Ný félagsrit - 01.01.1869, Síða 88
88
Um fjárhagsmálið.
atkvæbin féllu vib a6ra umræfeu. Hann kvaíist jafnvet
hafa átt von á, a& menn mundu álasa meira hlutanum
4. Öll sameiginleg lög, sem birtast eptirleiðis, skulu kunn-
gjörð á Islandi bæði á Islenzku og Dönsku, og verða þau þá
skuldbindandi fyrír þegua konúngs á Islandi.
5. I öllum öðrum málum, sem snerta Island, en þeim, sem
að framan eru nefnd, beflr Island löggjöf sína og stjórn útaf
fyrir sig. I þessum málum er löggjafarvaldið hjá konúngi og
alþíngi í sameiníngu, framkvæmdarvaldið hjá konúngi og dóms-
valdið hjá dómendunum.
6. Hin evangelisk-lúterska kirkja skal vera þjóðkirkja á Is-
landi, og skal hið opinbera fyrir því styrkja hana.
Frumvarp aiþíngis (Alþtíð. 1867 II, 618 — 620).
1. Island er óaðskiljaulegur hluti Danaveldis með sérstökum
landsréttindum. Um ríkiserfðirnar .... (óbreytt sem stjórnar-
frumvarpið)......... 1849, sem út eru gefln 28. dag júlímánaðar
1866, sem hér eru við festar, einnig lög á Isiandi.
2. Aður en konúngur tekur við stjóru, skal hann...............
(sem stjórnarfrumvarpið) . . . geymt í leyndarskjala safninu.
3. I öllum þeim málum...........(sem stjórnarfrumvarpið)
. . . . saman við konúngsríkið.
I þessum málum, sem sameiginleg eru með Islandi og Dan-
mörku, tekur Island engan þátt fyrst um sinn, hvorki í stjórn
þeirra né löggjöf, né heldur byrðum þeim eða gjöidum, sem af
þeim leiðir, þángað til hagur landsins er kominn í það horf, að
það leggi til almennra þarfa Danaveidis, en þá ákveður konúngur
og alþíng í sameiníngu með lögum um hluttöku Islands í löggjöf
og stjórn sameiginiegra mála, og um fjártillag tii þeirra og byrðir
frá Islands hálfu.
4. Öll sameiginleg lög, er upp héðan verða gefln, skulu
birt á Islandi bæði á Islenzku og Dönsku, og verða þau þá lög
fyrir þcgna konúngs á Islandi, þó með þeim hætti, sem segir
í 3. grein.
5. I öllum óðrum málum, sem snerta Island, en þeim, sem
að framan eru nefnd, svo sem eru: 1. Lögstjórnar- og löggæzlu-
málefni, borgaraleg löggjöf, sakamál, dómaskipun og réttarfar.—
2. Kirkjumálefni og mál þau öll, sem lúta að vísindum, mentun
og uppfræðíngu, ásamt stofnunum þeim, sem þar til heyra. —