Fjölnir - 02.01.1835, Blaðsíða 13

Fjölnir - 02.01.1835, Blaðsíða 13
13 sem nytsamt er og fagurt og satt, lieldur eínnig f)að sem gott er og siðsamlegt. Allt sem ollað getur siðaspillíagu verður þessvegna útibirgt úr ritgjörðum okkar, og allt skal af fremsta megni stuðla til betrunar siðgæöanna, er við leítumst við aö sýna eðii og uppruna, orsakir og afleíðíngar þeirra, hvað J»eím sð til fyrirstöðu og hvurnig |>ví megi hrinda. Nú er eptir að drepa á, livað efnið egi að vera, og hvað það geti orðið margvíslegt. Jíareð bókin er til þess ætluð, að bæta það sem hún nær úr skorti lanzins á tímaritum, enn tímaritin tala um allt sem nöfnum tjáir að nefna, hlýtur hún að taka á móti als- konar efni. Aungvu, sem gefið getur tilefni til umtals eða umhugsunar, verður þaðan burtu vísað, nema því að eíns, að lögun eða tilgángur þess se því ósamboðin sem áður er ákveðið. Efnið verður eínkanlega tekið úr tímanum sem er aö líða. I honum lifa menn og framkvæma , og egi þessar framkvæmdir að verða skynsamar og arðsamlegar, er hin nánasta þekkíng hanns serhvurjum það fremsta og nauðsynlegasta. Vanþekkíng á Iionum kemur því til leíðar að heílar þjóðir dragast apturúr, og verða að undirlægjum annara, og ollir um þessar mundir hyrðu- leýsi margra manna á því sem viðvíkur almenníngs högum. Tímanum er þannig varið, að hann breýtir ekki allt í eínu sinni rás, án þess orsakirnar seukomnar á undan; og þó mönnum stundum sýnist timinn Iiafa snúið ser í eínu vetfángi, er það af því þeír hafa ekki grandgæfilcga þekkt eða aðgætt hvurnig á stóð á undan. Að vekja þessa eptirtekt og halda henni við, það er eínmitt tímaritum ætlað. eíga að vaka yfir tímanum, og hafa gát á, hvaða stefnu hann muni taka, dæma viðburðina eptir reglum skynseminnar, vara við

x

Fjölnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjölnir
https://timarit.is/publication/61

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.