Fjölnir - 02.01.1835, Blaðsíða 11

Fjölnir - 02.01.1835, Blaðsíða 11
11 er fegurðin henni eptir eðli sínu aungvanveginn liáð, lieldur so ágæt, að allir rnenn eíga að gyrnast liana sjálfrar hennar vegna. Egi nokkurt rit að vera fagurt, verður fyrst og fremst máliö að vera so lireínt og óblandað eínsog orðið getur, bæði að oröuin og orða- skipun , og Jiar sem nýar hugmindir koma fram , og Jiörf er á nýuin orðum, ríður á, þau seu auðskilin, og málinu sem eðliiegust. Jað er ljósara enn um þurfl. að tala, hvaö það er áríðandi, að liafðar seu gætur á málunum, hvurt sem þau eru skrifuð eða töluð. Með þeím hefir inannlegt frjálsræði afrekaö meira, enn nokk- rum öðrum lilut. Málið er eítt af eínkennum mann- kynsins, og æðsti og liósasti vottur um ágæti þess, og máliu eru höfuðefnkenni þjóðanna. Eíngin þjóð verður fyrri til enn lnin talar inál útaf fyrir sig, og deýi málin deýa líka þjóðirnar, eða verða að annari þjóö; enn það ber aldreí við, nema bágindi og eýmd seu komin á undan. jþví hróðugri sem Islendíngar meíga vera, að tala eínhvurja elztu * túngu í öllum vesturliluta Norð- urálfu, er ásamt bókmentum Islendfnga og fornsögu þeírra er undirstaða þeírra þjóðheíðurs; og því heldur sem reýnslan ber vitni um, hvað hægt er að verja hana skemdum ; því ágætari sem hún er, og hæfari til að auðgast af sjálfrar sinnar efnum — þess heldur ættu menn að kosta kapps um, aö geýma og ávaxta þennann dýrmæta fjársjóð, saineígn allra þeírra sem lieítið geta Islendíngar. — Samt er ekki nóg, að málið se lireínt og ekki blandað neínni útienzku. Orðin í málinu sjálfu verða * Ait frátekinni Vösku (milli Spánar og Frakklanz) og keltnesku málunuin, sein þá að líkindum eíga ekki lángt eptir. Málið er i því tilliti svipað sumu víni, að það verður því ágætara þess meír sein það eldist — af því skynsemi þjóðarinnar auðgar það sífeldlega að nýum hugmindum.

x

Fjölnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjölnir
https://timarit.is/publication/61

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.