Ný félagsrit - 01.01.1869, Qupperneq 138
138
Um fjárhagsmálið.
almenna ríkissjóði 60,000 rd., sem að 12 árum liðnum fara lækkaudi
um 1000 rd. árlega um hin næstu 48 ár þar á eptir.
Af skipum þeim, sem höfð verða til reglulegra póstferfea milli
Danmerknr og íslands, skal héreptir ekkert lestagjald greiða.
2. Til sérstakra útgjalda Islands telst allur sá kostnaður, sem
leiðir af þeim málefnum, er eingaungu og sérstaklega snerta ísland.
þessi mál, sem koma undir sérstaklegt löggjafar og fjárveitíngar vald
á Islandi sjálfu, samkvæmt því, sem skipað verður fyrir í stjórnar-
skránni um Islands sérstaklegu mál, er konúngur setur með ráði
alþíngis, eru: 1) aiþíng, og landsstjórn og umboðsstjórn á Islandi;
— 2) dómgæzlu og lögreglu málefni; — 3) kirkju og kennslumálefni;
— 4) læknaskipun og heilbrigðismálefni; — 5) sveitar og fátækra
málefni; — 6) vegir og póstgaungur á Islandi og umhveriis það; —
7) verzlun, siglingar og iðnaður; — 8) málefni um skattgjöld, bein-
línis og óbeinlínis; — 9) stjórn opinberra eigna, stofnana og sjóða;
— 10) eptirlaun þau, er stafa frá þessum fyrnefndum málagreinum.
3. Fjárráðin yflr hinum sérstaklegu tekjum og gjöldum Islands,
og yflr tillaginu úr ríkissjóðnum, sem og einnig yflr hinum íslenzku
þjóðeignum og sjóðum, heflr konúngur í sameiníngu við alþing,
samkvæmt stjórnarskrá Islands.
4. Til kostnaðar fyrir öðrum málum Islands, er teljast með
almennum rikismálefnum og verða eptir sem áður undirlögð hinu
almenna ríkisvaldi fyrir lögum og veitíngum, geldur Island ekkert
tillag, fyr en það er með lögum ákveíiið, hvernig land þetta á að
taka þátt í rikisius almenna löggjafarvaldi, og hvað það á þá að
gjalda til almennra rikismála.
5. Lög um hin almennu rikismál (§ 4) skal birta á Islandi bæði
á Dönsku og Islenzku.
6. Nú greinir á, hvort málefni sé almennt ríkismál (§ 4) eða
sérstakt landsmál (§ 2), og skal konúngur skera úr þvi i rlkisráði.
Undir úrskurð 'konúngs skulu skrifa ásamt honum þeir af ráðgjöf-
unum, sem eru henni samþykkir.
7. Rikisþíngið tiltekur með sérstakri ályktun, frá hvaða tíma
lög þessi skuli öðlast lagagildi.
þegar hin fyrsta umræ&a hófst á landsþínginu tdk
fyrst til orí)a
Ddmsmálará&gjafinn, og mælti: Eg skal ekki
dvelja málin fyrir þínginu meí) því, aí) fara lángort yfir
sögu þess máls, er nd á aÖ stíga áfram um eitt fet vií>
framlögu þessa frumvarps. Eg ætla au eins a& taka frant