Ný félagsrit - 01.01.1869, Side 171
Um fjárhagsmálid.
171
ekki annaö band en féþurft íslands, og ab Island þannig
gæti lifab og látib eins og því sýndist, ef þab aí) eins
gæti án fjárins verib. Samþykki ríkisþíngsins verbur ab
koma beinlínis fram, en þ<5 ab eins um málib í heild
sinni, og virbist meb þessu fullljóslega tekib fram, ab
þíngib eigi ekki ab skipta sér um hin einstöku atribi
stjórnarskipunarinnar, eba hvort þau mætti virbast meir
eba mibur nentug. Eins og þab má gjöra ráb fyrir, ab
stjórnin og alþíng bezt geti dæmt um, hvab haganlegast sé
fyrir Island í þessu efni, þannig mun og verba aubveldara
ab koma stjórnarskipúninni á, og fá landsmenn til ab
gánga ab henni, ef ekki er vikib frá því, ab þab er á
eina hlibina konúngur, sem seinast lýkur á ályktun sinni
um þab, hvort hann geti farib eptir óskum Islendínga, og
hins vegar, ab þab eru þeir einir, sem hann á ab semja
vib um abalatribi stjórnarskipunarinnar, á þann hátt, ab ríkis-
þíngib hafi ab eins tilsjón meb, ab hún fari ekki út fyrir
sín réttu takmörk, Danmörku og grundvallarlögunum til
hnekkis.
þegar búib er ab gefa út stjórnarlög fyrir sérstakleg
mál íslands, er þeim skilmála fullnægt, sem híngab til
hefir verib því til fyrirstöbu, ab ríkislögin yrbi látin ná
þar fullkomnu lagagildi, og þab virbist vera skylda ríkis-
þíngsins ab sjá um, ab þær ákvarbanir verbi gjörbar, jafnvel
í formlegu tilliti, — annabhvort í sjálfri stjórnarskipuninni,
eba um leib og hún er gefin út — sem gefi tryggíngu fyrir
því, ab bræbur vorir á Islandi verbi abnjótandi hins sama
frelsis og jafnréttis, sem grundvallarlögin heimila öllum
þegnum ríkisins. þegar nú Island — eins og meb góbum
rökum er tekib fram í frumvarpi því, er komib er frá
fólksþínginu — í öllum almennum ríkismálum heyrir undir
hib almenna löggjafar — og fjárveizluvald, þá leibir þar af
eptir almennum stjórnlaga reglum, ab Islendíngar hafa
heimtíng á ab taka hæfilegan þátt í fulltrúa-þíngum ríkis-
ins, og þar er enginn efi á, ab þegar slík ósk kemur