Alþýðublaðið - 13.01.1960, Blaðsíða 11

Alþýðublaðið - 13.01.1960, Blaðsíða 11
Osló sigraði Á SUNNUDAGINN háði Osló bæjakeppni í handknati- leik gegn V-Berlíh í karlá- flokki og Gautaborg í kvenna- flokki og sigraði í báðum leikj- unum. í karlaleiknum með 16 —13 og kvennaleiknum 7:6. Þetta er í fyrsta sinn sem Osló sigrar Gautaborg í handknatt- leik. Báðir Ieikirnir voru harð- ir og skemmtilegir. Knud Lundberg I KNATTSPYRNU með 4 lungu og gullfætur KNUD LUNDBERG hefur nú umj 20 ára skeið leikið með danska liðinu AB. 1 heimalandi sínu hefur hann löngum verið umdeildur maður vegna skoðana sinna, | sem hann hefur ótrauður haldið fram í ræðu og riti. Lundberg er læknir að menntun, en blaðamaður að atvinnu. Það sem hér birtist eftir hann eru glefsur úr greinaflokki, sem hann skrif- aði í vikublaðið Familie Jour nal seinni hluta árs 1958. í RAUN og veru er líkams- 'bygging min alls ekki heppileg til knattspyrnuiðkana. Ég er of langur og hægfara. En allt frá því ég man fyrst eftir mér hef ég haft óendanlega mikið gam- an af knattleikjum, já, miklu meira en flestir aðrir. Það er víst þess vegna, að ég hef náð því að leika yfir 70 landsleiki alls í þrem íþróttagreinum, knattspyrnu, handknattleik og •körfuknattleik. Og það hversu hægfara ég er, hefur ekki bara verið mér fjöt- ur um fót. Þegar ég byrjaði knattspyrnuferil minn hafði ég bæði mikinn hraða og gott út- hald, en hins vegar lítinn skiln Bandaríkjamaðurinn John Thomas, sem aðeins er 19 ára, er betri nú en nokkru sinni og á æfingu í Boston, þar sem all- ar aðstæður voru löglegar, stökk hann 2,20 m. án þess að snerta rána. — Thomas reiknar með því að stökkva a. m. k. þá hæð á OL í Róm. Fyrsta keppni hans innanhúss í vetur verður 16, janúar. ILSA Konrads, sem nú er 15 ára, setti tvö heimsmet í sundi um hclgina í 400 m. og 440 yds skriðsundi. Tími hennar á 440 yds var 4:45.4 mín. en gamla metið serv> átti var 4:48,6 mín. Mótið fór fram í Sidney. ing á gangi leiksins. Þannig var ég, er ég var 14 ára gamail. Þá var ég í 1. drengjalðinu, sem sigraði í keppninni. Ég var fram liggjandi miðframvörður, ekki i vegna góðrar yfirsýnar eða á- gætra sendinga, því að hvorugt var mér gefið, heldur vegna þess, að á þessum stað gat ég blandað mér í allt, se mfram fór á vellinum. Það hefur alltaf ver ið einlæg ósk mín að geta verið með í leiknum alls staðar á vell inum. Ég hef því oft seinna mátt sjá eftir því, þegar ég hef fylgt þessari dýpstu hvöt minni í fyrri hálfleik og síðan eftir leik- hléið komizt að raun um, að nú var úthaldið búið. Það var ekki fvrr en ég var orðinn mjög gam all, að ég lærði að halda áhuga mínum í skefjum og jaí'na litl- um kröftum mínum og lélegu úthaldi á allar 90 mínútur leiks ins. Jafnvel er ég var orðinn 32 ára og lék minn 25. lanásleik, varð ég að íara út af vellínum í finryn mínútur í seinni hálfleik á meðan nuddarinn okkar kom krampakenndum fótvöðvum mínum til að starfa aftur. Þeg- ar ég var úthaldsgóður og hrað- fara, var þetta allt öðruvísi. Þá flakkaði ég bara um allan völl- inn frá því að leikurinn hófst þar til dómarinn mér til mikill- ar armæðu blés til leiksloka. Ég hefði gjarnan ieikið einn leik í viðbót, ef ég hefði átt Þess kost. Svona var þetta, áður en ég byr j aði að vaxa. Ég var lítill ljós- hærður snáði og var meðal hinna minnstu í flokknum. Ljós mynd af þessu 1. drengjaliði hangir í félagsheimili AB, því að það vann keppnina. Ég sit við hliðina á litlum svarthærð- um dreng; við höfum leikið saman þó nokkuð marga leiki á lífsleiðinni, í drengjaliðinu, 1. liðinu og landsliðinu. Hann heit ir Knud Bastrup Birk. Sá dagur kemur vafalaust, að við leikum saman að nýiu og þá í Old-boys liðinu. Hann hefur lofað því, að ég fá að vera með. Þegar ég fór að taka út vöxt- inn, hætti ég að leilta knatt- spyrnu. Ég varð hægfara og það hef ég verið alla tíð síðan. Ég varð einnig klunnalegur. Það er ég ennþá, en þó mest áberandi utan vallar. Þegar svo var kom- ið, að ég átti erfitt með að hitta knöttinn og hraðinn og úthald- ið, sem höfðu verið mínir höf- uðkostir, voru farnir veg allrar veraldar, var knattspyrnugeta mín ekki á marga fiska. Það er erfitt fyrir 14 ára dreng, að vera allt í einu að athlægi í uppá- haldsiðju sinni. Ég gat ekki þol- að það. Ég gafst upp og til- kynnti úrsögn mína. Mér hefur aldrei heppnazt að fá vitneskju um, hvaða skoðun umsjónar- maður liðsins hafði á því, þegar égkom og sagðist ætla að hætta. Hann sagði ekki neitt, því að hann hefur vafalaust skilið bet- ur en flestir aðrir, hverus erfitt það er fyrir fyrirliða í 1. dengja liðið að komast að ,raun um, að hann er, ekki hlutgengur lengur. En ég man vel, hvað-hann sagði 14 dögum seinna, þegar ég kom aftur feiminn og skömmustu- legur og sagði honum, að hvað sem öðru iiði, þá gæti ég ekki án knattspyrnu verið. — Það vissi ég nú alltaf, var svarið. — Ég hef alls ekki tekið úr- sögn þína alvarlega, og þess vegna hef ég stöðu handa þér í 3, drengjaliðinu. Og þar átti ég margar glaðar stundir. Smám saman uxu limirnir og ég fór að samsvara mér betur. En þann hraða, sem ég áður hafði, endurheimti ég aldrei aftur. Og ég hef oft verið glaður yfir því síðar meir. Það neyddi mig nefnilega til að læra að leika knattspyrnu. Þar sem ég var bæði hægfara og úthaldslítill, varð ég að læra að notfæra mér til hins ýtrasta þá möguleika, sem fólgnir voru í knattmeðferð og skilningi á leiknum. Knatt- auga mitt var alls ekki lélegt og þar sem Carl Skomager var, fékk ég þjálfara, sem sjálfur gat gert allt með knöttinn og sem fyrst og fremst kenndi mér að spyrna til hans. Hann þrosk- aði smekk minn fyrir því, hvern ig á að spyriia og því hef ég Framhald á 14. síðu. IFrá K.R.- mótinu ÞESSAR myndir eru frá Afmælishófi KR í hand- knattleik. — Sú efsta er frá úrslitaleiknum í kvennaflokki, Bergljót Hermundsdóttir, Val, er nýbúin að skjóta (það var mark) Inga, KR, reynir árangurslaust að verja og gerða, KR, fylgist með. — Næsta mynd sýnir Gunn- laug, ÍR, skjóta, en vörn FH er vel á verði og loks er mynd frá leik ÍR og Aft ureldingar og það er Ás- björn Sigurjónsson, sem sézt skora, en hann stóð f, sig vel í lciknum. Námskeið FRAMHALDSNÁMSKEIÐ í frjálsum íþróttum heldur Glímufélagið Ármann fyrir ung linga og byrjendur Hófst það x fimleikasal Langholtsskóla föstudaginn 8. jan. kl. 7 síðd. Þjálfari er hinn góðkunni og efnilegi íþróttamaður Ármanns, Þorkell Steinarr Ellertsson. Félagið hóf fyrra námskeiðið í nóv. og var ágætur árangur og þátttaka í því. Þeim, sem tóku þátt í því, er heimil þátttaka í þessu framhaldsnámskeiði, semi verður á miðvikudögum cg föstudögum kl. 7—8 síðd í fim- leikasal Langholtsskólans. Óhætt er að hvetja alla, sem áhuga hafa fyrir þessari skemmtilegu íþrótíagrein til að taka þátt í námskeiði þessu. Alþýðublaðið — 13. jan. 1960 £J,

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.