjald: kr. 35,00 á mánuði. Það þarf meira til ÞAÐ eru allir sammála um að auka fram- leiðslu þjóðarinnar eins .og mest má verða. Hins vegar eru ekki allir trúaðir á, að framleiðsluaukn- ing geti ein læknað efnahagsvandamál íslendinga. Ef svo væri, hefði efnahagsástandið átt að fara stöðugt batnandi undanfarin ár, því framleiðslu- aukning hefur verið mikil- En svo hefur ekki farið. .......• • Hvað gerist, þegar framleiðslan eykst hér á landi? Fyrst það, að fjölmargir einstaklingar og framleiðslutæki fá auknar tekjur og væntanlega betri afkomu. Hvað gera einstaklingar og fyrirtæki, þegar afkoma þeirra batnar? Þeir hugsa fljótlega til framkvæmda, einstaklingar til húsbygginga, hús- gagnakaupa, bílkaupa eða annars slíks; fyrirtæk- in til skipakaupa eða bygginga. Með öðrum orð- um: Ásóknin í fjárfestingu eykst. Þörfin fyrir er- lendan gjaldeyri og innlent lánsfé eykst. Hin aukna framleiðsla bætir afkomu margra- en hún ein leysir ekki fjárhagsvandræði þjóð- arinnar, nema jafnframt séu settar hömlur við aukinni fjárfestingu. Þetta hefur valdið því, að hin mikla framleiðsluaukning síðustu ára hefur ekki læknað meinið. Af þessum sökum þarf að gera aðrar ráðstafanir til viðbótar framleiðslu- aukningu. Árvekni en ekki ofstæki ÞAÐ varð smávægilegur misskilningur á Keflavíkurvelli fyrir helgina með þeim afleiðing- um, að tveir íslendingar voru stöðvaðir af ame- rískum varðmönnum. Málið var leiðrétt skjótlega og allt féll í ljúfa 'löð. Þetta atvik og fleiri hefðu aldrei komið fyrir, ef íslendingar gættu þess að tryggja sér nauðsyn- leg vegabréf til ferða inn á þau lokuðu svæði> sem hernum er 'leyft að hafa. Á sarna hátt kef jumst við þess, að Ameríkumenn hafi vegabréf ef þeir vilja fara inn á bannsvæðið okkar, sem er allt landið utan flugvallarins. Það furðulega við þetta atvik er, að það skyldi verða að blaðamáli, sérstaklega að Tíminn skyldi segja frá því undir stórum fyrirsögnum og heirnta alvarlegar gagnráðstafanir. Sambúð Bandaríkj- anna og íslands er í stórhættu út af þessu, að því er blaðinu finnst. Við íslendingar skulum standa fast á okkar rétti gagnvart öllum aðilum, en við megum ekki gera okkur að kjánum með slíkum skrifum, sem íesa mátti í Tímanum. Árvekni er sjálfsögð. Of- stæki skaðar okkur sjálfa. £ 13. jan. 1960 — Alhýöublaðið Hannes á h o r n i n u ur í vagninn þegar þeir koma inn, en það verður fólkið að læra. ÍÞað gengur oft illa að læra einfalda lexíu, jafnvel þó að hún eigi að liggja í augum uppi.“ Hannes á horninu. Happdrætti 'Á’ Slæmt ástand í mat- vælaframleiðslu. 'fo Skrælingjabragur á meðferð matvara. ÍJ Mjólk, sem ekki er mannamatur. 'Á' Dæmi frá einum í mjólkurbúi. ÉG HEF ÁÐXJR MINNZT Á það, að við íslendingar stönd- um ekki jafnfætis nágrönnum okkar í framleiðslu óg sölumeð- ferð á matvælum. Þetta kemur þráfaldlega í ljós, og ekkert virð ist duga, hvorki reglugerðir né strangt eftirlit. Þetta er mikiU Ijóður á ráði okkar íslendinga, og við verðum að stefna að því að bæta úr þessu. Við verðum að setja strangari reglugerðir og auka eftirlitið. MJÓLKURNEYTANDI skrif- ar: „Fyrir nokkrum dögum sagði eitt af dagblöðum bæjarins frá mjólkurframleiðanda austan fjalls. Frásögn þessi hefur valdið mér nokkrum heilabrotum og staðfest gamla hugmynd mína um það, að sennilega mundu fá- ir íslendingar drekka mjólk, ef þeir sæju inn í öll fjósin þar sem [ þessi nytjafæða er framleidd og kynntust þeirri meðferð, sem hún fær frá því að hún kemur úr kýrspenanum og þar til hún er komin að vörum neytandans. BUAÐIÐ SEGIR, að mjólkur- framleiðandi þessi hafi selt mjólk sína beint til neytenda, sem síðan sendu fimm brúsa til rannsóknar í Mjólkurbú Fróa- manna. Árangurinn var þessi: í annan flokk fór innihald eins | brúsans, í þriðja flokk fór inni- hald þriggja brúsa og úr þeim ' síðasta í fjórða flokk, og var þá ! úr því skorið, að mjólkin var i ekki mannamatur. Síðan segir blaðið frá því, að fyrri kaupend- ur þessarar mjólkur fái nú geril- sneydda mjólk frá mjólkurbú- inu, en mjólkurframleiðandinn verði að bíta í það súra epli, að senda mjólk sína í Flóabúið. NÚ VIL ÉG SPYRJA: Þurfa ekki fleiri en mjólkurframleið- andinn að bíta í súrt epli? Er hægt að senda hvaða óþverra sem er, ef hann er nokkurn veg- : inn hvítur á litinn, til Mjólkur- bús Flóamanna? Hvað gerir mjólkurbúið við svona hráefni? ; Er þessi vara gerilsneydd og síð- an seld okkur Reykvíkingum? Er þetta boðlegt handa okkur, ef aðeins er svo gengið frá því, áð það valdi okkur ekki heilsutjóni eða dauða? ÉG HEF HEYRT skilgrein- inguna á neyzlumjólk og vinnslu mjólk. Er hér á ferðinni það, sem kallað er vinnslumjólk.? Þá vaknar spurningin: Er hægt að framleiða fyrsta flokks vöru svo sem skyr, smjör og osta úr hrá- •efni, sem er óþverri, og hverjum er ætlað að kaupa slíka vöru og í hvaða gæðaflokki er hún? Hvers vegna tekur Mjólkurbú Flóamanna við svona vöru og hvað er við hana gert?“ S.UJ. KONA SKRIFAR mér á þessa leið: „Oft hefur verið minnzt á hegðun fólks í strætisvögnunum og það er ef til vill ofaukið að gera það enn einu sinni. Ég freistast þó til þess að gefnu til- efni. Ég fer oft á dag eina leið- ina fram og aftur. Þarna er á- standið mjög slæmt og þó að það sé þó alls ekki einsdæmi, enda líklegt, að þannig sé það á öllum leiðum. Þröng er alltaf mikil á þessari leið og fólkið ryðst inn, en hvernig sem vagn- stjórinn reynir til að fá fólk til þess að raða sér í vagninn, þann- , ig að þeir sem fyrst koma inn færi sig aftan til í hann, þá tekst honum það ekki. ÞETTA VERÐUR til þess að fólkið þjappast saman framan til í vagninum, en svo er hann næstum auður aftan til. Þetta er I mjög óþægilegt og óhagkvæmt, | en veldur líka vagnstjóranum erfiðleikum. Vitanlega er miklu betra fyrir farþegana að fara aft- VINNINGSNÚMERIN í Heimilishappdrætti SUJ verða birt í Alþýðublað- inu n. k. fimmtudag, 14. janúar. Þeir sem enn eiga eftir að gera skil eru beðnir að skila fyrir þann tíma. Hafnfirðingar, er enn eiga óuppgert eru beðnir að hafa samband við Þóri Sæmundsson, for mann FUJ í Hafnarfirði. að sagt er ÞETTA er víst hattur — eða svo á það að heita. j! Ekki viíúm við hvort ® svona hattar fgst í Reykja vík, né heldur, hvort ís- lenzkum frum þykir þetta fagurt höfuðfat!

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.