Ný félagsrit - 01.01.1869, Qupperneq 173
Um fjárhagsmálið.
173
skyldi haldast o. s. frv. Afe sönnu hefir þa& veriö reynt
af hálfu Íslendínga, a& koma fram me& kröfur, sem þeir
hafa kalla& réttarkröfur, og væri þær á rökum bygg&ar,
þá hef&i þíngi& a& vísu ekki frjálsar hendur, heldur væri
þa& neydt til a& vi&urkenna kröfur þessar og fullnægja
þeim. En þa& þarf ekki lengi a& rannsaka reikníngskröfur
þessar og ástæ&urnar fyrir þeim, til a& sjá, a& þær geta
ekki haft nein áhrif á þetta mál, þö menn enda hef&i
árei&anlega og fullkomna skýrslu um reiknínga-vi&skiptin
fyrir höndum. þegar til réttarins kemur, skiptir þa&
engu (!), hvort þa& var rétt e&a órétt, a& nokkrar þjó&-
jar&ir hafa á&ur veri& seldar á íslandi — þetta hefir líka
veri& gjört í Danmörku —, og þa& kemur þessu máli
ekki vi&, hvort andvir&i jar&anna hefir veri& vari& Islandi
í hag e&a til almennra ríkisþarfa, e&a jafnvel til óþarfa;
því hvernig sem þa& er sko&a&, er þa& hin lögmæta
stjórn, sem hefir gjört þetta, og eins og þa& er víst, a&
ekki tjáir afe fást um or&inn hlut (!), eins liggur þa& í
augum uppi, a& kynslófe sú, er nú lifir, getur ekki borife
ábyrgfe fyrir þá a&ferfe, sem fyrri stjórnarráfe hafa haft,
og a& hinir sérstöku ríkishlutar geta ekki heimtaö bætur
hver af ö&rum fyrir handvömm sinnar sameiginlegu stjórnar.
Slíkar aílei&íngar af brestum fyrri tímanna ver&ur hvert
land a& bera, eins og afkomendur vorir ver&a a& gjalda
íyrir yfirsjónir vorar; þar ver&ur ska&i a& vera sem
skellur, og sá, sem fyrir honum ver&ur, hlýtur afe reyna
a& bæta úr honum eptir megni. þa& er ósanngjarnt, a&
vilja heimta bætur úr dönskum ríkissjó&i e&a af dönskum
gjaldþegnum fyrir þa&, sem stjórnin hefir á&ur lagzt undir
höfu& e&a misgjört á Islandi — einmitt eins og í Dan-
mörku — og þetta ætti a& vera Ijósast fyrir þeim, sem
álíta, a& ísland hafi ætí& haft sjálfsforræ&i sitt, e&a a&
minnsta kosti, a& þa& liafi ekki verife Danmerkur heldur
Noregs konúngar, sem þa& laut undir fram a& Kílarfri&num,
sem er ýngri en stjórnarathafnir þær, sem kvartaö er yfir.