Ný félagsrit - 01.01.1869, Page 183
Um fjárhagsmálið.
183
verzlan, siglfngar og aðrir atvinnuvegir. — 10)Vegamál.— 11) Póstmál
á Islandi og umhveríis strendur þess — þár á móti má ekki leggja
nein gjöld til Islands á póstsamgaungur ríkisins milli þess og Dan-
merkur; Danmörk ein sér fyrir þeim og stjómar þeim. — 12) Laun
og eptirlaun til embættismanna og annara sýslunarmanna, sem eru i
þjónustu við alla stjórn á Islandi; — þar undir eru skilin eptirlaun
til þeirra embættismanna, sem nú hafa þegar fengið lausn frá embætti.
Æðsta stjórn Islands skal vera í Kaupmannahöfn, og getur konúngur
að eins falið hana einum af ráðgjöfum þeim, sem hafa ábyrgð fyrir
ríkisþínginu. Kostnaður sá, er leiðir af yíirstjórn þessari, kemur
Islandi ekki við.
3. gr. Nú samþykkir alþíng lög um sérstakleg íslenzk mál, sem
snerta ekki eingaungu Island, heldur og Danmörk meðfram, og getur
konúngur þá ekki staðfest slík lög, fyr en ríkisþíngið heflr geflð sam-
þykki sitt þar til. Breyti rikisþíngið nokkrti í slíkum lögum, þarf
samþykki alþíngis til breytíngarinnar áður en lögin verði staðfest.
Sé svo, að slík blönduð mál heyri undir úrslit konúngs, getur hann
einúngis ráðið þeim til lykta í ríkisráði.
Nú verður vafl á, hvort nokkurt mál snerti Island eingaungu,
eða Danmörk meðfram, og verður ekki gjört út um það, nema með
lögum, sem rfkisþíngið samþykkir.
4. gr. Sérstakar tekjur Islands eru ekki að eins þær, er híngað
til hafa verið taldar svo í fjárhagslögunum — þó að undanteknum met-
orða skatti þeim, er á Islandi fellur — heldur og einnig allir bein-
línis og óbeinlínis skattar og gjöld, sem hið sérstaka löggjafarvald
Islands kynni eptirleiðis á að leggja.
Kostnað þann, sem leiðir af hinni sérstaklegu íslenzku stjórn,
skal greiða af hinum sérstaklegu íslenzku tekjum, samkvæmt því sem
fyrir er skipað í sijórnarskrá Islands.
5. gr. þángað til öðruvísi verður ákveðið með lögum, skal
greiða úr ríkissjóði 15,000 rd.á ári til kostnaðar við hina æðri um-
boðsstjórn á Islandi.
Auk þess skal ríkissjóðurinn greiða til annara útgjalda Islands
aukatillag, sem skal vera 30,000 rd. fyrstu 10 árin, og mínka síðan
um 1,500 dali á ári um hin næstu 20 ár, svo að það falli allsendis
burt eptir 30 ár.
Konúngur skal setja tilskipun, eptir að hafa heyrt álit alþíngis,
um það, hvernig verja s\uli tillagi þessu, sem ríkissjóðurinn leggur
til Islands sérstöku þarfa; og getur konúngur ekki síðan breytt
þessari tilskipun, nema það sé áður borið undir álit alþíngis.
þessi konúnglega tilskipan og breytíngar þær, sem þar á kynn