Ný félagsrit - 01.01.1869, Blaðsíða 105
Um fjárhagsmálið.
105
Að lyktum vil eg bifcja þá, sem vilja halda fram þvf
sem ákvebið var í annari umræðu um árgjald og tillag,
ab greiða atkvæði móti öllum þeim uppástúngum, sem
vilja breyta til í því efni. Hinar uppástúngurnar, frá oss
fimtán þíngmönnum, eru hverjum í sjálfs vald settar,
hvort hann vill vera mðti þeim eða með, því þær koma
ekkert tillaginu við.
Steenstrup (frá Ærey) mælti: það er alvenja, að
þíngib er tregt aö veita lítilræði, en fúst að veita stúrfð,
einkum þegar um eitthvað er að ræða, er vekur tilfinníngar
manna, og svo má segja um þetta mál. Oilum kemur
saman um, að her sé ekki um neinar réttarkröfur að ræða,
heldur að eins um sanngirnis-kröfur. J>að er að vísu
ekki í sjálfu sér svo mikið í húfi. þó málinu yrði fram-
gengt, en ef nú væri veitt það, sem um er beðið, þá
mundi það draga þann dilk eptir sér, að aðrir heimtuðu
hið sama. Hafi Island orðið fyrir órétti forðum daga,
þá hafa þó þeir Islendíngar, sem nú lifa, ekki orðið fyrir
honum, og þó menn ausi peníngum í hina nýju íslend-
ínga, þá stendur gamli órétturinn óbættur eins fyrir því.
þar sera talað er um, að stjórnin hafi ekkert hirt um
Island, og Krabbe hefir jafnvel viljað láta þar vera spor-
vagna, járnþrautir, vegi, póstgaungur og hvað eina, þá
er aðgæzluvert, að þessu verður alls ekki komið við á
Islandi, og sama má segja um raörg héruð í Danmörku;
ekki eru neinar járnbrautir á Vendilskaga, Anholt eða Mön;
en taki menn svo sárt til þessa, þegar Island á í hlut,
þá mun fara eins þegar aðrir koma með samsvarandi
kröfur. Ekki fer betur þegar litið er á hina hlið málsins,
þegar á að ]eiða rök að því, að Danmörk eigi hægt með
að bera þetta gjald, og ísland megi ekki án þess vera.
A vorri öld er allt á slíku framfara-flugi, að það getur
vel verið, að ísland verði að fám árum liðnum komið vel
á veg, en verði íslandi veitt 50,000 rd. fast árgjald um
aldur og æfi og 10 ár þar á eptir, þá gjöra menn ráð